Paradís hjólreiðafólks eða slysagildra? Árni Björn Kristjánsson, Benedikt D Valdez Stefánsson og Eyþór Eðvarðsson skrifa 12. maí 2022 10:31 Álftanes er ein af náttúruperlum höfuðborgarsvæðisins. Svo vinsæl er hún að það er algeng sjón að sjá tugi vegfarenda, jafnvel hundruði, fara um Álftanesveginn og samhliða honum; gangandi, hlaupandi, eða hjólandi. Uppbygging innviða fyrir hjólandi vegfarendur á höfuðborgarsvæðinu er einn af hornsteinum Samgöngusáttmálans sem Garðabær er aðili að ásamt hinu opinbera og nágrannasveitarfélögunum; Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ. Framtíðarsýn Samgöngusáttmálans er skýr og ávinningur sem af honum hlýst ótvíræður, svo sem jákvæð loftslagsáhrif með minni mengun og færri bílum, öflugri almenningssamgöngur og betri heilsa. Fyrir okkur í Garðabæ og sérstaklega á Álftanesi er vert að nefna mjög aðkallandi mál er varða hjólreiðar sem einfaldlega verða að fá forgang bæjaryfirvalda og Vegagerðarinnar, því þetta varðar líf og dauða þeirra sem fara um Álftanesveginn. Það vita allir sem fara þennan veg; gangandi, hjólandi eða akandi. Í óbreyttri stöðu eru allir vegfarendur í lífshættu. Tryggjum öryggi allra vegfarenda á Álftanesvegi og Garðaholti Staðan á Álftanesveginum er þannig að það er ekki spurning hvort stórslys verði á Álftanesveginum heldur hvenær og hversu alvarleg þau kunna að vera. Ef ekkert er að gert bætist enn ein breytan við; hve mörg verða þau? Og hvert verður lífstjónið? Ástæðan er lífshættulegar aðstæður fyrir vegfarendur með fjölbreyttri umferð um veginn og samliggjandi göngustíg. Á sumrin bætist svo við hjólreiðafólk sem á engan annan kost en að vera á sjálfum Álftanesveginum þar sem lögbundinn hámarkshraði er 70 km/klst. Verði slys á þeim hraða getur það orðið grafalvarlegt en staðreyndin er sú að hraðinn á þessum vegi er almennt yfir þessum hámörkum. Göngustígurinn sem liggur meðfram veginum er svo ætlaður gangandi vegfarendum þar sem hjólandi umferð er á talsvert meiri hraða. Ef hjólað er á göngustígnum skapar það hættu fyrir gangandi vegfarendur en á sama tíma hættu fyrir hjólandi og akandi ef hjólað er á veginum. Þeir sem aka þennan veg vita hve mikilvægt það er að finna lausn á þessu öryggismáli sem fyrst. Það eru tvær leiðir færar að mati Viðreisnar í Garðabæ. Sú fyrri er að stígurinn sem liggur meðfram Álftanesveginum verði aðlagaður þannig að hann nýtist þeim sem fara hratt um stíginn, t.a.m. vegfarendum á rafhlaupahjólum. Hjólafólk er oft á mikilli ferð og því verður að taka tillit til þess þegar blandað er saman gangandi, hlaupandi og hjólandi vegfarendum. Nauðsynlegt er að aðgreina á stígnum svæði fyrir hjólandi og gangandi. Hin leiðin er að stækka axlirnar meðfram Álftanesveginum til að þær geti borið hjólaumferðina án þess að það skapi hættu. Þá er göngu-, hjóla- og hlaupaleiðin milli Álftaness og Hafnarfjarðar um Garðaholtið einnig vinsæl sökum fegurðar. Til að auka öryggi vegfarenda á stígnum meðfram Álftanesveginum var sett upp samfellt vegrið meðfram veginum. Þrátt fyrir að gert hafi verið lítið gat á einum stað dugar það ekki til og undirlagið er ófullnægjandi. Afleiðingin er sú að hjólandi vegfarendur sem vilja fara upp á Garðaholtið og hjóla afleggjarann út að Hliðsnesi þurfa að halda á hjólunum yfir veghandriðið og yfir Álftanesveginn með tilheyrandi hættu. Nýverið var fjölskylda á mesta umferðartímanum að ferja þrjú börn á hjólum yfir vegriðið og þvert yfir Álftanesveginn. Við sem förum þennan veg vitum að þetta er alls ekkert einsdæmi enda er enginn annar kostur að þvera þennan veg á þessum stað. Þetta er engum boðlegt, öllum ljóst og hreint út sagt lífshættulegar aðstæður. Hringurinn hjólaður Það þykir vinsælt að hjóla hringinn um Álftanesið þegar þangað er komið. Það er heldur ekkert skítið þar sem fegurðin er slík að hún dregur að. Samgöngurnar eru hins vegar síst skárri því þar er mikið ógert fyrir hjólandi vegfarendur. Þar er t.a.m. enginn hjólastígur frá hringtorginu við Bessastaði og allan Norðurnesveginn. Samt er sá vegur hluti af hringnum á Álftanesi og aldrei hefur verið hugað að því að gera samfellu þar fyrir hjólandi vegfarendur. Reiðhjóladekk eru ekki hönnuð fyrir það grófa undirlag eða troðninga sem þar eru og því er hjólað á veginum með tilheyrandi slysahættu fyrir alla vegfarendur. Þetta þarf að laga. Gerum betur - Tryggjum öruggari og umhverfisvænni samgöngur Eftir því sem samgönguinnviðir hafa orðið betri á höfuðborgarsvæðinu hefur orðið mikil aukning í fjölda þeirra sem hjóla til og frá vinnu flesta daga ársins. Það er mikið fagnaðarefni. Brúin sem fljótlega verður byggð frá Kársnesi og yfir að Öskjuhlíðinni mun enn frekar ýta undir þá þróun. Það er því kominn tími til að huga að betri þjónustu við þennan hóp vegfarenda. Við í Viðreisn leggjum áherslur á öruggar, fjölbreyttar og umhverfisvænar samgöngur. Það eru hagsmunir okkar allra að hugað sé vel að skipulagi og framkvæmd þegar kemur að samgöngum og að hagsmunir umhverfisins séu hafðir að leiðaljósi. Við erum sex á lista Viðreisnar sem búum á Álftanesi og við finnum daglega fyrir því sem hefur farið úrskeiðis og hvað þarf að laga. Þetta er svo ofureinfalt. Vöndum til verka og gerum betur.#C þig á kjördag. Árni Björn Kristjánsson, aðstoðarmaður fasteignasala, skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ og íbúi á Álftanesi. Benedikt D Valdez Stefánsson, hugbúnaðarsérfræðingur, skipar 8.sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ og íbúi á Álftanesi Eyþór Eðvarðsson, stjórnendaráðgjafi, skipar 18.sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ og íbúi á Álftanesi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Björn Kristjánsson Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Garðabær Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Álftanes er ein af náttúruperlum höfuðborgarsvæðisins. Svo vinsæl er hún að það er algeng sjón að sjá tugi vegfarenda, jafnvel hundruði, fara um Álftanesveginn og samhliða honum; gangandi, hlaupandi, eða hjólandi. Uppbygging innviða fyrir hjólandi vegfarendur á höfuðborgarsvæðinu er einn af hornsteinum Samgöngusáttmálans sem Garðabær er aðili að ásamt hinu opinbera og nágrannasveitarfélögunum; Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ. Framtíðarsýn Samgöngusáttmálans er skýr og ávinningur sem af honum hlýst ótvíræður, svo sem jákvæð loftslagsáhrif með minni mengun og færri bílum, öflugri almenningssamgöngur og betri heilsa. Fyrir okkur í Garðabæ og sérstaklega á Álftanesi er vert að nefna mjög aðkallandi mál er varða hjólreiðar sem einfaldlega verða að fá forgang bæjaryfirvalda og Vegagerðarinnar, því þetta varðar líf og dauða þeirra sem fara um Álftanesveginn. Það vita allir sem fara þennan veg; gangandi, hjólandi eða akandi. Í óbreyttri stöðu eru allir vegfarendur í lífshættu. Tryggjum öryggi allra vegfarenda á Álftanesvegi og Garðaholti Staðan á Álftanesveginum er þannig að það er ekki spurning hvort stórslys verði á Álftanesveginum heldur hvenær og hversu alvarleg þau kunna að vera. Ef ekkert er að gert bætist enn ein breytan við; hve mörg verða þau? Og hvert verður lífstjónið? Ástæðan er lífshættulegar aðstæður fyrir vegfarendur með fjölbreyttri umferð um veginn og samliggjandi göngustíg. Á sumrin bætist svo við hjólreiðafólk sem á engan annan kost en að vera á sjálfum Álftanesveginum þar sem lögbundinn hámarkshraði er 70 km/klst. Verði slys á þeim hraða getur það orðið grafalvarlegt en staðreyndin er sú að hraðinn á þessum vegi er almennt yfir þessum hámörkum. Göngustígurinn sem liggur meðfram veginum er svo ætlaður gangandi vegfarendum þar sem hjólandi umferð er á talsvert meiri hraða. Ef hjólað er á göngustígnum skapar það hættu fyrir gangandi vegfarendur en á sama tíma hættu fyrir hjólandi og akandi ef hjólað er á veginum. Þeir sem aka þennan veg vita hve mikilvægt það er að finna lausn á þessu öryggismáli sem fyrst. Það eru tvær leiðir færar að mati Viðreisnar í Garðabæ. Sú fyrri er að stígurinn sem liggur meðfram Álftanesveginum verði aðlagaður þannig að hann nýtist þeim sem fara hratt um stíginn, t.a.m. vegfarendum á rafhlaupahjólum. Hjólafólk er oft á mikilli ferð og því verður að taka tillit til þess þegar blandað er saman gangandi, hlaupandi og hjólandi vegfarendum. Nauðsynlegt er að aðgreina á stígnum svæði fyrir hjólandi og gangandi. Hin leiðin er að stækka axlirnar meðfram Álftanesveginum til að þær geti borið hjólaumferðina án þess að það skapi hættu. Þá er göngu-, hjóla- og hlaupaleiðin milli Álftaness og Hafnarfjarðar um Garðaholtið einnig vinsæl sökum fegurðar. Til að auka öryggi vegfarenda á stígnum meðfram Álftanesveginum var sett upp samfellt vegrið meðfram veginum. Þrátt fyrir að gert hafi verið lítið gat á einum stað dugar það ekki til og undirlagið er ófullnægjandi. Afleiðingin er sú að hjólandi vegfarendur sem vilja fara upp á Garðaholtið og hjóla afleggjarann út að Hliðsnesi þurfa að halda á hjólunum yfir veghandriðið og yfir Álftanesveginn með tilheyrandi hættu. Nýverið var fjölskylda á mesta umferðartímanum að ferja þrjú börn á hjólum yfir vegriðið og þvert yfir Álftanesveginn. Við sem förum þennan veg vitum að þetta er alls ekkert einsdæmi enda er enginn annar kostur að þvera þennan veg á þessum stað. Þetta er engum boðlegt, öllum ljóst og hreint út sagt lífshættulegar aðstæður. Hringurinn hjólaður Það þykir vinsælt að hjóla hringinn um Álftanesið þegar þangað er komið. Það er heldur ekkert skítið þar sem fegurðin er slík að hún dregur að. Samgöngurnar eru hins vegar síst skárri því þar er mikið ógert fyrir hjólandi vegfarendur. Þar er t.a.m. enginn hjólastígur frá hringtorginu við Bessastaði og allan Norðurnesveginn. Samt er sá vegur hluti af hringnum á Álftanesi og aldrei hefur verið hugað að því að gera samfellu þar fyrir hjólandi vegfarendur. Reiðhjóladekk eru ekki hönnuð fyrir það grófa undirlag eða troðninga sem þar eru og því er hjólað á veginum með tilheyrandi slysahættu fyrir alla vegfarendur. Þetta þarf að laga. Gerum betur - Tryggjum öruggari og umhverfisvænni samgöngur Eftir því sem samgönguinnviðir hafa orðið betri á höfuðborgarsvæðinu hefur orðið mikil aukning í fjölda þeirra sem hjóla til og frá vinnu flesta daga ársins. Það er mikið fagnaðarefni. Brúin sem fljótlega verður byggð frá Kársnesi og yfir að Öskjuhlíðinni mun enn frekar ýta undir þá þróun. Það er því kominn tími til að huga að betri þjónustu við þennan hóp vegfarenda. Við í Viðreisn leggjum áherslur á öruggar, fjölbreyttar og umhverfisvænar samgöngur. Það eru hagsmunir okkar allra að hugað sé vel að skipulagi og framkvæmd þegar kemur að samgöngum og að hagsmunir umhverfisins séu hafðir að leiðaljósi. Við erum sex á lista Viðreisnar sem búum á Álftanesi og við finnum daglega fyrir því sem hefur farið úrskeiðis og hvað þarf að laga. Þetta er svo ofureinfalt. Vöndum til verka og gerum betur.#C þig á kjördag. Árni Björn Kristjánsson, aðstoðarmaður fasteignasala, skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ og íbúi á Álftanesi. Benedikt D Valdez Stefánsson, hugbúnaðarsérfræðingur, skipar 8.sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ og íbúi á Álftanesi Eyþór Eðvarðsson, stjórnendaráðgjafi, skipar 18.sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ og íbúi á Álftanesi
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun