Í nýskipaðri stjórn eru þau Lára Hrafnsdóttir, formaður, Tryggvi Másson, varaformaður, Gylfi Þór Sigurðsson, Harpa Rut Sigurjónsdóttir, Hálfdán Steinþórsson, Hjalti Harðarson, Hulda Hallgrímsdóttir, Rut Kristjánsdóttir, Sigurður Tómasson og Þórarinn Hjálmarsson. Tveir koma nýir inn í stjórn félagsins, þau Hulda Hallgrímsdóttir og Sigurður Tómasson, sem taka við af Bjarna Herrera og Þórunni Helgadóttur.
Nýr framkvæmdastjóri Félags viðskipta- og hagfræðinga er Anna Margrét Steingrímsdóttir og tekur hún við af Telmu Eir Aðalsteinsdóttur. Anna Margrét er með MSc gráðu í þjónustustjórnun frá Háskóla Íslands ásamt því að hafa áður lokið BSc gráðu frá sama skóla í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum.
Anna Margrét hefur reynslu af verkefna- og þjónustustjórnun og starfar sem flugfreyja hjá Icelandair. Anna starfaði áður hjá Sjóvá í einstaklingsráðgjöf og þar áður sem flugfreyja hjá WOWair. Eiginmaður Önnu er Hilmar Þór Hilmarsson og eiga þau tvo syni.
FVH er félagsskapur háskólamenntaðs fólks í viðskipta- og hagfræði auk áhugafólks um fræðin. Félagið stendur fyrir reglulegum viðburðum með áherslu á málefni líðandi stundar, endurmenntun og eflingu tengslanets. FVH framkvæmir einnig kjarakönnun meðal viðskipta- og hagfræðinga ásamt því að halda út innra svæði fyrir félagsmenn.