Segir umgjörðina og aðstöðuna hjá Breiðabliki betri en hjá Frankfurt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. maí 2022 15:31 Blikarnir Alexandra Jóhannsdóttir og Ásta Eir Árnadóttir voru gestir í Bestu upphituninni. stöð 2 sport Breiðabliksþema var í upphitunarþætti Bestu markanna fyrir 5. umferð Bestu deildar kvenna sem hefst á morgun. Blikarnir Ásta Eir Árnadóttir og Alexandra Jóhannsdóttir voru gestir Helenu Ólafsdóttur. Breiðablik fékk Alexöndru á láni frá Frankfurt í síðustu viku og hún verður hjá Blikum fram að Evrópumótinu í júlí. Alexandra lék sinn fyrsta leik eftir heimkomuna á föstudaginn og var ekki lengi að stimpla sig inn. Hún kom Blikum á bragðið eftir fimm mínútur í 0-4 sigri á KR-ingum á Meistaravöllum. Alexandra lék með Breiðabliki á árunum 2018-20 og vildi snúa aftur til liðsins til að komast í betri leikæfingu fyrir EM. „Ég vissi og var búin að heyra af því að ég þyrfti að spila meira. Það var ekkert mikið í boði og mér fannst þetta góður kostur, að koma heim í umhverfi sem ég þekki, með stelpum sem ég þekki og fá vonandi mínútur,“ sagði Alexandra og bætti við að landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson hefði viljað sjá hana spila meira. Miklar breytingar hafa orðið á liði Breiðabliks frá síðasta tímabili. Sterkir leikmenn eins og Agla María Albertsdóttir eru horfnar á braut en Blikar hafa fyllt í skörðin bæði með íslenskum og erlendum leikmönnum. „Við erum með marga nýja leikmenn sem hafa verið að týnast inn með vorinu. Auðvitað eru þetta miklar breytingar á hópnum en mjög jákvæðar breytingar, að fá ný andlit. Þetta hefur gengið vel en auðvitað tekur tíma að púsla saman nýju liði. En hingað til hefur þetta gengið vel,“ sagði Ásta. Klippa: Besta upphitunin fyrir 5. umferð Leikmannahópur Breiðabliks hefur ekki bara tekið breytingum heldur fengu Blikar nýjan þjálfara í haust þegar Ásmundur Arnarsson tók við liðinu af Vilhjálmi Kára Haraldssyni. Þar áður hafði Þorsteinn Halldórsson stýrt Breiðabliki í sex ár. Þrátt fyrir þjálfaraskiptin halda Blikar alltaf í sín Breiðablikseinkenni eins og Helena sagði. „Við misstum ekkert alla leikmennina okkar. Við héldum góðum kjarna sem hefur spilað lengi saman. Við í kjarnanum erum allar miklir sigurvegarar. Menningin í Breiðabliki helst alltaf sú sama þótt hópurinn breytist. Leikmennirnir halda menningunni gangandi með því að ná í góð úrslit og spila vel. Þjálfararnir segja sitt en við spilum leikina,“ sagði Ásta. Alexandra segir að umgjörðin og aðstaðan hjá Breiðabliki sé jafnvel betri en hjá stórliði Frankfurt. „Umgjörðin er fín en hún er frábær í Kópavogi. Þar er allt til alls. Ég gæti alveg trúað því að umgjörðin sé betri þar en úti,“ sagði Alexandra. „Við spilum á góðu grasi og æfingavöllurinn er góður en við keppum á einum stað og æfum á öðrum. Klefaaðstaðan er miklu betri í Kópavogi.“ Upphitunarþáttinn fyrir 5. umferð Bestu deildar kvenna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikirnir í 5. umferð Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Sjá meira
Breiðablik fékk Alexöndru á láni frá Frankfurt í síðustu viku og hún verður hjá Blikum fram að Evrópumótinu í júlí. Alexandra lék sinn fyrsta leik eftir heimkomuna á föstudaginn og var ekki lengi að stimpla sig inn. Hún kom Blikum á bragðið eftir fimm mínútur í 0-4 sigri á KR-ingum á Meistaravöllum. Alexandra lék með Breiðabliki á árunum 2018-20 og vildi snúa aftur til liðsins til að komast í betri leikæfingu fyrir EM. „Ég vissi og var búin að heyra af því að ég þyrfti að spila meira. Það var ekkert mikið í boði og mér fannst þetta góður kostur, að koma heim í umhverfi sem ég þekki, með stelpum sem ég þekki og fá vonandi mínútur,“ sagði Alexandra og bætti við að landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson hefði viljað sjá hana spila meira. Miklar breytingar hafa orðið á liði Breiðabliks frá síðasta tímabili. Sterkir leikmenn eins og Agla María Albertsdóttir eru horfnar á braut en Blikar hafa fyllt í skörðin bæði með íslenskum og erlendum leikmönnum. „Við erum með marga nýja leikmenn sem hafa verið að týnast inn með vorinu. Auðvitað eru þetta miklar breytingar á hópnum en mjög jákvæðar breytingar, að fá ný andlit. Þetta hefur gengið vel en auðvitað tekur tíma að púsla saman nýju liði. En hingað til hefur þetta gengið vel,“ sagði Ásta. Klippa: Besta upphitunin fyrir 5. umferð Leikmannahópur Breiðabliks hefur ekki bara tekið breytingum heldur fengu Blikar nýjan þjálfara í haust þegar Ásmundur Arnarsson tók við liðinu af Vilhjálmi Kára Haraldssyni. Þar áður hafði Þorsteinn Halldórsson stýrt Breiðabliki í sex ár. Þrátt fyrir þjálfaraskiptin halda Blikar alltaf í sín Breiðablikseinkenni eins og Helena sagði. „Við misstum ekkert alla leikmennina okkar. Við héldum góðum kjarna sem hefur spilað lengi saman. Við í kjarnanum erum allar miklir sigurvegarar. Menningin í Breiðabliki helst alltaf sú sama þótt hópurinn breytist. Leikmennirnir halda menningunni gangandi með því að ná í góð úrslit og spila vel. Þjálfararnir segja sitt en við spilum leikina,“ sagði Ásta. Alexandra segir að umgjörðin og aðstaðan hjá Breiðabliki sé jafnvel betri en hjá stórliði Frankfurt. „Umgjörðin er fín en hún er frábær í Kópavogi. Þar er allt til alls. Ég gæti alveg trúað því að umgjörðin sé betri þar en úti,“ sagði Alexandra. „Við spilum á góðu grasi og æfingavöllurinn er góður en við keppum á einum stað og æfum á öðrum. Klefaaðstaðan er miklu betri í Kópavogi.“ Upphitunarþáttinn fyrir 5. umferð Bestu deildar kvenna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikirnir í 5. umferð
Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Sjá meira