Tíu mánaða skilorð fyrir heimilisofbeldi og fyrir að bíta í læri lögreglumanns Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. maí 2022 13:17 Maðurinn var meðal annars sakfelldur fyrir að skalla lögreglumann tvisvar í andlit og bíta hann tvisvar í lærið. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni, umferðarlagabrot, ofbeldi í nánu sambandi og brot á barnaverndarlögum. Maðurinn er þar að auki sviptur ökurétti í tvö og hálft ár og til að greiða 210 þúsund króna sekt í ríkissjóð. Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Norðurlands eystra 5. maí síðastliðinn. Öll brotin sem maðurinn er dæmdur fyrir voru framin föstudagskvöldið 25. september 2020 en maðurinn var ákærður og sakfelldur í þremur liðum. Fyrir það fyrsta var maðurinn dæmdur fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa tvívegis skallað lögreglumann í andlit og bitið tvívegis í vinstra læri hans, þegar lögreglumaðurinn var við skyldustörf fyrir utan Olís-verslun. Lögreglumaðurinn hlaut fyrir vikið fimm sentímetra mar vinstra megin á nefi, þriggja sentímetra mar á höku, mar á innanverðum kinnum, mar og tvær punktblæðingar á innanverðri neðri vör og tvö línuleg sár á vinstra læri eftir bitin. Þá var maðurinn sakfelldur fyrir að hafa hótað öðrum lögreglumanni lífláti fyrir utan Olís-verslunina og fyrir að hafa hótað þriðja lögreglumanninum tvívegis lífláti á lögreglustöðinni á Akureyri. Maðurinn var auk þess sakfelldur fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið undir áhrifum áfengis að Olís-versluninni. Í blóði mældist vínandamagn 1,75 prómíl. Maðurinn iðrist brotanna og hafi snúið lífinu við Þá var maðurinn sakfelldur fyrir brot í nánu sambandi og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa á heimili sínu veist með ofbeldi að sambýliskonu sinni og barnsmóður, í viðurvist sonar þeirra og stjúpsonar mannsins. Fram kemur í dómi að maðurinn hafi tekið sambýliskonu sína hálstaki, veitt henni ítrekuð högg í höfuð, slegið höfði hennar í vegg og hrint henni. Þessi aðför hafi haft þær afleiðingar að hún hlaut rispur og yfirborðsáverka á hálsi, heilahristing og hrufl á hægri fótlegg. Maðurinn játaði sök fyrir dómi í öllum ákæruliðum. Fram kemur að fyrir dómi hafi maðurinn sýnt iðrun og sagst hafa verið illa áttaður og í miklu uppnámi þetta kvöld vegna álags sem á honum hafi hvílt vegna vinnu fjarri heimili, fjárhagsáhyggja og áfengisneyslu. Hann hafi gert breytingar á lífi sínu í framhaldinu, fjárfest í húsnæði með eiginkonu sinni, brotaþola í málinu, fengið fasta vinnu og ákveðið að láta áfengi alfarið eiga sig. Dómsmál Akureyri Heimilisofbeldi Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Sjá meira
Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Norðurlands eystra 5. maí síðastliðinn. Öll brotin sem maðurinn er dæmdur fyrir voru framin föstudagskvöldið 25. september 2020 en maðurinn var ákærður og sakfelldur í þremur liðum. Fyrir það fyrsta var maðurinn dæmdur fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa tvívegis skallað lögreglumann í andlit og bitið tvívegis í vinstra læri hans, þegar lögreglumaðurinn var við skyldustörf fyrir utan Olís-verslun. Lögreglumaðurinn hlaut fyrir vikið fimm sentímetra mar vinstra megin á nefi, þriggja sentímetra mar á höku, mar á innanverðum kinnum, mar og tvær punktblæðingar á innanverðri neðri vör og tvö línuleg sár á vinstra læri eftir bitin. Þá var maðurinn sakfelldur fyrir að hafa hótað öðrum lögreglumanni lífláti fyrir utan Olís-verslunina og fyrir að hafa hótað þriðja lögreglumanninum tvívegis lífláti á lögreglustöðinni á Akureyri. Maðurinn var auk þess sakfelldur fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið undir áhrifum áfengis að Olís-versluninni. Í blóði mældist vínandamagn 1,75 prómíl. Maðurinn iðrist brotanna og hafi snúið lífinu við Þá var maðurinn sakfelldur fyrir brot í nánu sambandi og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa á heimili sínu veist með ofbeldi að sambýliskonu sinni og barnsmóður, í viðurvist sonar þeirra og stjúpsonar mannsins. Fram kemur í dómi að maðurinn hafi tekið sambýliskonu sína hálstaki, veitt henni ítrekuð högg í höfuð, slegið höfði hennar í vegg og hrint henni. Þessi aðför hafi haft þær afleiðingar að hún hlaut rispur og yfirborðsáverka á hálsi, heilahristing og hrufl á hægri fótlegg. Maðurinn játaði sök fyrir dómi í öllum ákæruliðum. Fram kemur að fyrir dómi hafi maðurinn sýnt iðrun og sagst hafa verið illa áttaður og í miklu uppnámi þetta kvöld vegna álags sem á honum hafi hvílt vegna vinnu fjarri heimili, fjárhagsáhyggja og áfengisneyslu. Hann hafi gert breytingar á lífi sínu í framhaldinu, fjárfest í húsnæði með eiginkonu sinni, brotaþola í málinu, fengið fasta vinnu og ákveðið að láta áfengi alfarið eiga sig.
Dómsmál Akureyri Heimilisofbeldi Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent