Náttúran er líka menningarlandslag Pétur Heimisson, Hulda Sigurdís Þráinsdóttir og Rannveig Þórhallsdóttir skrifa 13. maí 2022 18:30 Það eru tímamót á jörðinni, líka í Múlaþingi. Staðfest er að mengun af mannavöldum orsakar loftslagsvá og þeirrar þekkingar á náttúran að njóta. Alla síðastliðna öld höfum við gengið nær og nær náttúrunni og gerum enn. Hér á landi eigum við hlutfallslega mikið af lítt eða ekki snortnu landi. Sjálfstæður tilveruréttur náttúru óháð þörfum mennskra íbúa jarðarinnar eru rök fyrir því að ganga ekki á slíkt land. Hagvöxtur kallar á það sama, en ferðaþjónusta aflaði meiri gjaldeyris síðustu árin fyrir Covid en nokkur önnur atvinnugrein. Að baki þeim tekjum eru ekki síst óskir ferðafólks um að upplifa heilbrigða náttúru og menningarlandslag. Atlaga að umhverfi, menningu og minjum Umhverfi, bæði náttúrulegt og manngert hefur mikil áhrif á líðan fólks. Saga lands og þjóðar er stór hluti þjóðarsálar. Söguna lesum við af skráðum heimildum, en líka af alls kyns menningarminjum sem felast í (forn)leifum. Dæmi eru tóftarbrot, kofatildur, vörður, örnefni o.fl. Í aðdraganda Kárahnjúkavirkjunar skráðu fornleifafræðingar margar slíkar minjar á svæði sem síðan var sökkt undir vatn til að hverfa endanlega og verða hluti af Hálslónsbotni. Sagt var að aldrei yrði gengið frekar á náttúru Austurlands með virkjunum. Það er nú gleymt og hart sótt að víðernum og vatnasviði svokallaðra Hrauna, þeim hluta sem Kárahnjúkaævintýrið seildist inn á og hæst ber þar áform um Geitdalsvirkjun og Hamarsvirkjun. Sú fyrri dulbúin rangnefninu „smávirkjun“ þó framkvæmdin muni valda miklu umhverfisraski. Um mikið stærri Hamarsvirkjun er að mestu þagað enn, þó talin sé hætta á hörðum samfélagsdeilum um hana. Mörg gefa sér að þörf sé á þessum virkjunum, en spyrja ekki til hvers þurfi orkuna né hvenær og trúa því að orkuskiptin kalli á og réttlæti að virkja allt vatn sem rennur og það strax. Að friða eða fórna? Hraunavíðerni eru hluti þess mikla lands sem íslenskir bændur hafa nýtt og gætt í aldir. Þau eru úr alfaraleið, vettvangur löngu liðinna svaðilfara, harma, heppni, endurfunda og þess að fátt segir af einum. Þessi saga er að hluta skráð á letur og að hluta í landið sjálft eins og áður sagði. Náttúra Múlaþings er undirstaða og umgjörð samfélagsins sem við byggjum og hana eigum við að umgangast af virðingu og tilfinningum, fremur en gróðavon. Gróðanum er líka oft(ast) ætlað að rata í vasa fárra. Hófstillt nýting náttúruauðlinda og umhverfisvernd er mannúðarstefna sem stuðlar að aukinni velsæld og lýðheilsu til framtíðar. Náttúra á Íslandi er líka menningarlandslag; hún er ekki bara leiktjald sögunnar heldur hluti af menningarsögu okkar. Að fara vel með náttúru og auðlindir hennar jafngildir því að hlúa að menningu okkar og sögu. VG í Múlaþingi vill standa vörð um víðerni sveitarfélagsins. Höfundar eru Pétur Heimisson læknir sem skipar 3. sæti á lista VG í Múlaþingi, Hulda Sigurdís Þráinsdóttir þjóðfræðingur sem skipar 6. sæti á lista VG í Múlaþingi, og Rannveig Þórhallsdóttir fornleifafræðingur sem skipar 9. sæti á lista VG í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Múlaþing Umhverfismál Pétur Heimisson Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru tímamót á jörðinni, líka í Múlaþingi. Staðfest er að mengun af mannavöldum orsakar loftslagsvá og þeirrar þekkingar á náttúran að njóta. Alla síðastliðna öld höfum við gengið nær og nær náttúrunni og gerum enn. Hér á landi eigum við hlutfallslega mikið af lítt eða ekki snortnu landi. Sjálfstæður tilveruréttur náttúru óháð þörfum mennskra íbúa jarðarinnar eru rök fyrir því að ganga ekki á slíkt land. Hagvöxtur kallar á það sama, en ferðaþjónusta aflaði meiri gjaldeyris síðustu árin fyrir Covid en nokkur önnur atvinnugrein. Að baki þeim tekjum eru ekki síst óskir ferðafólks um að upplifa heilbrigða náttúru og menningarlandslag. Atlaga að umhverfi, menningu og minjum Umhverfi, bæði náttúrulegt og manngert hefur mikil áhrif á líðan fólks. Saga lands og þjóðar er stór hluti þjóðarsálar. Söguna lesum við af skráðum heimildum, en líka af alls kyns menningarminjum sem felast í (forn)leifum. Dæmi eru tóftarbrot, kofatildur, vörður, örnefni o.fl. Í aðdraganda Kárahnjúkavirkjunar skráðu fornleifafræðingar margar slíkar minjar á svæði sem síðan var sökkt undir vatn til að hverfa endanlega og verða hluti af Hálslónsbotni. Sagt var að aldrei yrði gengið frekar á náttúru Austurlands með virkjunum. Það er nú gleymt og hart sótt að víðernum og vatnasviði svokallaðra Hrauna, þeim hluta sem Kárahnjúkaævintýrið seildist inn á og hæst ber þar áform um Geitdalsvirkjun og Hamarsvirkjun. Sú fyrri dulbúin rangnefninu „smávirkjun“ þó framkvæmdin muni valda miklu umhverfisraski. Um mikið stærri Hamarsvirkjun er að mestu þagað enn, þó talin sé hætta á hörðum samfélagsdeilum um hana. Mörg gefa sér að þörf sé á þessum virkjunum, en spyrja ekki til hvers þurfi orkuna né hvenær og trúa því að orkuskiptin kalli á og réttlæti að virkja allt vatn sem rennur og það strax. Að friða eða fórna? Hraunavíðerni eru hluti þess mikla lands sem íslenskir bændur hafa nýtt og gætt í aldir. Þau eru úr alfaraleið, vettvangur löngu liðinna svaðilfara, harma, heppni, endurfunda og þess að fátt segir af einum. Þessi saga er að hluta skráð á letur og að hluta í landið sjálft eins og áður sagði. Náttúra Múlaþings er undirstaða og umgjörð samfélagsins sem við byggjum og hana eigum við að umgangast af virðingu og tilfinningum, fremur en gróðavon. Gróðanum er líka oft(ast) ætlað að rata í vasa fárra. Hófstillt nýting náttúruauðlinda og umhverfisvernd er mannúðarstefna sem stuðlar að aukinni velsæld og lýðheilsu til framtíðar. Náttúra á Íslandi er líka menningarlandslag; hún er ekki bara leiktjald sögunnar heldur hluti af menningarsögu okkar. Að fara vel með náttúru og auðlindir hennar jafngildir því að hlúa að menningu okkar og sögu. VG í Múlaþingi vill standa vörð um víðerni sveitarfélagsins. Höfundar eru Pétur Heimisson læknir sem skipar 3. sæti á lista VG í Múlaþingi, Hulda Sigurdís Þráinsdóttir þjóðfræðingur sem skipar 6. sæti á lista VG í Múlaþingi, og Rannveig Þórhallsdóttir fornleifafræðingur sem skipar 9. sæti á lista VG í Múlaþingi.
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar