Skrtel hefur áhyggjur af heilsunni og leggur skóna á hilluna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. maí 2022 23:01 Martin Skrtel lék stærstan hluta ferilsins með Liverpool. Alex Livesey/Getty Images Martin Skrtel, fyrrverandi varnarmaður Liverpool, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna frægu eftir rúmlega tveggja áratuga langan atvinnumannaferil. Þessi slóvakíski fyrrum varnarmaður er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Liverpool, en hann var í rúm átta ár hjá félaginu. Á ferli sínum lék hann einnig með liðum á borð við Zenit, Fenerbache, Atalanta, Istanbul Basaksehir og nú seinast Spartak Trnava í heimalandinu. Skrtel sagði frá því að hann væri að leggja skóna á hilluna á blaðamannafundi hjá Spartak Trnava og sagði ástæðuna vera heilsufarslega. „Með því að koma til Trnava upplifði ég drauminn minn. Ég held að þá ég sé kominn á þennan aldur geti ég samt hjálpað liðinu og spilað í hæsta gæðaflokki,“ sagði þessi 37 ára varnarmaður. „En ástæðan fyrir því að ég er að hætta er heilsufarsleg. Ég er með æðakölkun (e. Plaques) og það heldur aftur að mér, bæði í fótboltanum og fjölskyldulífinu. Ég man ekki eftir þeim degi þar sem ég fann ekki fyrir sársauka. Ég hef æft með hjálp lyfja seinustu mánuði.“ „Ég átti í erfiðleikum með að ganga hundrað metra með syni mínum. Sársaukinn er nokkuð mikill. Ég finn mest fyrir þessu þegar ég hleyp, hoppa og lendi í samstuði, en það er eitthvað sem við þurfum á að halda í fótbolta. Þess vegna hef ég ákveðið að leikurinn á móti Dunajska verður minn síðasti. Ekki bara fyrir Spartak Trnava, heldur á ferlinum.“ „Ég get ekki ímyndað mér lífið án fótbolta, en nú er kominn tími til að fylgja huganum frekar en hjartanu. Ég á heilsuna bara einu sinni. Nú tekur borgaralegt líf við og ég vil geta notið þess á einhvern hátt án sársauka.“ Wishing you all the best in your retirement, Martin Škrtel ❤ pic.twitter.com/UMOgtruq5T— Liverpool FC (@LFC) May 17, 2022 Á 21 árs löngum ferli sínum lék Martin Skrtel 487 deildarleiki, en þar af voru 242 fyrir Liverpool. Þá lék hann einnig 104 leiki fyrir slóvakíska landsliðið sem gerir hann að fjórða leikjahæsta leikmanni liðsins frá upphafi. Fótbolti Slóvakía Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Sjá meira
Þessi slóvakíski fyrrum varnarmaður er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Liverpool, en hann var í rúm átta ár hjá félaginu. Á ferli sínum lék hann einnig með liðum á borð við Zenit, Fenerbache, Atalanta, Istanbul Basaksehir og nú seinast Spartak Trnava í heimalandinu. Skrtel sagði frá því að hann væri að leggja skóna á hilluna á blaðamannafundi hjá Spartak Trnava og sagði ástæðuna vera heilsufarslega. „Með því að koma til Trnava upplifði ég drauminn minn. Ég held að þá ég sé kominn á þennan aldur geti ég samt hjálpað liðinu og spilað í hæsta gæðaflokki,“ sagði þessi 37 ára varnarmaður. „En ástæðan fyrir því að ég er að hætta er heilsufarsleg. Ég er með æðakölkun (e. Plaques) og það heldur aftur að mér, bæði í fótboltanum og fjölskyldulífinu. Ég man ekki eftir þeim degi þar sem ég fann ekki fyrir sársauka. Ég hef æft með hjálp lyfja seinustu mánuði.“ „Ég átti í erfiðleikum með að ganga hundrað metra með syni mínum. Sársaukinn er nokkuð mikill. Ég finn mest fyrir þessu þegar ég hleyp, hoppa og lendi í samstuði, en það er eitthvað sem við þurfum á að halda í fótbolta. Þess vegna hef ég ákveðið að leikurinn á móti Dunajska verður minn síðasti. Ekki bara fyrir Spartak Trnava, heldur á ferlinum.“ „Ég get ekki ímyndað mér lífið án fótbolta, en nú er kominn tími til að fylgja huganum frekar en hjartanu. Ég á heilsuna bara einu sinni. Nú tekur borgaralegt líf við og ég vil geta notið þess á einhvern hátt án sársauka.“ Wishing you all the best in your retirement, Martin Škrtel ❤ pic.twitter.com/UMOgtruq5T— Liverpool FC (@LFC) May 17, 2022 Á 21 árs löngum ferli sínum lék Martin Skrtel 487 deildarleiki, en þar af voru 242 fyrir Liverpool. Þá lék hann einnig 104 leiki fyrir slóvakíska landsliðið sem gerir hann að fjórða leikjahæsta leikmanni liðsins frá upphafi.
Fótbolti Slóvakía Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Sjá meira