Fjárfestum í framtíðinni Helga Dís Jakobsdóttir skrifar 13. maí 2022 15:00 Rödd unga fólksins var stofnuð fyrir rúmum fjórum árum og bauð fram í bæjarstjórnarkosningum í Grindavíkurbæ. Flokkurinn fékk rúm 19% atkvæða og var þar með næststærsta stjórnmálaaflið í bæjarfélaginu. Síðasta kjörtímabil var vissulega viðburðaríkt enda ekki margar bæjarstjórnir sem hafa þurft að takast á við bæði heimsfaraldur og eldgos. Framundan er nýtt kjörtímabil og stefnir Rödd unga fólksins á aukið fylgi og að komast í meirihluta. Við hjá Rödd unga fólksins erum tilbúin til að leggja okkar að mörkum. Von okkar er að íbúar séu reiðubúnir til að ganga inn í kjörklefann með opnum hug. Okkur finnst það vera lýðræðislegt þroskamerki þegar fólk er reiðubúið að kjósa aðra flokka en það kaus í seinustu kosningum. Það benda til þess að fólk kjósi eftir að hafa tekið raunverulega afstöðu til flokkana og fólksins sem í þeim starfa að hverju sinni. Rödd unga fólksins telur mikilvægt að fá breiða skírskotun í ákvarðanatöku og telur það veita aðhald. Rödd unga fólksins er sterk og fjölbreytt liðsheild. Ekkert sæti á okkar lista er merkilegra en eitthvað annað og hver hlekkur í keðjunni skiptir máli. Okkar bakland eru bæjarbúar Grindavíkur. Við viljum starfa í þeirra þágu og þeim til heilla. Ég er stolt af því að tilheyra svona samheldni og samstíga liðsheild eins og Rödd unga fólksins er. Mikil sjálfboðavinna liggur á bak við framboðið og allir hafa lagt á sig mikla vinnu undanfarið. Bæjarbúar Grindvíkur væru lánsamir að hafa þetta unga og kraftmikla fólk til starfa hjá sér. Við erum ekki að hugsa næstu fjögur ár í tímann. Við horfum inn í framtíðina. Við erum framtíðin og við viljum fjárfesta í henni. Höfundur er þjónustu- og upplifunarstjóri Nettó og oddviti Raddar unga fólksins í Grindavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Rödd unga fólksins var stofnuð fyrir rúmum fjórum árum og bauð fram í bæjarstjórnarkosningum í Grindavíkurbæ. Flokkurinn fékk rúm 19% atkvæða og var þar með næststærsta stjórnmálaaflið í bæjarfélaginu. Síðasta kjörtímabil var vissulega viðburðaríkt enda ekki margar bæjarstjórnir sem hafa þurft að takast á við bæði heimsfaraldur og eldgos. Framundan er nýtt kjörtímabil og stefnir Rödd unga fólksins á aukið fylgi og að komast í meirihluta. Við hjá Rödd unga fólksins erum tilbúin til að leggja okkar að mörkum. Von okkar er að íbúar séu reiðubúnir til að ganga inn í kjörklefann með opnum hug. Okkur finnst það vera lýðræðislegt þroskamerki þegar fólk er reiðubúið að kjósa aðra flokka en það kaus í seinustu kosningum. Það benda til þess að fólk kjósi eftir að hafa tekið raunverulega afstöðu til flokkana og fólksins sem í þeim starfa að hverju sinni. Rödd unga fólksins telur mikilvægt að fá breiða skírskotun í ákvarðanatöku og telur það veita aðhald. Rödd unga fólksins er sterk og fjölbreytt liðsheild. Ekkert sæti á okkar lista er merkilegra en eitthvað annað og hver hlekkur í keðjunni skiptir máli. Okkar bakland eru bæjarbúar Grindavíkur. Við viljum starfa í þeirra þágu og þeim til heilla. Ég er stolt af því að tilheyra svona samheldni og samstíga liðsheild eins og Rödd unga fólksins er. Mikil sjálfboðavinna liggur á bak við framboðið og allir hafa lagt á sig mikla vinnu undanfarið. Bæjarbúar Grindvíkur væru lánsamir að hafa þetta unga og kraftmikla fólk til starfa hjá sér. Við erum ekki að hugsa næstu fjögur ár í tímann. Við horfum inn í framtíðina. Við erum framtíðin og við viljum fjárfesta í henni. Höfundur er þjónustu- og upplifunarstjóri Nettó og oddviti Raddar unga fólksins í Grindavík.
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar