Vaktin: „Rússar mega ekki vinna þetta stríð“ Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 19. maí 2022 06:47 Ónýtur rússneskur bryndreki sem búið er að skrifa á „rússneskt herskip, farðu í rassgat“. Getty/Christopher Furlong Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur varað við því að fæðuskortur vegna átakanna í Úkraínu gæti varað í mörg ár og valdið hungursneyð víða um heim. Ráðamenn á Vesturlöndum ræða nú leiðir til að koma kornvöru frá Úkraínu, sem situr föst í vöruhúsum vegna átakanna og umsáturs Rússa við suðurströnd landsins. Fregnir herma að Rússar hafi gert skipulagðar árásir til að eyðileggja kornbirgðir en mörg lönd í Afríku og víðar eru afar háð kornútflutningi frá bæði Úkraínu og Rússlandi. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, ávarpaði Bundestag, þýska þingið, í morgun og sagði þar að Rússland mætti ekki vinna stríðið í Úkraínu. Hann sagði stríðið vera stærstu krísu Evrópusambandsins hingað til og að einræðistilburðir Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, væri ógn gegn evrópskri samstöðu. Bandaríkjamenn segja Rússa enn hafa mikla yfirburði á vígvöllum Úkraínu og að þrátt fyrir mikið mannfall sé hernaðargeta þeirra mikil. Á blaðamannafundi Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna í dag kom fram að stríðið gæti staðið yfir í langan tíma. Alþjóðabankinn hefur heitið því að leggja til 30 milljarða Bandaríkjadala til að freista þess að stemma stigu við fæðuskorti í heiminum. Fjármunirnir munu renna til nýrra verkefna og verkefna sem þegar eru í gangi. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir meinta notkun Rússa á leiservopnum sé til marks um misheppnaða innrás þeirra og líkir fregnum af vopnunum við áróður nasista þegar þeir ræddu um „wunderwaffe“; nýtt undravopn. Selenskí hefur undirritað tilskipun til að framlengja yfirlýsingu um neyðarástand í landinu og herlög í 90 daga. Rússneskir embættismenn eru sagðir hafa áhyggjur af því að hersveitir Rússa í Maríupól hafi og séu að fara verulega illa með íbúa borgarinnar. Það muni gera Rússum erfiðara að kveða niður mótspyrnu í borginni og koma niður á áróðri þeirra um að Rússar hafi frelsað borgin. Bandaríkjamenn hafa opnað sendiráð sitt í Kænugarði á ný, eftir þriggja mánaða lokun. Fjármálaráðherrar G7 funda í dag til að ræða fjármál Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Ef vaktin sést ekki hér að neðan, gæti þurft að endurhlaða síðuna.
Ráðamenn á Vesturlöndum ræða nú leiðir til að koma kornvöru frá Úkraínu, sem situr föst í vöruhúsum vegna átakanna og umsáturs Rússa við suðurströnd landsins. Fregnir herma að Rússar hafi gert skipulagðar árásir til að eyðileggja kornbirgðir en mörg lönd í Afríku og víðar eru afar háð kornútflutningi frá bæði Úkraínu og Rússlandi. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, ávarpaði Bundestag, þýska þingið, í morgun og sagði þar að Rússland mætti ekki vinna stríðið í Úkraínu. Hann sagði stríðið vera stærstu krísu Evrópusambandsins hingað til og að einræðistilburðir Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, væri ógn gegn evrópskri samstöðu. Bandaríkjamenn segja Rússa enn hafa mikla yfirburði á vígvöllum Úkraínu og að þrátt fyrir mikið mannfall sé hernaðargeta þeirra mikil. Á blaðamannafundi Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna í dag kom fram að stríðið gæti staðið yfir í langan tíma. Alþjóðabankinn hefur heitið því að leggja til 30 milljarða Bandaríkjadala til að freista þess að stemma stigu við fæðuskorti í heiminum. Fjármunirnir munu renna til nýrra verkefna og verkefna sem þegar eru í gangi. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir meinta notkun Rússa á leiservopnum sé til marks um misheppnaða innrás þeirra og líkir fregnum af vopnunum við áróður nasista þegar þeir ræddu um „wunderwaffe“; nýtt undravopn. Selenskí hefur undirritað tilskipun til að framlengja yfirlýsingu um neyðarástand í landinu og herlög í 90 daga. Rússneskir embættismenn eru sagðir hafa áhyggjur af því að hersveitir Rússa í Maríupól hafi og séu að fara verulega illa með íbúa borgarinnar. Það muni gera Rússum erfiðara að kveða niður mótspyrnu í borginni og koma niður á áróðri þeirra um að Rússar hafi frelsað borgin. Bandaríkjamenn hafa opnað sendiráð sitt í Kænugarði á ný, eftir þriggja mánaða lokun. Fjármálaráðherrar G7 funda í dag til að ræða fjármál Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Ef vaktin sést ekki hér að neðan, gæti þurft að endurhlaða síðuna.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Sjá meira