Fullur stuðningur við aðild Finna og Svía Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. maí 2022 13:16 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segist vonast eftir að friður náist sem fyrst. Innrás Rússa hófst í febrúar og sér ekki fyrir endann á. vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra býður Finna og Svía velkomna í Atlantshafsbandalagið. Finnar eru komnir lengra í ferlinu og ljóst að þeir muni leggja fram umsókn. „Ísland mun styðja það. Í mínum huga er alveg ljóst að þetta er þeirra sjálfsákvörðunarréttur og ég skil mjög vel þau sjónarmið. Það er ríkur vilji því þau finna fyrir raunverulegri ógn. Þetta mun auka öryggi á svæðinu og getu Atlantshafsbandalagsins til að verjast enda er það varnarbandalag,“ segir Þórdís Kolbrún. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur verið afdráttarlaus í afstöðu sinni hvað varðar NATO. Hann hefur varað Finna og Svía við inngöngu. „Rússlandi stendur engin ógn af Atlantshafsbandalaginu sem er varnarbandalag. Ákvarðarnir annarra ríkja og þeirra sjálfsákvörðunarréttur, sem þau hafa fullan rétt á að taka, er ekki málefni sem að Rússar eiga að hafa sérstaka skoðun á og hvað þá að brjóta alþjóðalög og ráðast inn í lönd vegna slíkra ákvarðana. En Rússar vinna ekki alltaf þannig. En það skýrir líka að miklu leyti þessa breyttu sýn, upplifun, skoðun og ákvörðun, Finna í þessu tilfelli og líklega Svía í kjölfarið.“ Ráðherra segir allt eðlilegt friðelskandi fólk eðli máls samkvæmt vonast eftir að friður náist. „Ég skil vel ef úkraínska þjóðin er ekki tilbúin að afsala sér hluta af sínu landi og telji einhvern veginn að þar með sé málinu lokið. Því miður sjáum við ekki skýr merki um að þetta sé að lagast. Því gerum við allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa fullvalda sjálfstæðri þjóð að verjast ríki sem er að brjóta alþjóðlög og fremja mikil voðaverk í þeirra landi.“ Engin leið sé að rýna í þróun mála næstu daga, vikur, mánuði eða ár. „Þetta er algjörlega ömurlegt enn þá. Það eru engin skýr merki um að þetta sé að fara að lagast. Áhrifin svo augljós á fæðuöryggi og öryggisógn annarra ríkja líka, sem segja það fullum fetum, og vita, að ef Úkraína tapar - hvað gerist þá? Hvaða ríki eru þá? Hvar sem þau síðan eru. Því miður erum við ekki að sjá fyrir endann á þessu og því skiptir miklu máli að taka réttar ákvarðanir.“ Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál NATO Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Sjá meira
„Ísland mun styðja það. Í mínum huga er alveg ljóst að þetta er þeirra sjálfsákvörðunarréttur og ég skil mjög vel þau sjónarmið. Það er ríkur vilji því þau finna fyrir raunverulegri ógn. Þetta mun auka öryggi á svæðinu og getu Atlantshafsbandalagsins til að verjast enda er það varnarbandalag,“ segir Þórdís Kolbrún. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur verið afdráttarlaus í afstöðu sinni hvað varðar NATO. Hann hefur varað Finna og Svía við inngöngu. „Rússlandi stendur engin ógn af Atlantshafsbandalaginu sem er varnarbandalag. Ákvarðarnir annarra ríkja og þeirra sjálfsákvörðunarréttur, sem þau hafa fullan rétt á að taka, er ekki málefni sem að Rússar eiga að hafa sérstaka skoðun á og hvað þá að brjóta alþjóðalög og ráðast inn í lönd vegna slíkra ákvarðana. En Rússar vinna ekki alltaf þannig. En það skýrir líka að miklu leyti þessa breyttu sýn, upplifun, skoðun og ákvörðun, Finna í þessu tilfelli og líklega Svía í kjölfarið.“ Ráðherra segir allt eðlilegt friðelskandi fólk eðli máls samkvæmt vonast eftir að friður náist. „Ég skil vel ef úkraínska þjóðin er ekki tilbúin að afsala sér hluta af sínu landi og telji einhvern veginn að þar með sé málinu lokið. Því miður sjáum við ekki skýr merki um að þetta sé að lagast. Því gerum við allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa fullvalda sjálfstæðri þjóð að verjast ríki sem er að brjóta alþjóðlög og fremja mikil voðaverk í þeirra landi.“ Engin leið sé að rýna í þróun mála næstu daga, vikur, mánuði eða ár. „Þetta er algjörlega ömurlegt enn þá. Það eru engin skýr merki um að þetta sé að fara að lagast. Áhrifin svo augljós á fæðuöryggi og öryggisógn annarra ríkja líka, sem segja það fullum fetum, og vita, að ef Úkraína tapar - hvað gerist þá? Hvaða ríki eru þá? Hvar sem þau síðan eru. Því miður erum við ekki að sjá fyrir endann á þessu og því skiptir miklu máli að taka réttar ákvarðanir.“
Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál NATO Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Sjá meira