Innlent

Hildur hæstánægð með fyrstu tölur í Reykjavík

Bjarki Sigurðsson skrifar
Hildur skælbrosandi eftir fyrstu tölur en Sjálfstæðisflokkurinn fær sex fulltrúa miðað við þær.
Hildur skælbrosandi eftir fyrstu tölur en Sjálfstæðisflokkurinn fær sex fulltrúa miðað við þær. Stöð 2

„Meirihlutinn í Reykjavík er fallinn. Og það sem meira er, Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík,“ sagði Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, við mikil fagnaðarlæti eftir að fyrstu tölur voru kynntar í Reykjavík.

Samkvæmt fyrstu tölum er flokkurinn með 24,1 prósenta fylgi og fengi inn sex borgarfulltrúa. Flokkurinn mældist með 16 prósent í könnunum fyrir stuttu síðan.

„Við skulum hafa eitt á kristaltæru. Fyrir einungis örfáum dögum síðan mældumst við með 16 prósent í könnunum. Á einungis örfáum dögum hefum við risið um átta prósentustig og ég hef aldrei í sögunni séð aðra eins fylgisaukningu á örfáum dögum og það er allt vegna ykkar,“ sagði Hildur í ansi stuttri ræðu.

Flokkurinn er sá stærsti í borginni miðað við fyrstu tölur, en næst kemur Samfylkingin með 20,6 prósent fylgi og fengi fimm fulltrúa. Það bendir allt á stórsigur Framsóknarflokksins sem er með 18,7 prósent fylgi og fengi fjóra nýja borgarfulltrúa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×