Til móts við nýja tíma í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar 11. maí 2022 12:30 Við höfum góða sögu í Garðabæ. Samfélagið okkar hefur eflst og dafnað í gegnum tíðina undir forystu okkar í Sjálfstæðisflokknum og rekstur bæjarins er traustur. Fólk vill búa í Garðabæ því það veit að hér er gott, öflugt og traust samfélag og bæjarbúar eru ánægðari með þjónustuna en víðast annars staðar. Slík framþróun gerist ekki af sjálfu sér. Það þarf að hlusta eftir því hvað skiptir íbúa máli, móta heildstæða sýn og láta verkin tala. Spennandi framtíð í Garðabæ Framtíðin er spennandi í Garðabæ og þrátt fyrir að framboð af húsnæði hafi verið mest hér á liðnu kjörtímabili þá er eftirspurnin áfram æpandi. Garðabær er að stækka hratt og ný eftirsótt hverfi að rísa, sem byggð eru af miklum metnaði. Það segir sína sögu. Í Hnoðraholti og Vetrarmýri munum við bráðum sjá nýja blandaða byggð og þar verða líka ný svæði fyrir verslun og þjónustu. Nú þegar hafa opnað spennandi veitingastaðir í Urriðaholti í bland við önnur fyrirtæki . Á Álftanesi standa einnig yfir framkvæmdir sem munu efla byggðina þar og styrkja forsendur fyrir verslun og þjónustu í nærumhverfi. Íbúar vilja í auknum mæli sækja þjónustu í nærumhverfi og endurnýjun miðbæjarins er þáttur í því að efla mannlíf og fjölga tækifærum til gæðastunda í Garðabæ. Frekari uppbygging á Garðatorgi og víðar býr til tækifæri til að laða að fleiri spennandi fyrirtæki og fjölga störfum í nágrenninu. Grunnþjónustan okkar, sem er samfélaginu mikilvæg, kostar sitt og við verðum því að fjölga tekjustoðunum og fjölga íbúum til að geta áfram tryggt um leið mikilvæga þjónustu og varðveitt getu okkar til að halda álögum í hófi. Góður árangur er ekki tilviljun Staða Garðabæjar er sterk og sá mikli árangur sem náðst hefur náðst í uppbyggingu á blómlegum bæ undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefði hæglega getað þróast með öðrum hætti. Verja þarf þennan árangur á sama tíma og uppbyggingunni er haldið áfram til móts við nýja tíma. Þegar kosið er í bæjarstjórn þá erum við að velja fólk sem tekur ákvarðanir um margt það sem stendur okkur næst. Skólana sem börnin okkar ganga í, hvaða íþróttir og afþreying er í boði, hvernig er hugsað um eldra fólkið okkar og þá sem þurfa á stuðningi að halda. Við erum einnig að velja hverjum við treystum til að þróa áfram hverfin okkar, byggja upp innviðina, bæta aðstöðu og um leið gæta að því að vel sé haldið utan um fjárhaginn. Við í Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ erum þakklát fyrir það traust sem bæjarbúar hafa sýnt okkur og vonumst til að fá skýrt og sterkt umboð til áframhaldandi góðra verka og sóknar. Við trúum því og treystum að íbúar Garðabæjar vilji halda áfram á þeirri vegferð sem hafin er. Góður árangur í rekstri sveitarfélaga er sannarlega ekki sjálfgefinn og hann skiptir íbúa miklu máli. Setjum X við D. Fyrir Garðabæ. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Sjá meira
Við höfum góða sögu í Garðabæ. Samfélagið okkar hefur eflst og dafnað í gegnum tíðina undir forystu okkar í Sjálfstæðisflokknum og rekstur bæjarins er traustur. Fólk vill búa í Garðabæ því það veit að hér er gott, öflugt og traust samfélag og bæjarbúar eru ánægðari með þjónustuna en víðast annars staðar. Slík framþróun gerist ekki af sjálfu sér. Það þarf að hlusta eftir því hvað skiptir íbúa máli, móta heildstæða sýn og láta verkin tala. Spennandi framtíð í Garðabæ Framtíðin er spennandi í Garðabæ og þrátt fyrir að framboð af húsnæði hafi verið mest hér á liðnu kjörtímabili þá er eftirspurnin áfram æpandi. Garðabær er að stækka hratt og ný eftirsótt hverfi að rísa, sem byggð eru af miklum metnaði. Það segir sína sögu. Í Hnoðraholti og Vetrarmýri munum við bráðum sjá nýja blandaða byggð og þar verða líka ný svæði fyrir verslun og þjónustu. Nú þegar hafa opnað spennandi veitingastaðir í Urriðaholti í bland við önnur fyrirtæki . Á Álftanesi standa einnig yfir framkvæmdir sem munu efla byggðina þar og styrkja forsendur fyrir verslun og þjónustu í nærumhverfi. Íbúar vilja í auknum mæli sækja þjónustu í nærumhverfi og endurnýjun miðbæjarins er þáttur í því að efla mannlíf og fjölga tækifærum til gæðastunda í Garðabæ. Frekari uppbygging á Garðatorgi og víðar býr til tækifæri til að laða að fleiri spennandi fyrirtæki og fjölga störfum í nágrenninu. Grunnþjónustan okkar, sem er samfélaginu mikilvæg, kostar sitt og við verðum því að fjölga tekjustoðunum og fjölga íbúum til að geta áfram tryggt um leið mikilvæga þjónustu og varðveitt getu okkar til að halda álögum í hófi. Góður árangur er ekki tilviljun Staða Garðabæjar er sterk og sá mikli árangur sem náðst hefur náðst í uppbyggingu á blómlegum bæ undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefði hæglega getað þróast með öðrum hætti. Verja þarf þennan árangur á sama tíma og uppbyggingunni er haldið áfram til móts við nýja tíma. Þegar kosið er í bæjarstjórn þá erum við að velja fólk sem tekur ákvarðanir um margt það sem stendur okkur næst. Skólana sem börnin okkar ganga í, hvaða íþróttir og afþreying er í boði, hvernig er hugsað um eldra fólkið okkar og þá sem þurfa á stuðningi að halda. Við erum einnig að velja hverjum við treystum til að þróa áfram hverfin okkar, byggja upp innviðina, bæta aðstöðu og um leið gæta að því að vel sé haldið utan um fjárhaginn. Við í Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ erum þakklát fyrir það traust sem bæjarbúar hafa sýnt okkur og vonumst til að fá skýrt og sterkt umboð til áframhaldandi góðra verka og sóknar. Við trúum því og treystum að íbúar Garðabæjar vilji halda áfram á þeirri vegferð sem hafin er. Góður árangur í rekstri sveitarfélaga er sannarlega ekki sjálfgefinn og hann skiptir íbúa miklu máli. Setjum X við D. Fyrir Garðabæ. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun