„Markmiðið er að hafa 10 liða efstu deild“ Atli Arason skrifar 12. maí 2022 06:30 Njarðvíkurkonur komu upp úr 1. deildinni og urðu Íslandsmeistarar á fyrsta ári. Vísir/Bára Dröfn Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að markmið stjórnar KKÍ sé að fjölga liðum í Subway-deild kvenna úr átta liðum í tíu á næstu árum. Fjölgunin megi þó ekki bitna á 1. deildinni, sem gæti þar að leiðandi bitnað á íþróttinni í heild. „Þegar 1. deildin er orðin stöðug 10 liða deild þá er hægt að taka tvö lið upp og vera með 10 liða Subway-deild kvenna. Markmið okkar er að vera með 10 liða efstu deild en við verðum líka að hugsa um heildina,“ sagði Hannes í samtali við Vísi í kvöld áður en hann bætti við. „Það er í fyrsta sinn núna í vetur þar sem við erum með nægilegan fjölda í 1. deild kvenna, til að geta farið að huga að því að fjölga liðum í efstu deild kvenna.“ Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. „Við viljum sjá núna hvernig skráningin verður í 1. deild kvenna fyrir næsta vetur og ef það verður sambærileg skráning í 1. deild kvenna, að þetta verður einhver 9 til 11 lið sem skrá sig aftur þá er kominn grundvöllur til að huga að því eftir eitt til tvö ár að fjölga liðum í Subway-deild kvenna í 10 lið.“ Umræðan um fjölgun liða í efstu deild hefur verið í gegnum gangandi á þessu tímabili og varð enn háværari eftir að Njarðvík, nýliðar í deildinni í ár, gerðu sér lítið fyrir og unnu sjálfan Íslandsmeistaratitilinn á dögunum. „Ég skil alveg umræðuna því það hefur verið mikil fjölgun í meistaraflokki kvenna og mikill fjölgun kvenna og stúlkna í körfubolta á undanförnum árum sem er mjög jákvætt, við verðum samt að hafa það í huga að við getum ekki fjölgað í efstu deild og látið það bitna á fyrstu deildinni, við getum eyðilagt þá góðu vinnu sem við erum búin að gera með því að fjölga of snemma,“ svaraði Hannes aðspurður út í umræðuna um fjölgun liða sem hefur verið umtöluð um í flestum körfuboltahlaðvörpum landsins. „Að sama skapi megum við heldur ekki bíða of lengi með að fjölga liðum í deildinni en þetta er eitthvað sem við þurfum að vega og meta á næstunni“ Lovísa Björt Henningsdóttir, leikmaður Hauka, steig fram í sviðsljósið fyrr á tímabilinu og kallaði eftir því að liðum yrði fjölgað. Hannes nefnir að stjórn KKÍ hefur rætt þetta mikið undanfarið og er að reyna að horfa í rétta tímapunktinn til að gera þessa breytingu. „Við höfum rætt um fjölgun liða fram og til baka í stjórn KKÍ, hvenær væri rétti tímapunkturinn að gera þetta og við í stjórninni erum stanslaust að ræða við öll félögin og vitum alveg hvað er um að vera. Það vilja allir fjölga liðum í Subway-deild kvenna á einhverjum tímapunkti. Það er þing næsta vor og þá getur alveg eins komið tillaga frá félögunum um að fjölga liðum sem gæti verið samþykkt. Svo getur stjórnin líka lagt fram sömu tillögu um að fjölga liðum.“ „Ef félögin vilja breyta einhverju þá þarf að vera mjög mikill meirihluti, sem vill virkilega gera eitthvað. Ég sé það fyrir mér að eftir tvö ár, miðað við fjölgunina í körfuboltanum, þá eigum við að geta verið komin með 10 liða efstu deild,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, að endingu. Subway-deild kvenna Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
„Þegar 1. deildin er orðin stöðug 10 liða deild þá er hægt að taka tvö lið upp og vera með 10 liða Subway-deild kvenna. Markmið okkar er að vera með 10 liða efstu deild en við verðum líka að hugsa um heildina,“ sagði Hannes í samtali við Vísi í kvöld áður en hann bætti við. „Það er í fyrsta sinn núna í vetur þar sem við erum með nægilegan fjölda í 1. deild kvenna, til að geta farið að huga að því að fjölga liðum í efstu deild kvenna.“ Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. „Við viljum sjá núna hvernig skráningin verður í 1. deild kvenna fyrir næsta vetur og ef það verður sambærileg skráning í 1. deild kvenna, að þetta verður einhver 9 til 11 lið sem skrá sig aftur þá er kominn grundvöllur til að huga að því eftir eitt til tvö ár að fjölga liðum í Subway-deild kvenna í 10 lið.“ Umræðan um fjölgun liða í efstu deild hefur verið í gegnum gangandi á þessu tímabili og varð enn háværari eftir að Njarðvík, nýliðar í deildinni í ár, gerðu sér lítið fyrir og unnu sjálfan Íslandsmeistaratitilinn á dögunum. „Ég skil alveg umræðuna því það hefur verið mikil fjölgun í meistaraflokki kvenna og mikill fjölgun kvenna og stúlkna í körfubolta á undanförnum árum sem er mjög jákvætt, við verðum samt að hafa það í huga að við getum ekki fjölgað í efstu deild og látið það bitna á fyrstu deildinni, við getum eyðilagt þá góðu vinnu sem við erum búin að gera með því að fjölga of snemma,“ svaraði Hannes aðspurður út í umræðuna um fjölgun liða sem hefur verið umtöluð um í flestum körfuboltahlaðvörpum landsins. „Að sama skapi megum við heldur ekki bíða of lengi með að fjölga liðum í deildinni en þetta er eitthvað sem við þurfum að vega og meta á næstunni“ Lovísa Björt Henningsdóttir, leikmaður Hauka, steig fram í sviðsljósið fyrr á tímabilinu og kallaði eftir því að liðum yrði fjölgað. Hannes nefnir að stjórn KKÍ hefur rætt þetta mikið undanfarið og er að reyna að horfa í rétta tímapunktinn til að gera þessa breytingu. „Við höfum rætt um fjölgun liða fram og til baka í stjórn KKÍ, hvenær væri rétti tímapunkturinn að gera þetta og við í stjórninni erum stanslaust að ræða við öll félögin og vitum alveg hvað er um að vera. Það vilja allir fjölga liðum í Subway-deild kvenna á einhverjum tímapunkti. Það er þing næsta vor og þá getur alveg eins komið tillaga frá félögunum um að fjölga liðum sem gæti verið samþykkt. Svo getur stjórnin líka lagt fram sömu tillögu um að fjölga liðum.“ „Ef félögin vilja breyta einhverju þá þarf að vera mjög mikill meirihluti, sem vill virkilega gera eitthvað. Ég sé það fyrir mér að eftir tvö ár, miðað við fjölgunina í körfuboltanum, þá eigum við að geta verið komin með 10 liða efstu deild,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, að endingu.
Subway-deild kvenna Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn