Reykjavík á réttri leið Dagur B. Eggertsson skrifar 14. maí 2022 13:01 Um hvað er kosið? Reykjavík er í örum vexti sem skapar ótal spennandi verkefni og brýn viðfangsefni. Við þurfum að tryggja græna borgarþróun og að samfélagið skapi öllum borgarbúum jöfn tækifæri. Framundan eru brýn verkefni en í mínum huga er það ótvírætt að Reykjavík er á réttri leið. Fjárfest fyrir börn Á undanförnum árum hefur borgin fjárfest í því sem skiptir máli í Reykjavík. Við höfum sett mikið fjármagn í leik- og grunnskólana okkar, íþróttamannvirki, húsnæðismál og búsetukjarna fyrir fatlað fólk. Við höfum lagt áherslu á meiri velferð þannig að engin sé skilin eftir – og við viljum borg þar sem gott er að eldast. Öruggt húsnæði Fimm þúsund Reykjavíkingar hafa fengið öruggt húsaskjól á vegum óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga undanfarin ár. Biðlistar eftir félagslegu húsnæði hafa minnkað um helming. Þessari uppbyggingu þarf að halda áfram og önnur sveitarfélög þurfa að fylgja með. Þannig sköpum við heilbrigðari húsnæðismarkað. Það hafa aldrei byggst eins margar íbúðir í sögu Reykjavíkur og á undanförnum fjórum árum og nú eru tilbúnar vel staðsettar lóðir til að tvöfalda uppbygginguna á næstu árum. Dreifing byggðar væri tafsamari og dýrari. Allt er loftslagsmál Með þéttingu byggðar erum við að nýta innviðina betur, bæta þjónustu og skapa skemmtilegri og betri borg. Við erum líka að bæta umferðarmálin, umhverfið og loftslagið. Við höfum lagt hjólastíga út um allt og ætlum að gera meira af því. Á næsta kjörtímabili mun Borgarlínan komast til framkvæmda og Miklabraut fer í stokk – ef núverandi stefna heldur áfram. Annars verður stóra stopp og umferðin, umhverfið og loftslagsmálin líða fyrir. Kæri kjósandi. Samfylkingin er öflugt og jákvætt umbreytingarafl sem vill græna borg og jöfnuð. Til þess þarf skýra framtíðarsýn og útsjónarsemi en líka úthald, festu og seiglu. Ég bið um þinn stuðning og skýrt umboð til að halda áfram. Höfundur er borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Um hvað er kosið? Reykjavík er í örum vexti sem skapar ótal spennandi verkefni og brýn viðfangsefni. Við þurfum að tryggja græna borgarþróun og að samfélagið skapi öllum borgarbúum jöfn tækifæri. Framundan eru brýn verkefni en í mínum huga er það ótvírætt að Reykjavík er á réttri leið. Fjárfest fyrir börn Á undanförnum árum hefur borgin fjárfest í því sem skiptir máli í Reykjavík. Við höfum sett mikið fjármagn í leik- og grunnskólana okkar, íþróttamannvirki, húsnæðismál og búsetukjarna fyrir fatlað fólk. Við höfum lagt áherslu á meiri velferð þannig að engin sé skilin eftir – og við viljum borg þar sem gott er að eldast. Öruggt húsnæði Fimm þúsund Reykjavíkingar hafa fengið öruggt húsaskjól á vegum óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga undanfarin ár. Biðlistar eftir félagslegu húsnæði hafa minnkað um helming. Þessari uppbyggingu þarf að halda áfram og önnur sveitarfélög þurfa að fylgja með. Þannig sköpum við heilbrigðari húsnæðismarkað. Það hafa aldrei byggst eins margar íbúðir í sögu Reykjavíkur og á undanförnum fjórum árum og nú eru tilbúnar vel staðsettar lóðir til að tvöfalda uppbygginguna á næstu árum. Dreifing byggðar væri tafsamari og dýrari. Allt er loftslagsmál Með þéttingu byggðar erum við að nýta innviðina betur, bæta þjónustu og skapa skemmtilegri og betri borg. Við erum líka að bæta umferðarmálin, umhverfið og loftslagið. Við höfum lagt hjólastíga út um allt og ætlum að gera meira af því. Á næsta kjörtímabili mun Borgarlínan komast til framkvæmda og Miklabraut fer í stokk – ef núverandi stefna heldur áfram. Annars verður stóra stopp og umferðin, umhverfið og loftslagsmálin líða fyrir. Kæri kjósandi. Samfylkingin er öflugt og jákvætt umbreytingarafl sem vill græna borg og jöfnuð. Til þess þarf skýra framtíðarsýn og útsjónarsemi en líka úthald, festu og seiglu. Ég bið um þinn stuðning og skýrt umboð til að halda áfram. Höfundur er borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun