Smjörstrákarnir mættu til Íslands og eyddu degi með Anníe, Katrínu og BKG Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2022 11:30 Smjörstrákarnir Heber Cannon and Marston Sawyers með Katrínu Tönju Davíðsdóttur. Instagram/@butterybro Hvað er í vatninu á Íslandi? Af hverju á Ísland svona frábært afreksfólk í CrossFit íþróttinni. Tveir miklir áhugamenn um hreysti og líkamsrækt með 171 þúsund áskrifendur á Youtube reyndu að komast að því. Buttery Bros, eða Smjörstrákarnir eins og væri hægt að kalla þá á íslensku, heimsóttu Ísland á dögunum og fengu að kynnast hinum flotta æfingahópi Anníe Mist Þórisdóttur nú þegar Katrín Tanja Davíðsdóttir er flutt heim og æfir með bestu vinkonu sinni. View this post on Instagram A post shared by ButteryBros (@butterybros) Buttery Bros eru þeir Heber Cannon and Marston Sawyers, tveir hressir strákar sem hafa verið að gera heimildaþætti á Youtube um heilsuræktarheiminn og þá sérstaklega CrossFit fjölskylduna. Anníe Mist Þórisdóttir er nú búin að skipta yfir í liðakeppni en þau Katrín Tanja Davíðsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson ætla sér að vanda stóra hluti í einstaklingskeppni heimsleikanna. Smjörstrákarnir fengu að eyða æfingadegi með þessum þremur stórstjörnum CrossFit heimsins en auki voru nýju liðsfélagar Anníe og kærasti Katrínar með í fjörinu. Það er athyglisvert að sjá liðsfélaga Anníe taka á því en um leið gefa af sér og sýna það að gleði og húmorinn fær mikið að njóta sín í þessu liði. View this post on Instagram A post shared by ButteryBros (@butterybros) Strákarnir taka stutt viðtöl við afreksfólkið sem segir frá æfingunum sem eru fram undan. Anníe Mist talaði einnig um þjálfara sinn frá 2010, Jami Tikkanen, sem er núna líka tekinn við sem þjálfari Katrínar Tönju. Anníe segir meðal annars frá því að hún hafi verið að hugsa um það í mörg ár að skipta yfir í liðakeppni en hún náði þriðja sætinu í fyrra innan við ári eftir að hafa eignast dótturina Freyju Mist. „Ég vissi ekki hvort ég myndi keppa í fyrra eftir að hafa eignast stelpuna mína en endaði með að keppa í einstaklingskeppninni. Ég áttaði mig síðan á því að þetta var engin lokaákvörðun. Ef ég vil fara í liðakeppnina í ár og keppa sem einstaklingur á næsta ári þá er það ekkert mál. Af hverju þá ekki að keppa í liðakeppninni í ár,“ sagði Anníe Mist. Það má sjá þennan þátt þeirra hér fyrir neðan en þetta er ekki aðeins góð innsýn í æfingar besta CrossFit fólks Íslands heldur einnig fínast landkynning fyrir Ísland. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=kfV8rsD5BPc">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Sjá meira
Buttery Bros, eða Smjörstrákarnir eins og væri hægt að kalla þá á íslensku, heimsóttu Ísland á dögunum og fengu að kynnast hinum flotta æfingahópi Anníe Mist Þórisdóttur nú þegar Katrín Tanja Davíðsdóttir er flutt heim og æfir með bestu vinkonu sinni. View this post on Instagram A post shared by ButteryBros (@butterybros) Buttery Bros eru þeir Heber Cannon and Marston Sawyers, tveir hressir strákar sem hafa verið að gera heimildaþætti á Youtube um heilsuræktarheiminn og þá sérstaklega CrossFit fjölskylduna. Anníe Mist Þórisdóttir er nú búin að skipta yfir í liðakeppni en þau Katrín Tanja Davíðsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson ætla sér að vanda stóra hluti í einstaklingskeppni heimsleikanna. Smjörstrákarnir fengu að eyða æfingadegi með þessum þremur stórstjörnum CrossFit heimsins en auki voru nýju liðsfélagar Anníe og kærasti Katrínar með í fjörinu. Það er athyglisvert að sjá liðsfélaga Anníe taka á því en um leið gefa af sér og sýna það að gleði og húmorinn fær mikið að njóta sín í þessu liði. View this post on Instagram A post shared by ButteryBros (@butterybros) Strákarnir taka stutt viðtöl við afreksfólkið sem segir frá æfingunum sem eru fram undan. Anníe Mist talaði einnig um þjálfara sinn frá 2010, Jami Tikkanen, sem er núna líka tekinn við sem þjálfari Katrínar Tönju. Anníe segir meðal annars frá því að hún hafi verið að hugsa um það í mörg ár að skipta yfir í liðakeppni en hún náði þriðja sætinu í fyrra innan við ári eftir að hafa eignast dótturina Freyju Mist. „Ég vissi ekki hvort ég myndi keppa í fyrra eftir að hafa eignast stelpuna mína en endaði með að keppa í einstaklingskeppninni. Ég áttaði mig síðan á því að þetta var engin lokaákvörðun. Ef ég vil fara í liðakeppnina í ár og keppa sem einstaklingur á næsta ári þá er það ekkert mál. Af hverju þá ekki að keppa í liðakeppninni í ár,“ sagði Anníe Mist. Það má sjá þennan þátt þeirra hér fyrir neðan en þetta er ekki aðeins góð innsýn í æfingar besta CrossFit fólks Íslands heldur einnig fínast landkynning fyrir Ísland. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=kfV8rsD5BPc">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Sjá meira