Kolefnisgjald og sala losunarheimilda skilað ríkinu 59 milljörðum Eiður Þór Árnason skrifar 17. maí 2022 14:52 Íslenskir álframleiðendur eru meðal annars háðir losunarheimildum gróðurhúsalofttegunda. Vísir/Vilhelm Sala losunarheimilda gróðurhúsalofttegunda hefur skilað íslenska ríkinu 11,41 milljarði króna í tekjur. Tekjur ríkissjóðs af kolefnisgjaldi nema 47,72 milljörðum króna frá því að innheimta hófst árið 2010. Ríkið hóf að fá tekjur af uppboði losunarheimilda árið 2019 þegar 3,58 milljarðar króna skiluðu sér í ríkiskassann en talan tók stökk upp á við árið 2020 þegar tekjurnar námu 6,07 milljörðum. Í fyrra námu þær 847 milljónir króna samkvæmt bráðabirgðaútreikningum en á fyrsta ársfjórðungi þessa árs hafa stjórnvöld selt losunarheimildir fyrir 920 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við þingfyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata. Samtals hafa tekjur af kolefnisgjaldi og sölu losunarheimilda því skilað 59,13 milljörðum í ríkissjóð frá árinu 2010. Báðir tekjustofnar renna beint í ríkissjóð en hvorugur þeirra er sérstaklega eyrnamerktur aðgerðum í loftslagsmálum. Tekjur af kolefnisgjaldi náði hámarki í fyrra Tekjur af kolefnisgjaldi náðu hámarki árið 2021 þær námu 5,77 milljörðum króna. Tekjurnar hafa farið hækkandi á seinustu árum í samræmi við hækkun kolefnisgjalds árið 2018, 2019, 2020. Fram kemur í svari fjármálaráðherra að kolefnisgjald hafi skilað 2,15 milljörðum króna í ríkissjóð á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Kolefnisgjald er lagt á gas- og dísilolíu, bensín, brennsluolíu og jarðolíugas og annað loftkennt vetniskolefni. Markmið gjaldsins er að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og þar með losun gróðurhúsalofttegunda. Stjórnvöld gera ráð fyrir því að verð losunarheimilda muni hækka um 2 til 4 prósent árlega á næstu fimm árum en á móti er gert ráð fyrir fækkun losunarheimilda. „Í forsendum tekjuáætlunar er gert ráð fyrir að kolefnisgjald hækki í samræmi við þróun vísitölu neysluverðs, en þó aldrei umfram 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Með fjölgun umhverfisvænna og sparneytinna bifreiða er búist við að gjaldstofn kolefnisgjalds, sem eru lítrar og kílógrömm jarðefnaeldsneytis, fari lækkandi á komandi árum,“ segir í svari við fyrirspurninni. Ísland er hluti af viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir. Losun gróðurhúsalofttegunda frá tiltekinni starfsemi á EES-svæðinu er háð losunarheimildum og þurfa rekstraraðilar slíkrar starfsemi að tryggja sér slíkar heimildir. Heimildunum er að hluta til úthlutað endurgjaldslaust til rekstraraðila og að hluta til boðnar upp. Fram kemur á vef Umhverfisstofnunar að unnt sé að afla losunarheimilda við úthlutun yfirvalda í viðkomandi ríki, á uppboði á vegum stjórnvalda, með þátttöku í loftslagsvænum verkefnum samkvæmt Kýótó-bókuninni og með viðskiptum á frjálsum markaði. Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Píratar Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Ríkið hóf að fá tekjur af uppboði losunarheimilda árið 2019 þegar 3,58 milljarðar króna skiluðu sér í ríkiskassann en talan tók stökk upp á við árið 2020 þegar tekjurnar námu 6,07 milljörðum. Í fyrra námu þær 847 milljónir króna samkvæmt bráðabirgðaútreikningum en á fyrsta ársfjórðungi þessa árs hafa stjórnvöld selt losunarheimildir fyrir 920 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við þingfyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata. Samtals hafa tekjur af kolefnisgjaldi og sölu losunarheimilda því skilað 59,13 milljörðum í ríkissjóð frá árinu 2010. Báðir tekjustofnar renna beint í ríkissjóð en hvorugur þeirra er sérstaklega eyrnamerktur aðgerðum í loftslagsmálum. Tekjur af kolefnisgjaldi náði hámarki í fyrra Tekjur af kolefnisgjaldi náðu hámarki árið 2021 þær námu 5,77 milljörðum króna. Tekjurnar hafa farið hækkandi á seinustu árum í samræmi við hækkun kolefnisgjalds árið 2018, 2019, 2020. Fram kemur í svari fjármálaráðherra að kolefnisgjald hafi skilað 2,15 milljörðum króna í ríkissjóð á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Kolefnisgjald er lagt á gas- og dísilolíu, bensín, brennsluolíu og jarðolíugas og annað loftkennt vetniskolefni. Markmið gjaldsins er að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og þar með losun gróðurhúsalofttegunda. Stjórnvöld gera ráð fyrir því að verð losunarheimilda muni hækka um 2 til 4 prósent árlega á næstu fimm árum en á móti er gert ráð fyrir fækkun losunarheimilda. „Í forsendum tekjuáætlunar er gert ráð fyrir að kolefnisgjald hækki í samræmi við þróun vísitölu neysluverðs, en þó aldrei umfram 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Með fjölgun umhverfisvænna og sparneytinna bifreiða er búist við að gjaldstofn kolefnisgjalds, sem eru lítrar og kílógrömm jarðefnaeldsneytis, fari lækkandi á komandi árum,“ segir í svari við fyrirspurninni. Ísland er hluti af viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir. Losun gróðurhúsalofttegunda frá tiltekinni starfsemi á EES-svæðinu er háð losunarheimildum og þurfa rekstraraðilar slíkrar starfsemi að tryggja sér slíkar heimildir. Heimildunum er að hluta til úthlutað endurgjaldslaust til rekstraraðila og að hluta til boðnar upp. Fram kemur á vef Umhverfisstofnunar að unnt sé að afla losunarheimilda við úthlutun yfirvalda í viðkomandi ríki, á uppboði á vegum stjórnvalda, með þátttöku í loftslagsvænum verkefnum samkvæmt Kýótó-bókuninni og með viðskiptum á frjálsum markaði.
Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Píratar Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira