Kári um Haukaeinvígið: „Eins og að vera með erfiðar hægðir“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. maí 2022 15:01 „En svo kom það!“ stöð 2 sport Kári Kristján Kristjánsson var yfirlýsingaglaður þegar hann mætti settið hjá Seinni bylgjunni eftir að ÍBV tryggði sér sæti í úrslitum Olís-deildar karla með sigri á Haukum í gær, 34-27. Kára gekk betur upp í skotunum í leiknum í gær en í þriðja leiknum sem Haukar unnu. Eyjamaðurinn segir að það hafi verið með ráðum gert. „Það var eins og við vorum búnir að ákveða og plana. Við þurftum að fá annan heimaleik, þetta eru aurar í kassann og við hötum ekki „cash“, sagði Kári léttur. Hann kom líka með áhugaverða samlíkingu þegar hann reyndi að lýsa einvíginu gegn Haukum sem ÍBV vann, 3-1. „Þetta var mjög krefjandi á móti vel skipulögðu og rútíneruðu liði Hauka. Þetta var ógeðslega erfitt. Þetta var eins og að vera með erfiðar hægðir. Þú ert samt inni á salerninu, það er allt rétt, allar aðstæður réttar, með símann að horfa á eitthvað létt en það bara kemur ekki. En svo kom það,“ sagði Kári. Klippa: Seinni bylgjan - Viðtal við Kára Nokkrir ungir leikmenn hafa gert það gott með ÍBV í vetur og sérstaklega í úrslitakeppninni. Kári er ekki í þeim hópi enda á 38. aldursári. „Var ekki einhver sem sagði vit er betra en strit. Ég er svolítið að vinna mig inn í það,“ sagði Kári. „En það er helvíti gott fyrir starfið hjá okkur að við séum að skila af okkur ungum og efnilegum leikmönnum og sumir þeirra eru bara orðnir góðir. Það er hátt á okkur risið núna en við þurfum að halda einbeitingu.“ Stemmningin í Eyjum er einstök og Kári lagði til að húsið þar yrði bara gert að hinni margumtöluðu þjóðarhöll. „Maður verður hálf óeðlilegur í þessum aðstæðum sem er bara gott. Svo er verið að tala um nýja þjóðarhöll. Takiði bara þakið af þessu, austur- og vesturhliðina, stækkiði draslið og haldiði landsleikina hérna. Þá fáiði fjögur til fimm þúsund á leiki,“ sagði Kári. Allt viðtalið við Kára má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla ÍBV Seinni bylgjan Tengdar fréttir Góður gærdagur hjá Viðarssonum Óhætt er að segja að gærdagurinn hafi verið góður fyrir handboltabræðurna úr Vestmannaeyjum, Elliða Snæ og Arnór Viðarssyni. 11. maí 2022 14:30 Arnór að skora miklu meira í úrslitakeppninni en í deildinni Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson átti enn einn stórleikinn í gærkvöldi þegar ÍBV liðið tryggði sér sæti í lokaúrslitum Olís deildar karla í handbolta. 11. maí 2022 12:30 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 34-27 | Eyjamenn í úrslit eftir öruggan sigur ÍBV mun leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta eftir sjö marka sigur gegn Haukum úti í Eyjum í kvöld, 34-27. 10. maí 2022 21:47 Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Fleiri fréttir Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Sjá meira
Kára gekk betur upp í skotunum í leiknum í gær en í þriðja leiknum sem Haukar unnu. Eyjamaðurinn segir að það hafi verið með ráðum gert. „Það var eins og við vorum búnir að ákveða og plana. Við þurftum að fá annan heimaleik, þetta eru aurar í kassann og við hötum ekki „cash“, sagði Kári léttur. Hann kom líka með áhugaverða samlíkingu þegar hann reyndi að lýsa einvíginu gegn Haukum sem ÍBV vann, 3-1. „Þetta var mjög krefjandi á móti vel skipulögðu og rútíneruðu liði Hauka. Þetta var ógeðslega erfitt. Þetta var eins og að vera með erfiðar hægðir. Þú ert samt inni á salerninu, það er allt rétt, allar aðstæður réttar, með símann að horfa á eitthvað létt en það bara kemur ekki. En svo kom það,“ sagði Kári. Klippa: Seinni bylgjan - Viðtal við Kára Nokkrir ungir leikmenn hafa gert það gott með ÍBV í vetur og sérstaklega í úrslitakeppninni. Kári er ekki í þeim hópi enda á 38. aldursári. „Var ekki einhver sem sagði vit er betra en strit. Ég er svolítið að vinna mig inn í það,“ sagði Kári. „En það er helvíti gott fyrir starfið hjá okkur að við séum að skila af okkur ungum og efnilegum leikmönnum og sumir þeirra eru bara orðnir góðir. Það er hátt á okkur risið núna en við þurfum að halda einbeitingu.“ Stemmningin í Eyjum er einstök og Kári lagði til að húsið þar yrði bara gert að hinni margumtöluðu þjóðarhöll. „Maður verður hálf óeðlilegur í þessum aðstæðum sem er bara gott. Svo er verið að tala um nýja þjóðarhöll. Takiði bara þakið af þessu, austur- og vesturhliðina, stækkiði draslið og haldiði landsleikina hérna. Þá fáiði fjögur til fimm þúsund á leiki,“ sagði Kári. Allt viðtalið við Kára má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla ÍBV Seinni bylgjan Tengdar fréttir Góður gærdagur hjá Viðarssonum Óhætt er að segja að gærdagurinn hafi verið góður fyrir handboltabræðurna úr Vestmannaeyjum, Elliða Snæ og Arnór Viðarssyni. 11. maí 2022 14:30 Arnór að skora miklu meira í úrslitakeppninni en í deildinni Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson átti enn einn stórleikinn í gærkvöldi þegar ÍBV liðið tryggði sér sæti í lokaúrslitum Olís deildar karla í handbolta. 11. maí 2022 12:30 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 34-27 | Eyjamenn í úrslit eftir öruggan sigur ÍBV mun leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta eftir sjö marka sigur gegn Haukum úti í Eyjum í kvöld, 34-27. 10. maí 2022 21:47 Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Fleiri fréttir Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Sjá meira
Góður gærdagur hjá Viðarssonum Óhætt er að segja að gærdagurinn hafi verið góður fyrir handboltabræðurna úr Vestmannaeyjum, Elliða Snæ og Arnór Viðarssyni. 11. maí 2022 14:30
Arnór að skora miklu meira í úrslitakeppninni en í deildinni Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson átti enn einn stórleikinn í gærkvöldi þegar ÍBV liðið tryggði sér sæti í lokaúrslitum Olís deildar karla í handbolta. 11. maí 2022 12:30
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 34-27 | Eyjamenn í úrslit eftir öruggan sigur ÍBV mun leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta eftir sjö marka sigur gegn Haukum úti í Eyjum í kvöld, 34-27. 10. maí 2022 21:47