Baksýnisspegilinn eða framrúðan? Jón Ragnar Gunnarsson skrifar 13. maí 2022 14:40 Sveitastjórnakosningar snúast ekki um pissukeppni oddvita stærstu flokkanna í beinni útsendingu. Kosningarnar snúast nú sem aldrei fyrr um fólkið sem við kjósendur trúum og treystum til verka, frambjóðendurnar sem eru á bak við tjöldin, skipa ekki efsta sætið, heldur næstu sætin á eftir, einstaklinganna sem koma til með að leiða nefndarstörf og skipulagsmál Hafnarfjarðar. Hvar viljum við standa og hvert viljum við stefna? Bæjarútgerðin, HS veitur… hvað á ég að segja? Þetta er allt búið og gert en ætlum við endalaust að vera orðhöggvast yfir því sem þegar hefur gerst. Tölum frekar um það sem framundan er. Unga fólkið okkar hefur engan áhuga á fortíðinni, þau hugsa um framtíðina, umhverfismálin, mengun, íþrótta- og tímstundastarf, endurnýtingu, sjálfbærni, fjölmenningasamfélög, frið, jafnrétti allra og svo mætti lengi telja. Hér á fókusinn að vera. Hvað verðum um atkvæðin ykkar? Hafnarfjörður er í þeirri einstöku aðstöðu að geta orðið leiðandi sveitafélag meðal þeirra stærstu í þessum málaflokkum og til þess að vinna þessum málaflokkum meira brautargengi ættum við íbúar Hafnarfjarðar alvarlega að leiða hugann að Bæjarlistanum XL sem er eina óháða framboðið í Hafnarfirði. Hvert einasta atkvæði sem skilar sér ekki í kjörkassana á laugardag er lóð á vogarskálarnar hjá stærstu flokkunum, tölfræðireglan í sætaskipan eftir kosningar er svo brengluð að ef minni flokkarnir ná ekki tilskyldu hlutfalli atkvæða í kosningunni færist það sæti (sem næstum vannst) til til stærstu flokkanna. Meirihluti = enginn raunverulegur meirihluti Til gamans má nefna að baki þeim 6 sætum sem núverandi meirihluti skipar í Hafnarfirði eru ekki nema 41,7 % atkvæða sem skýrist af þeirri brengluðu tölfræðireglu sem ég nefndi hér að ofan. Núverandi meirihluti er í raun ekki með neinn meirihluta kjósenda, sætin röðuðust bara á þennan hátt út frá brenglaðri tölfræðireglu. Við viljum að meirihluti kjósenda nái sínu fólki að, en til þess að svo megi verða þurfið þið að kjósa. Kosningahlutfall í síðustu kostningum var með minnsta móti. Hugsum stórt og Setjum X við L. Höfundur skipar 7.sæti á lista Bæjarlistans í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sveitastjórnakosningar snúast ekki um pissukeppni oddvita stærstu flokkanna í beinni útsendingu. Kosningarnar snúast nú sem aldrei fyrr um fólkið sem við kjósendur trúum og treystum til verka, frambjóðendurnar sem eru á bak við tjöldin, skipa ekki efsta sætið, heldur næstu sætin á eftir, einstaklinganna sem koma til með að leiða nefndarstörf og skipulagsmál Hafnarfjarðar. Hvar viljum við standa og hvert viljum við stefna? Bæjarútgerðin, HS veitur… hvað á ég að segja? Þetta er allt búið og gert en ætlum við endalaust að vera orðhöggvast yfir því sem þegar hefur gerst. Tölum frekar um það sem framundan er. Unga fólkið okkar hefur engan áhuga á fortíðinni, þau hugsa um framtíðina, umhverfismálin, mengun, íþrótta- og tímstundastarf, endurnýtingu, sjálfbærni, fjölmenningasamfélög, frið, jafnrétti allra og svo mætti lengi telja. Hér á fókusinn að vera. Hvað verðum um atkvæðin ykkar? Hafnarfjörður er í þeirri einstöku aðstöðu að geta orðið leiðandi sveitafélag meðal þeirra stærstu í þessum málaflokkum og til þess að vinna þessum málaflokkum meira brautargengi ættum við íbúar Hafnarfjarðar alvarlega að leiða hugann að Bæjarlistanum XL sem er eina óháða framboðið í Hafnarfirði. Hvert einasta atkvæði sem skilar sér ekki í kjörkassana á laugardag er lóð á vogarskálarnar hjá stærstu flokkunum, tölfræðireglan í sætaskipan eftir kosningar er svo brengluð að ef minni flokkarnir ná ekki tilskyldu hlutfalli atkvæða í kosningunni færist það sæti (sem næstum vannst) til til stærstu flokkanna. Meirihluti = enginn raunverulegur meirihluti Til gamans má nefna að baki þeim 6 sætum sem núverandi meirihluti skipar í Hafnarfirði eru ekki nema 41,7 % atkvæða sem skýrist af þeirri brengluðu tölfræðireglu sem ég nefndi hér að ofan. Núverandi meirihluti er í raun ekki með neinn meirihluta kjósenda, sætin röðuðust bara á þennan hátt út frá brenglaðri tölfræðireglu. Við viljum að meirihluti kjósenda nái sínu fólki að, en til þess að svo megi verða þurfið þið að kjósa. Kosningahlutfall í síðustu kostningum var með minnsta móti. Hugsum stórt og Setjum X við L. Höfundur skipar 7.sæti á lista Bæjarlistans í Hafnarfirði.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun