Friðjón Einarsson leiðir lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Friðjón er fæddur og uppalinn á ísafirði en flutti ungur til Reykjavíkur. Hann hefur búið víða um heim og starfað sem skíðakennari og plötusnúður í Noregi, kennari og framkvæmdastjóri í Lúxemborg.
Hann hefur verið framkvæmdastjóri í 25 ár og starfað víða fyrir einkageiranum, sveitarfélög og stofnanir.
Í dag er hann bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og formaður bæjarráðs.
![](https://www.visir.is/i/EBC0B5A73207D42AD7C900D196C7723263388D7CB6D6D9D701F257E15D492BCD_713x0.jpg)
Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?
Ísafjörður.
Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað?
Lognið á það til að fara frekar hratt stundum.
Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið?
Keyra um á mótorhjóli.
Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna?
Of hraður akstur.
Hvað færðu þér á pizzu?
Lauk, skinku,papriku og klettasalat.
Hvaða lag peppar þig mest?
Miss you, Rolling Stones.
Hvað getur þú tekið margar armbeygjur?
30.
Göngutúr eða skokk?
Göngutúr / hjólatúr.
Uppáhalds brandari?
0.
Hvað er þitt draumafríi?
Karabiska hafið.
Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár?
2020.
Uppáhalds tónlistarmaður?
Bob Marley /David Bowie.
Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert?
Dansa ballett á sviði ( kann ekki að dansa).
Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur.
Hugh Grant.
Hefur þú verið í verbúð?
Nei.
Áhrifamesta kvikmyndin?
Kramer vs kramer , Schindlers List.
Áttu eftir að sakna Nágranna?
Nei.
Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara?
Voga á vatnsleysu.
Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla)
No woman no cry.