Geir Ólafs með óhefðbundin skilaboð til kjósenda Snorri Másson skrifar 12. maí 2022 20:02 Geir Ólafsson, frambjóðandi Miðflokksins, bauð upp á áhrifarík skilaboð til kjósenda í viðtali við fréttastofu í dag. Stöð 2 Fréttastofa fór á stúfana í dag á nokkrar kosningaskrifstofur á höfuðborgarsvæðinu og þar gat að líta allt frá djögglandi frambjóðendum sem í örvæntingu sinni reyna að komast inn í borgarstjórn og til Geirs Ólafssonar, sem sló tóninn með áhrifaríku tóndæmi. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, er í baráttusæti ef marka má kannanir: „Ég er nú bara að hringja til að minna þig á kosningarnar. Ég myndi vel þiggja þitt atkvæði í þetta skiptið, því ég heng nú dálítið tæpt eins og þú veist,“ sagði hann í samtali við mögulegan kjósanda. Sjá má umfjöllun úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í innslaginu hér: Einnig var fjallað um að Píratar, sem þó eru sögulega sigurstranglegir í borginni, hafi kvartað undan óleyfilegum auglýsingum Sjálfstæðisflokksins. Þær voru teknar niður. Á móti kom að sjálfstæðismenn fengu stuðning úr óvæntri átt í morgun: „Setjið X við D“ sagði í auglýsingu Vinstri grænna. Hjá Vinstri grænum var enginn skjálfti vegna þessa - ekkert umtal er illt umtal. Þetta breytir því ekki að sjálfstæðisflokkurinn berst við slæmar kannanir - með nýstárlegum lausnum þó. Frelsisborgarabíllinn var heimsóttur í Valhöll og rifjaðar upp raunir hans; Sjálfstæðisflokkurinn ákvað fyrir skemmstu að endurgreiða börnum sem þeir höfðu verið í óheilbrigðri samkeppni við um veitingasölu við KR heimilið - og svo þurftu þeir frá að hverfa með frelsisborgarana þegar listaháskólanemar vildu ekki sjá þá. Vill ekki sjá Gísla Martein í Kópavogi Geir Ólafsson sá að vísu einnig ástæðu til þess að vekja sérstaka athygli á því kosningaloforði sínu, að takmarka aðgang Gísla Marteins Baldurssonar sjónvarpsmanns að Kópavogi. Geir ertu með eitthvað gott kosningaloforð sem þú vilt koma að? „Já þau eru nokkur en eitt svona aðal, að banna Gísla Marteini að koma til Kópavogs.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Tengdar fréttir Samfylkingin stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu Samfylkingin er stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þar fast á eftir. Meirihluti flokkanna fjögurra sem mynda meirihluta í borgarstjórn heldur. 11. maí 2022 19:02 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, er í baráttusæti ef marka má kannanir: „Ég er nú bara að hringja til að minna þig á kosningarnar. Ég myndi vel þiggja þitt atkvæði í þetta skiptið, því ég heng nú dálítið tæpt eins og þú veist,“ sagði hann í samtali við mögulegan kjósanda. Sjá má umfjöllun úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í innslaginu hér: Einnig var fjallað um að Píratar, sem þó eru sögulega sigurstranglegir í borginni, hafi kvartað undan óleyfilegum auglýsingum Sjálfstæðisflokksins. Þær voru teknar niður. Á móti kom að sjálfstæðismenn fengu stuðning úr óvæntri átt í morgun: „Setjið X við D“ sagði í auglýsingu Vinstri grænna. Hjá Vinstri grænum var enginn skjálfti vegna þessa - ekkert umtal er illt umtal. Þetta breytir því ekki að sjálfstæðisflokkurinn berst við slæmar kannanir - með nýstárlegum lausnum þó. Frelsisborgarabíllinn var heimsóttur í Valhöll og rifjaðar upp raunir hans; Sjálfstæðisflokkurinn ákvað fyrir skemmstu að endurgreiða börnum sem þeir höfðu verið í óheilbrigðri samkeppni við um veitingasölu við KR heimilið - og svo þurftu þeir frá að hverfa með frelsisborgarana þegar listaháskólanemar vildu ekki sjá þá. Vill ekki sjá Gísla Martein í Kópavogi Geir Ólafsson sá að vísu einnig ástæðu til þess að vekja sérstaka athygli á því kosningaloforði sínu, að takmarka aðgang Gísla Marteins Baldurssonar sjónvarpsmanns að Kópavogi. Geir ertu með eitthvað gott kosningaloforð sem þú vilt koma að? „Já þau eru nokkur en eitt svona aðal, að banna Gísla Marteini að koma til Kópavogs.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Tengdar fréttir Samfylkingin stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu Samfylkingin er stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þar fast á eftir. Meirihluti flokkanna fjögurra sem mynda meirihluta í borgarstjórn heldur. 11. maí 2022 19:02 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Samfylkingin stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu Samfylkingin er stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þar fast á eftir. Meirihluti flokkanna fjögurra sem mynda meirihluta í borgarstjórn heldur. 11. maí 2022 19:02