Skólamál ofarlega á blaði í Reykjanesbæ Smári Jökull Jónsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 11. maí 2022 21:30 Oddvitar þeirra sex framboða sem rætt var við í fréttinni. Skjáskot Atvinnumál, heilbrigðismál og fjölgun leikskólaplássa eru ofarlega í huga frambjóðenda og íbúa í Reykjanesbæ. Íbúum hefur fjölgað um fjögur prósent milli ára og eru nú yfir tuttugu þúsund, þar af er fjórðungur af erlendum uppruna. Samfylking, Framsóknarflokkur og Bein leið hafa frá 2018 verið í meirihluta í Reykjanesbæ en í minnihluta eru Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Píratar og óháðir. Nýtt framboð er Umbót en það er klofningsframboð úr Miðflokknum og oddviti þess er sá sami og var oddviti Miðflokks í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar er Kjartan Már Kjartansson sem var ráðinn á faglegum forsendum árið 2014. Leikskólamál eru ofarlega í huga frambjóðenda flokkanna. „Atvinnulíf verður að vera fjölbreytt og öflugt atvinnulíf er forsendan. Það verður að vera leikskólapláss fyrir átján mánaða börn og eldri,“ segir Margrét Sanders oddvidi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ og Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingar og óháðra, sagði alla áherslu flokksins vera á fjölskylduna á börnin. Oddviti Beinnar leiðar vill halda áfram á þeirri leið sem meirihlutinn hefur verið á kjörtímabilinu. „Áframhaldandi ábyrg fjármálastjórn og áframhaldandi uppbygging leik- og grunnskólanna,“ segir Valgerður Björk Pálsdóttir oddviti flokksins. Miðflokkurinn vill sömuleiðis setja málefni barna á oddinn og þá vilja Píratar aukið íbúalýðræði og bindandi kosningar í umdeildum málum. Heilbrigðismálin mikilvæg Þegar rætt er við íbúa Reykjanesbæjar er ljóst að málin sem brenna á þeim eru fjölbreytt. Aukið fé í íþróttir, heilbrigðismál. skólamál og málefni eldri borgara eru meðal þeirra sem nefnd voru. „Eitt af því sem er mikilvægt er að kísilverksmiðjan fari ekki aftur af stað,“ sagði Ægir Karl Ægisson íbúi í bænum. Kísilverksmiðjan í Helguvík hefur staðið ónotað síðan haustið 2017 þegar Umhverfisstofnun stöðvaði rekstur hennar vegna ítrekaðra kvartana íbúa um mengun sem þaðan barst. „Ég vil ekki gleyma heilsugæslunni. Mér er mikið í mun að það sé hlúð vel að henni og það þarf virkilega að taka til höndum,“ segir Nanna Jónsdóttir blómaskreytir. Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Sjá meira
Samfylking, Framsóknarflokkur og Bein leið hafa frá 2018 verið í meirihluta í Reykjanesbæ en í minnihluta eru Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Píratar og óháðir. Nýtt framboð er Umbót en það er klofningsframboð úr Miðflokknum og oddviti þess er sá sami og var oddviti Miðflokks í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar er Kjartan Már Kjartansson sem var ráðinn á faglegum forsendum árið 2014. Leikskólamál eru ofarlega í huga frambjóðenda flokkanna. „Atvinnulíf verður að vera fjölbreytt og öflugt atvinnulíf er forsendan. Það verður að vera leikskólapláss fyrir átján mánaða börn og eldri,“ segir Margrét Sanders oddvidi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ og Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingar og óháðra, sagði alla áherslu flokksins vera á fjölskylduna á börnin. Oddviti Beinnar leiðar vill halda áfram á þeirri leið sem meirihlutinn hefur verið á kjörtímabilinu. „Áframhaldandi ábyrg fjármálastjórn og áframhaldandi uppbygging leik- og grunnskólanna,“ segir Valgerður Björk Pálsdóttir oddviti flokksins. Miðflokkurinn vill sömuleiðis setja málefni barna á oddinn og þá vilja Píratar aukið íbúalýðræði og bindandi kosningar í umdeildum málum. Heilbrigðismálin mikilvæg Þegar rætt er við íbúa Reykjanesbæjar er ljóst að málin sem brenna á þeim eru fjölbreytt. Aukið fé í íþróttir, heilbrigðismál. skólamál og málefni eldri borgara eru meðal þeirra sem nefnd voru. „Eitt af því sem er mikilvægt er að kísilverksmiðjan fari ekki aftur af stað,“ sagði Ægir Karl Ægisson íbúi í bænum. Kísilverksmiðjan í Helguvík hefur staðið ónotað síðan haustið 2017 þegar Umhverfisstofnun stöðvaði rekstur hennar vegna ítrekaðra kvartana íbúa um mengun sem þaðan barst. „Ég vil ekki gleyma heilsugæslunni. Mér er mikið í mun að það sé hlúð vel að henni og það þarf virkilega að taka til höndum,“ segir Nanna Jónsdóttir blómaskreytir.
Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Sjá meira