Golden State menn létu Luka hafa mikið fyrir hlutunum og unnu leik eitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2022 07:30 Luka Doncic reynir að sækja að körfunni í leiknum í nótt en Stephen Curry er til varnar. AP/Jed Jacobsohn Golden State Warriors vann fyrsta leikinn örugglega á móti Dallas Mavericks í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Stephen Curry var með 21 stig og 12 fráköst í þessum 112-87 sigri Golden State en varnarleikur Andrew Wiggins á Luka Doncic átti mikinn þátt í hversu vel gekk hjá heimamönnum. Stephen Curry dropped his 18th career playoff double-double to lead the @warriors to the 1-0 series lead! #DubNation@StephenCurry30: 21 PTS, 12 REB, 4 AST Game 2: Friday, 9:00pm/et on TNT pic.twitter.com/QaW6OJU345— NBA (@NBA) May 19, 2022 Það var auðvitað vitað að til þess að Dallas ætti möguleika á sigri þyrfti Slóveninn snjalli að spila jafnvel og í sigrinum í oddaleiknum á móti Phoenix Suns á dögunum. Hann komst hins vegar aldrei á flug. „Bara láta hann hafa fyrir hlutunum. Það er aðalatriðið,“ sagði Andrew Wiggins. Doncic skoraði reyndar 20 stig í leiknum en hitti aðeins úr 6 af 18 skotum sínum og tapaði sjö boltum. Hann var aðeins með tvö stig í öllum seinni hálfleiknum og það skýrir mikið hvernig leikurinn þróaðist eftir hlé. Luka finishes the 1st half with 18 points #NBAConferenceFinals presented by Google Pixel pic.twitter.com/GDBI18b1RN— NBA (@NBA) May 19, 2022 „Þeir stóðu sig mjög vel. Það er ekkert flóknara. Þeir gerðu mjög vel,“ sagði Luka Doncic sem var vel merktur í andlitinu eftir rispu í boði Wiggins. „Lætur mig líta út eins og ég harður af mér,“ sagði Doncic sem vildi ekki gera mikið úr því. „Wiggs var frábær. Það eru fáir leikmenn í deildinni erfiðari að ráða við en Doncic og það er því mikilvægt að hann þurfti að hafa mikið fyrir þessu. Hann er svo góður en við erum bara að reyna að lágmarka skaðann,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors. Jordan Poole, Andrew Wiggins, and Klay Thompson combined for 53 points in the @warriors Game 1 victory at home #DubNationPoole: 19 PTS (8/12 FGM)@22wiggins: 19 PTS, 5 REB, 3 3PM@KlayThompson: 15 PTS, 5 REB, 2 BLK pic.twitter.com/diddHgR505— NBA (@NBA) May 19, 2022 Warriors liðið vann fyrsta leikhlutann 28-18 og var níu stigum yfir í hálfleik, 54-45, eftir að Doncic hitti úr tveimur þriggja stiga skotum í röð. Hann hitti aðeins úr 1 af 8 þristum fyrir utan það og það er bara langt frá því að vera nóg á móti liði eins og Golden State. Wiggins spilaði ekki aðeins góða vörn því hann var með 19 stig og hitti meðal annars úr sex af fyrstu átta skotum sínum í leiknum. Jordan Poole kom með 19 stig af bekknum og Klay Thompson skoraði 15 stig. "A lot to build off of this game, I like it."Steph Curry after the @warriors Game 1 win! #DubNation pic.twitter.com/aSoVH0gPi1— NBA (@NBA) May 19, 2022 NBA Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Sjá meira
Stephen Curry var með 21 stig og 12 fráköst í þessum 112-87 sigri Golden State en varnarleikur Andrew Wiggins á Luka Doncic átti mikinn þátt í hversu vel gekk hjá heimamönnum. Stephen Curry dropped his 18th career playoff double-double to lead the @warriors to the 1-0 series lead! #DubNation@StephenCurry30: 21 PTS, 12 REB, 4 AST Game 2: Friday, 9:00pm/et on TNT pic.twitter.com/QaW6OJU345— NBA (@NBA) May 19, 2022 Það var auðvitað vitað að til þess að Dallas ætti möguleika á sigri þyrfti Slóveninn snjalli að spila jafnvel og í sigrinum í oddaleiknum á móti Phoenix Suns á dögunum. Hann komst hins vegar aldrei á flug. „Bara láta hann hafa fyrir hlutunum. Það er aðalatriðið,“ sagði Andrew Wiggins. Doncic skoraði reyndar 20 stig í leiknum en hitti aðeins úr 6 af 18 skotum sínum og tapaði sjö boltum. Hann var aðeins með tvö stig í öllum seinni hálfleiknum og það skýrir mikið hvernig leikurinn þróaðist eftir hlé. Luka finishes the 1st half with 18 points #NBAConferenceFinals presented by Google Pixel pic.twitter.com/GDBI18b1RN— NBA (@NBA) May 19, 2022 „Þeir stóðu sig mjög vel. Það er ekkert flóknara. Þeir gerðu mjög vel,“ sagði Luka Doncic sem var vel merktur í andlitinu eftir rispu í boði Wiggins. „Lætur mig líta út eins og ég harður af mér,“ sagði Doncic sem vildi ekki gera mikið úr því. „Wiggs var frábær. Það eru fáir leikmenn í deildinni erfiðari að ráða við en Doncic og það er því mikilvægt að hann þurfti að hafa mikið fyrir þessu. Hann er svo góður en við erum bara að reyna að lágmarka skaðann,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors. Jordan Poole, Andrew Wiggins, and Klay Thompson combined for 53 points in the @warriors Game 1 victory at home #DubNationPoole: 19 PTS (8/12 FGM)@22wiggins: 19 PTS, 5 REB, 3 3PM@KlayThompson: 15 PTS, 5 REB, 2 BLK pic.twitter.com/diddHgR505— NBA (@NBA) May 19, 2022 Warriors liðið vann fyrsta leikhlutann 28-18 og var níu stigum yfir í hálfleik, 54-45, eftir að Doncic hitti úr tveimur þriggja stiga skotum í röð. Hann hitti aðeins úr 1 af 8 þristum fyrir utan það og það er bara langt frá því að vera nóg á móti liði eins og Golden State. Wiggins spilaði ekki aðeins góða vörn því hann var með 19 stig og hitti meðal annars úr sex af fyrstu átta skotum sínum í leiknum. Jordan Poole kom með 19 stig af bekknum og Klay Thompson skoraði 15 stig. "A lot to build off of this game, I like it."Steph Curry after the @warriors Game 1 win! #DubNation pic.twitter.com/aSoVH0gPi1— NBA (@NBA) May 19, 2022
NBA Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli