Blikar fyrsta liðið í sextán ár með fullt hús eftir fimm leiki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2022 11:00 Blikar hafa byrjað mótið frábærlega. Hér fagna þeir einum af fimm sigrum sínum í Bestu deildinni. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik komst í gærkvöldi í sannkallaðan úrvalshóp með átta öðrum liðum sem hafa náð fullkominni fimm leikja byrjun á Íslandsmótinu frá því að liðin fóru að spila heima og að heiman sumarið 1959. Blikar unnu 3-2 sigur á Stjörnunni á Kópavogsvellinum í gær og hafa þar með unnið fimm fyrstu leiki sína í Bestu-deildinni. Markatalan er sextán mörk skoruð gegn aðeins fjórum fengnum á sig. Blikar hafa unnið Keflavík, KR, FH, ÍA og svo Stjörnuna í þessum fyrstu leikjum tímabilsins. Það eru liðin sextán ár síðan lið náði slíkri byrjun í efstu deild og þetta er því metbyrjun hjá Breiðabliki í tólf liða deild. Síðasta lið á undan Blikum til að ná fullkominni fimm leikja byrjun voru FH-ingar sumarið 2006. Það FH-lið endaði á því að meistari sem og FH-liðið árið áður sem vann líka fimm fyrstu leiki sína. Sumarið 2005 vann líka annað lið fimm fyrstu leiki sína en það voru Valsmenn. Þeir eru eina liðið ásamt Keflavíkurliðinu sumarið 1997 sem hafa fengið fimmtán stig af fimmtán mögulegum í fyrstu fimm leikjunum en ekki náð að fylgja því eftir og verða Íslandsmeistarar. KR varð fyrsta liðið til að ná þessu sumarið 1959 en það lið vann alla tíu leiki sína á tímabilinu. Frá 1959 til 1995 bættust þrjú lið í hópinn, Keflavík 1973, Valur 1978 og ÍA 1995 en þau unnu öll Íslandsmeistaratitilinn með sannfærandi hætti. Það er ekki nóg með að Blikar hafi unnið fimm fyrstu leiki þessa tímabils því þeir unnu einnig átta af síðustu níu leikjum sumarsins í fyrra. Þetta eina tap kostaði þá titilinn en Blikar eru nú búnir að vinna þrettán af síðustu fjórtán leikjum sínum í efstu deild. Það er því óhætt að segja að Blikar hafi tekið upp þráðinn frá síðasta hausti og eru nú í góðri stöðu á toppi deildarinnar. Í raun allt annarri stöðu en í fyrrasumar þegar liðið vann bara tvo af fyrstu fimm leikjum sínum og var með átta stigum færra eftir jafnmarga leiki og í ár. Lið með fullt hús eftir fimm leiki (Frá því að tvöföld umferð var tekin upp 1959) Breiðablik 2022 (16-4) ??? FH 2006 (11-3) - Varð Íslandsmeistari FH 2005 (15-2) - Varð Íslandsmeistari Valur 2005 (15-3) - 2. sæti Keflavík 1997 (9-1) - 6. sæti ÍA 1995 (10-1) - Varð Íslandsmeistari Valur 1978 (14-5) - Varð Íslandsmeistari Keflavík 1973 (12-1) - Varð Íslandsmeistari KR 1959 (25-3) - Varð Íslandsmeistari Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Sjá meira
Blikar unnu 3-2 sigur á Stjörnunni á Kópavogsvellinum í gær og hafa þar með unnið fimm fyrstu leiki sína í Bestu-deildinni. Markatalan er sextán mörk skoruð gegn aðeins fjórum fengnum á sig. Blikar hafa unnið Keflavík, KR, FH, ÍA og svo Stjörnuna í þessum fyrstu leikjum tímabilsins. Það eru liðin sextán ár síðan lið náði slíkri byrjun í efstu deild og þetta er því metbyrjun hjá Breiðabliki í tólf liða deild. Síðasta lið á undan Blikum til að ná fullkominni fimm leikja byrjun voru FH-ingar sumarið 2006. Það FH-lið endaði á því að meistari sem og FH-liðið árið áður sem vann líka fimm fyrstu leiki sína. Sumarið 2005 vann líka annað lið fimm fyrstu leiki sína en það voru Valsmenn. Þeir eru eina liðið ásamt Keflavíkurliðinu sumarið 1997 sem hafa fengið fimmtán stig af fimmtán mögulegum í fyrstu fimm leikjunum en ekki náð að fylgja því eftir og verða Íslandsmeistarar. KR varð fyrsta liðið til að ná þessu sumarið 1959 en það lið vann alla tíu leiki sína á tímabilinu. Frá 1959 til 1995 bættust þrjú lið í hópinn, Keflavík 1973, Valur 1978 og ÍA 1995 en þau unnu öll Íslandsmeistaratitilinn með sannfærandi hætti. Það er ekki nóg með að Blikar hafi unnið fimm fyrstu leiki þessa tímabils því þeir unnu einnig átta af síðustu níu leikjum sumarsins í fyrra. Þetta eina tap kostaði þá titilinn en Blikar eru nú búnir að vinna þrettán af síðustu fjórtán leikjum sínum í efstu deild. Það er því óhætt að segja að Blikar hafi tekið upp þráðinn frá síðasta hausti og eru nú í góðri stöðu á toppi deildarinnar. Í raun allt annarri stöðu en í fyrrasumar þegar liðið vann bara tvo af fyrstu fimm leikjum sínum og var með átta stigum færra eftir jafnmarga leiki og í ár. Lið með fullt hús eftir fimm leiki (Frá því að tvöföld umferð var tekin upp 1959) Breiðablik 2022 (16-4) ??? FH 2006 (11-3) - Varð Íslandsmeistari FH 2005 (15-2) - Varð Íslandsmeistari Valur 2005 (15-3) - 2. sæti Keflavík 1997 (9-1) - 6. sæti ÍA 1995 (10-1) - Varð Íslandsmeistari Valur 1978 (14-5) - Varð Íslandsmeistari Keflavík 1973 (12-1) - Varð Íslandsmeistari KR 1959 (25-3) - Varð Íslandsmeistari
Lið með fullt hús eftir fimm leiki (Frá því að tvöföld umferð var tekin upp 1959) Breiðablik 2022 (16-4) ??? FH 2006 (11-3) - Varð Íslandsmeistari FH 2005 (15-2) - Varð Íslandsmeistari Valur 2005 (15-3) - 2. sæti Keflavík 1997 (9-1) - 6. sæti ÍA 1995 (10-1) - Varð Íslandsmeistari Valur 1978 (14-5) - Varð Íslandsmeistari Keflavík 1973 (12-1) - Varð Íslandsmeistari KR 1959 (25-3) - Varð Íslandsmeistari
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Sjá meira