Rússar framlengja gæsluvarðhald hinnar bandarísku Griner Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. maí 2022 23:00 Griner hefur verið í gæsluvarðhaldi í Rússlandi í um þrjá mánuði. Getty/Mike Mattina Rússneskur dómstóll framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir bandarísku körfuboltakonunni Brittney Griner um heilan mánuð. Griner hefur verið í haldi lögreglu í Rússlandi síðan í febrúar. Griner hefur unnið til tveggja gullverðlauna á Ólympíuleikunum og er sögð ein besta körfuboltakona heims. Hún spilar fyrir rússneska körfuknattleiksliðið UMMC Yekaterinbug í Eurolegue og hefur gert það síðan 2014 þá mánuði árs sem bandaríska WNBA-deildin er í fríi. Hún var handtekin á Sheremetyevo flugvellinum í Moskvu í febrúar og er henni gert það að sök að hafa verið með hassolíu í farangri sínum á flugvellinum, sem notuð er til rafrettureykinga. Griner verður að öllum líkindum ákærð fyrir fíkniefnasmygl og á yfir höfði sér fimm til tíu ára fangelsi verði hún dæmd sek. Bandarísk yfirvöld segja að varðhaldið yfir Griner, sem er 31 árs gömul, sé ólögmætt og hafa bandarísk stjórnvöld útnefnt diplómata til þess að vinna að því að henni verði sleppt. Ræðismaður Bandaríkjanna í Moskvu mætti í dómsal í dag og ræddi við Griner, samkvæmt frétt Reuters. „Hann gat staðfest það að Brittney Griner líður eins vel og hægt er að líða undir þessum kringumstæðum, sem aðeins er hægt að lýsa sem einstaklega erfiðum,“ sagði Ned Price, talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna í tilkynningu í dag. Margir telja handtöku Griner pólitíska og Rússar muni nýta sér handsömun hennar í pólitískumm tilgangi gegn yfirvöldum í Washington vegna innrásarinnar í Úkraínu. Það ber einnig að taka fram að Griner er samkynhneigð, sem getur reynst mjög hættulegt í Rússlandi. Enn hafa pólitísk samskipti milli Bandaríkjanna og Rússlands ekki verið rofin þrátt fyrir mjög köld samskipti þar á milli frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu 24. febrúar síðastliðinn. Þá hafa ríkin tvö skipst á föngum síðan þá, síðast fyrir mánuði, þegar bandaríski sjóhermaðurinn Trevor Reed sneri aftur heim úr fangelsi í Rússlandi, þar sem hann afplánaði níu ára dóm fyrir líkamsárás. Reed var skilað til Bandaríkjanna í skiptum fyrir rússneska flugmanninnn Konstantin Yaroshenko, sem afplánaði tuttugu ára dóm í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl. Bandaríski sjóhermaðurinn Paul Whelan er enn í fangelsi í Rússlandi, en hann var dæmdur í sextán ára fangelsi árið 2020 fyrir njósnir. Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu NBA Mál Brittney Griner Tengdar fréttir Gæsluvarðhald yfir bandarískri körfuboltastjörnu í Rússlandi framlengt Dómstóll í Moskvu hefur framlengt gæsluvarðhald yfir bandarísku körfuboltastjörnunni Brittney Griner þar til 19. mars næstkomandi. Griner var handtekin fyrir mánuði síðan á flugvelli í Rússlandi og ekkert til hennar sést eða frá henni heyrst síðan. 17. mars 2022 13:55 Enginn veit hvar ein besta körfuboltakona heims er niðurkomin Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner var handtekin á flugvelli í Rússlandi fyrir mánuði síðan. Síðan veit enginn hvað varð um hana. 17. mars 2022 12:01 Stórstjarnan Brittney Griner handtekin á flugvelli í Rússlandi Brittney Griner, tvöfaldur Ólympíumeistari í körfubolta og sjöfaldur þátttakandi í stjörnuleik WNBA-deildarinnar, hefur verið handtekin á flugvelli í Rússlandi eftir að í ljós að kom það var hassolía í rafrettu hennar. Hún gæti átt yfir höfði sér 5 til 10 ára fangelsi. 6. mars 2022 11:35 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Stjarnan | Grannaslagur í bikarnum Í beinni: Ármann - Hamar/Þór | Spennandi bikarslagur í Höllinni Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark Sjá meira
Griner hefur unnið til tveggja gullverðlauna á Ólympíuleikunum og er sögð ein besta körfuboltakona heims. Hún spilar fyrir rússneska körfuknattleiksliðið UMMC Yekaterinbug í Eurolegue og hefur gert það síðan 2014 þá mánuði árs sem bandaríska WNBA-deildin er í fríi. Hún var handtekin á Sheremetyevo flugvellinum í Moskvu í febrúar og er henni gert það að sök að hafa verið með hassolíu í farangri sínum á flugvellinum, sem notuð er til rafrettureykinga. Griner verður að öllum líkindum ákærð fyrir fíkniefnasmygl og á yfir höfði sér fimm til tíu ára fangelsi verði hún dæmd sek. Bandarísk yfirvöld segja að varðhaldið yfir Griner, sem er 31 árs gömul, sé ólögmætt og hafa bandarísk stjórnvöld útnefnt diplómata til þess að vinna að því að henni verði sleppt. Ræðismaður Bandaríkjanna í Moskvu mætti í dómsal í dag og ræddi við Griner, samkvæmt frétt Reuters. „Hann gat staðfest það að Brittney Griner líður eins vel og hægt er að líða undir þessum kringumstæðum, sem aðeins er hægt að lýsa sem einstaklega erfiðum,“ sagði Ned Price, talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna í tilkynningu í dag. Margir telja handtöku Griner pólitíska og Rússar muni nýta sér handsömun hennar í pólitískumm tilgangi gegn yfirvöldum í Washington vegna innrásarinnar í Úkraínu. Það ber einnig að taka fram að Griner er samkynhneigð, sem getur reynst mjög hættulegt í Rússlandi. Enn hafa pólitísk samskipti milli Bandaríkjanna og Rússlands ekki verið rofin þrátt fyrir mjög köld samskipti þar á milli frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu 24. febrúar síðastliðinn. Þá hafa ríkin tvö skipst á föngum síðan þá, síðast fyrir mánuði, þegar bandaríski sjóhermaðurinn Trevor Reed sneri aftur heim úr fangelsi í Rússlandi, þar sem hann afplánaði níu ára dóm fyrir líkamsárás. Reed var skilað til Bandaríkjanna í skiptum fyrir rússneska flugmanninnn Konstantin Yaroshenko, sem afplánaði tuttugu ára dóm í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl. Bandaríski sjóhermaðurinn Paul Whelan er enn í fangelsi í Rússlandi, en hann var dæmdur í sextán ára fangelsi árið 2020 fyrir njósnir.
Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu NBA Mál Brittney Griner Tengdar fréttir Gæsluvarðhald yfir bandarískri körfuboltastjörnu í Rússlandi framlengt Dómstóll í Moskvu hefur framlengt gæsluvarðhald yfir bandarísku körfuboltastjörnunni Brittney Griner þar til 19. mars næstkomandi. Griner var handtekin fyrir mánuði síðan á flugvelli í Rússlandi og ekkert til hennar sést eða frá henni heyrst síðan. 17. mars 2022 13:55 Enginn veit hvar ein besta körfuboltakona heims er niðurkomin Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner var handtekin á flugvelli í Rússlandi fyrir mánuði síðan. Síðan veit enginn hvað varð um hana. 17. mars 2022 12:01 Stórstjarnan Brittney Griner handtekin á flugvelli í Rússlandi Brittney Griner, tvöfaldur Ólympíumeistari í körfubolta og sjöfaldur þátttakandi í stjörnuleik WNBA-deildarinnar, hefur verið handtekin á flugvelli í Rússlandi eftir að í ljós að kom það var hassolía í rafrettu hennar. Hún gæti átt yfir höfði sér 5 til 10 ára fangelsi. 6. mars 2022 11:35 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Stjarnan | Grannaslagur í bikarnum Í beinni: Ármann - Hamar/Þór | Spennandi bikarslagur í Höllinni Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark Sjá meira
Gæsluvarðhald yfir bandarískri körfuboltastjörnu í Rússlandi framlengt Dómstóll í Moskvu hefur framlengt gæsluvarðhald yfir bandarísku körfuboltastjörnunni Brittney Griner þar til 19. mars næstkomandi. Griner var handtekin fyrir mánuði síðan á flugvelli í Rússlandi og ekkert til hennar sést eða frá henni heyrst síðan. 17. mars 2022 13:55
Enginn veit hvar ein besta körfuboltakona heims er niðurkomin Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner var handtekin á flugvelli í Rússlandi fyrir mánuði síðan. Síðan veit enginn hvað varð um hana. 17. mars 2022 12:01
Stórstjarnan Brittney Griner handtekin á flugvelli í Rússlandi Brittney Griner, tvöfaldur Ólympíumeistari í körfubolta og sjöfaldur þátttakandi í stjörnuleik WNBA-deildarinnar, hefur verið handtekin á flugvelli í Rússlandi eftir að í ljós að kom það var hassolía í rafrettu hennar. Hún gæti átt yfir höfði sér 5 til 10 ára fangelsi. 6. mars 2022 11:35