Ísak kom FCK yfir strax á annari mínútu leiksins og skoraði seinna mark sitt á 59. mínútu. Hann fékk þó ekki tækifæri til að fullkomna þrennuna þar sem honum var skipt af leikvelli á 69. mínútu fyrir Paul Mukariu.
Silkeborg minnkaði muninn á 74. mínútu með marki Soren Tengstedt en nær komust þeir ekki.
Hákon Arnar Haraldsson var einnig í byrjunarliði FCK í leiknum en hann lék í 85 mínútur áður en honum var skipt af velli.
Stefán Teitur Þórðarson kom inn af varamannabekk Silkeborg í hálfleik og lék síðari 45 mínúturnar.
Með sigrinum styrkir FCK stöðu sína á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar en liðið er nú með fjögurra stiga forystu á Elías Rafn Ólafsson og félaga í Midtjylland þegar tvær umferðir eru eftir. Midtjylland á þó einn til góða á FCK.