Við stöndum við bakið á foreldrum Kristófer Már Maronsson skrifar 13. maí 2022 13:00 Fjárhagsáhyggjur eru líklega algengustu áhyggjur verðandi foreldra. Ekki nóg með það að fæðingarorlof er að hámarki 80% af meðallaunum hvors foreldris 18-6 mánuðum fyrir fæðingu, þá eru það eingöngu hærri barnabætur (á næsta ári) sem taka við tekjulausum foreldrum ef ekki fæst leikskóla- eða dagforeldrapláss að loknu fæðingarorlofi. Á sama tíma og tekjur lækka ráðast foreldrar í fjárfestingu í nauðsynlegum öryggisvörum fyrir börn auk þess að rekstrarkostnaður heimilisins eykst til frambúðar. Með aukinni fjárhagslegri streitu aukast líkur á samskiptavandamálum, auknar líkur eru á heimilisofbeldi og skilnuðum auk þess að foreldrar með fjárhagsáhyggjur eru ólíklegri til þess að sinna þörfum barna sinna (Heimild 1). Leikskólapláss að loknu fæðingarorlofi og greitt fyrir eitt barn Í Skagafirði hefur verið unnið statt og stöðugt að því að fjölga leikskólaplássum á kjörtímabilinu og er stefna okkar Sjálfstæðismanna í Skagafirði skýr. Við ætlum að tryggja öllum börnum pláss í leikskóla eða hjá dagforeldri að loknu fæðingarorlofi foreldranna. Hér er ekki bara um fögur fyrirheit að ræða, heldur munum við gera það fjárhagslega hagkvæmt fyrir sveitarfélagið að hafa næg pláss í boði, ef við fáum umboð frá kjósendum til þess. Þannig ætlum við að hækka skattfrjálsar foreldragreiðslur í 250 þúsund krónur á mánuði til þeirra foreldra sem ekki komast til vinnu eftir fæðingarorlof ef sveitarfélagið getur ekki boðið barninu pláss í leikskóla eða hjá dagforeldri. Við ætlum einnig að tryggja fjármagn til þess að lækka kostnað foreldra við menntun barna sinna. Þannig viljum við breyta reglum þannig að foreldrar greiði eingöngu dvalargjald eitt barn óháð því hvort að börnin eru hjá dagforeldri, í leikskóla eða grunnskóla. Mönnun umfram lágmarkskröfur Sama hvernig vinna er unnin, ef álagið í vinnunni er yfirþyrmandi aukast líkur á því að við getum ekki unnið vinnuna á fullnægjandi hátt. Leikskólar eru sérstakir vinnustaðir þar sem að börnin okkar hljóta stuðning og kennslu til þess að leika og læra. Á sama tíma geta foreldrar sinnt sinni vinnu áhyggjulausir vitandi að börnin eru í góðum höndum á leikskólanum. Of mikið álag á leikskólum líkt og öðrum vinnustöðum er líklegt til að hafa áhrif á starfsfólk bæði í leik og starfi, fjölga veikindadögum, minnka starfsánægju og auka starfsmannaveltu. Í verstu tilfellum verða áhrifin slík að starfsfólk hverfur frá í langtímaveikindi eða grípa þarf til þess að takmarka starfsemi leikskóla vegna manneklu með tilheyrandi keðjuverkun í samfélaginu. Sveitarfélagið getur ekki komið með neinar töfralausnir, en getur svo sannarlega lagt sitt af mörkum til að lágmarka líkurnar á fyrrgreindum atburðum. Stefna sjálfstæðismanna í Skagafirði er að tryggja fjármagn til þess að mannað verði umfram lágmarkskröfur á leikskólum. Í eðlilegu árferði verði barngildi á hvern starfsmann þannig lægra en í dag og í undantekningartilvikum þegar upp koma mikil veikindi verður hægt að bregðast við án þess að skerða starfsemi. Áhrifin sem við vonumst til þess að sjá af þessari aðgerð er að starfsánægja eykst, álag á starfsfólk minnkar og þar með ætti veikindadögum að fækka og starfsmannavelta að minnka að öðru óbreyttu. Kjósum betri framtíð fyrir börn og ungt fólk í Skagafirði Þetta er bara hluti þeirra fjölmörgu aðgerða sem við ætlum að láta verða að veruleika á næsta kjörtímabili. Ungt fólk sem hyggur á barneignir í Skagafirði eða flutning í fjörðinn á að geta treyst á stuðning samfélagsins á þessum mikilvægu árum. Við viljum ekki auka við fjárhagsáhyggjur foreldra sem geta haft hræðilegar afleiðingar, fyrir foreldrana og barnið. Þú hefur valið í kosningunum, besta leiðin til þess að tryggja að þessar tillögur okkar verði að veruleika er að gefa okkur skýrt umboð til þess að framkvæma þær að kosningum loknum. Setjum X við D á morgun. Höfundur er hagfræðingur og skipar 15. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skagafjörður Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fjárhagsáhyggjur eru líklega algengustu áhyggjur verðandi foreldra. Ekki nóg með það að fæðingarorlof er að hámarki 80% af meðallaunum hvors foreldris 18-6 mánuðum fyrir fæðingu, þá eru það eingöngu hærri barnabætur (á næsta ári) sem taka við tekjulausum foreldrum ef ekki fæst leikskóla- eða dagforeldrapláss að loknu fæðingarorlofi. Á sama tíma og tekjur lækka ráðast foreldrar í fjárfestingu í nauðsynlegum öryggisvörum fyrir börn auk þess að rekstrarkostnaður heimilisins eykst til frambúðar. Með aukinni fjárhagslegri streitu aukast líkur á samskiptavandamálum, auknar líkur eru á heimilisofbeldi og skilnuðum auk þess að foreldrar með fjárhagsáhyggjur eru ólíklegri til þess að sinna þörfum barna sinna (Heimild 1). Leikskólapláss að loknu fæðingarorlofi og greitt fyrir eitt barn Í Skagafirði hefur verið unnið statt og stöðugt að því að fjölga leikskólaplássum á kjörtímabilinu og er stefna okkar Sjálfstæðismanna í Skagafirði skýr. Við ætlum að tryggja öllum börnum pláss í leikskóla eða hjá dagforeldri að loknu fæðingarorlofi foreldranna. Hér er ekki bara um fögur fyrirheit að ræða, heldur munum við gera það fjárhagslega hagkvæmt fyrir sveitarfélagið að hafa næg pláss í boði, ef við fáum umboð frá kjósendum til þess. Þannig ætlum við að hækka skattfrjálsar foreldragreiðslur í 250 þúsund krónur á mánuði til þeirra foreldra sem ekki komast til vinnu eftir fæðingarorlof ef sveitarfélagið getur ekki boðið barninu pláss í leikskóla eða hjá dagforeldri. Við ætlum einnig að tryggja fjármagn til þess að lækka kostnað foreldra við menntun barna sinna. Þannig viljum við breyta reglum þannig að foreldrar greiði eingöngu dvalargjald eitt barn óháð því hvort að börnin eru hjá dagforeldri, í leikskóla eða grunnskóla. Mönnun umfram lágmarkskröfur Sama hvernig vinna er unnin, ef álagið í vinnunni er yfirþyrmandi aukast líkur á því að við getum ekki unnið vinnuna á fullnægjandi hátt. Leikskólar eru sérstakir vinnustaðir þar sem að börnin okkar hljóta stuðning og kennslu til þess að leika og læra. Á sama tíma geta foreldrar sinnt sinni vinnu áhyggjulausir vitandi að börnin eru í góðum höndum á leikskólanum. Of mikið álag á leikskólum líkt og öðrum vinnustöðum er líklegt til að hafa áhrif á starfsfólk bæði í leik og starfi, fjölga veikindadögum, minnka starfsánægju og auka starfsmannaveltu. Í verstu tilfellum verða áhrifin slík að starfsfólk hverfur frá í langtímaveikindi eða grípa þarf til þess að takmarka starfsemi leikskóla vegna manneklu með tilheyrandi keðjuverkun í samfélaginu. Sveitarfélagið getur ekki komið með neinar töfralausnir, en getur svo sannarlega lagt sitt af mörkum til að lágmarka líkurnar á fyrrgreindum atburðum. Stefna sjálfstæðismanna í Skagafirði er að tryggja fjármagn til þess að mannað verði umfram lágmarkskröfur á leikskólum. Í eðlilegu árferði verði barngildi á hvern starfsmann þannig lægra en í dag og í undantekningartilvikum þegar upp koma mikil veikindi verður hægt að bregðast við án þess að skerða starfsemi. Áhrifin sem við vonumst til þess að sjá af þessari aðgerð er að starfsánægja eykst, álag á starfsfólk minnkar og þar með ætti veikindadögum að fækka og starfsmannavelta að minnka að öðru óbreyttu. Kjósum betri framtíð fyrir börn og ungt fólk í Skagafirði Þetta er bara hluti þeirra fjölmörgu aðgerða sem við ætlum að láta verða að veruleika á næsta kjörtímabili. Ungt fólk sem hyggur á barneignir í Skagafirði eða flutning í fjörðinn á að geta treyst á stuðning samfélagsins á þessum mikilvægu árum. Við viljum ekki auka við fjárhagsáhyggjur foreldra sem geta haft hræðilegar afleiðingar, fyrir foreldrana og barnið. Þú hefur valið í kosningunum, besta leiðin til þess að tryggja að þessar tillögur okkar verði að veruleika er að gefa okkur skýrt umboð til þess að framkvæma þær að kosningum loknum. Setjum X við D á morgun. Höfundur er hagfræðingur og skipar 15. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar