„Var hætt að vera stressuð fyrir leiki“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. maí 2022 09:01 Glódís Perla Viggósdóttir átti farsælan tíma í Svíþjóð áður en fór til Bayern München. vísir/bjarni Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í fótbolta, fann að hún þurfti á nýrri áskorun að halda í fyrra. Hún gekk þá í raðir Bayern München frá Rosengård. Glódís fór til Eskilstuna United frá Stjörnunni fyrir tímabilið 2015. Hún lék þar í tvö og hálft tímabil áður en hún samdi við Rosengård. Glódís lék með liðinu fram í júlí 2017 þegar hún gekk í raðir Bayern. „Ég var ekki komin á endastöð en á stað þar sem ég var hætt að vera stressuð fyrir leiki, þekkti öll liðin alltof vel og mér fannst ég vera tilbúin í næsta skref,“ sagði Glódís þegar blaðamaður Vísis settist niður með henni í Prag í síðasta mánuði, fyrir leik Íslands og Tékklands í undankeppni HM. „Mig langaði í nýja áskorun. Mér fannst þetta ekki vera áskorun lengur. Það voru kannski 2-3 leikir á ári sem mér fannst vera áskorun. Mér fannst ég klár í næsta skref og er ótrúlega ánægð með það.“ Vildi ekki fara bara eitthvað Glódís er á því að hún hafi valið rétta tímann til að færa sig yfir í sterkari deild, þótt það hafi komið til greina að gera það fyrr. „Auðvitað kom það nokkrum sinnum upp í hausinn að færa mig um set. Ég vildi samt ekki taka neina ákvörðun í flýti og fara bara eitthvað, af því bara,“ sagði Glódís. „Ég fann bara þegar ég kom til baka í byrjun árs 2021 að mig langaði að prófa eitthvað annað. Svo sýndi Bayern áhuga snemma árs og þá small þetta. Við lentum líka á móti þeim í Meistaradeildinni. Mér leið eins og þetta hefði átt að gerast.“ Klippa: Glódís um stökkið til Bayern En var stökkið frá Rosengård til Bayern stórt? „Já og nei. Fótboltinn í Þýskalandi er öðruvísi en í Svíþjóð. Að því leitinu var þetta stórt stökk. Mér fannst ég vera í frábæru umhverfi í Rosengård en í Þýskalandi eru meiri einstaklingsgæði,“ sagði Glódís. Meiri einstaklingshugsun „Þar ertu með miklu fleiri betri einstaklinga. Upp á það að gera er þetta meiri áskorun. Þar er þetta meira einstaklingsmiðað á meðan það er meira hugsað um liðið og heildina í Svíþjóð. Í Þýskalandi er meiri einstaklingshugsun sem hefur reynt ótrúlega mikið á mig sem varnarmann. Ég fæ mikið út úr því að spila gegn frábærum leikmönnum sem eru góðir einn á einn, sem ég fékk ekki endilega í Svíþjóð.“ Glódís og stöllur hennar í Bayern enduðu í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í vetur, komust í undanúrslit bikarkeppninnar og átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Þýski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann Sjá meira
Glódís fór til Eskilstuna United frá Stjörnunni fyrir tímabilið 2015. Hún lék þar í tvö og hálft tímabil áður en hún samdi við Rosengård. Glódís lék með liðinu fram í júlí 2017 þegar hún gekk í raðir Bayern. „Ég var ekki komin á endastöð en á stað þar sem ég var hætt að vera stressuð fyrir leiki, þekkti öll liðin alltof vel og mér fannst ég vera tilbúin í næsta skref,“ sagði Glódís þegar blaðamaður Vísis settist niður með henni í Prag í síðasta mánuði, fyrir leik Íslands og Tékklands í undankeppni HM. „Mig langaði í nýja áskorun. Mér fannst þetta ekki vera áskorun lengur. Það voru kannski 2-3 leikir á ári sem mér fannst vera áskorun. Mér fannst ég klár í næsta skref og er ótrúlega ánægð með það.“ Vildi ekki fara bara eitthvað Glódís er á því að hún hafi valið rétta tímann til að færa sig yfir í sterkari deild, þótt það hafi komið til greina að gera það fyrr. „Auðvitað kom það nokkrum sinnum upp í hausinn að færa mig um set. Ég vildi samt ekki taka neina ákvörðun í flýti og fara bara eitthvað, af því bara,“ sagði Glódís. „Ég fann bara þegar ég kom til baka í byrjun árs 2021 að mig langaði að prófa eitthvað annað. Svo sýndi Bayern áhuga snemma árs og þá small þetta. Við lentum líka á móti þeim í Meistaradeildinni. Mér leið eins og þetta hefði átt að gerast.“ Klippa: Glódís um stökkið til Bayern En var stökkið frá Rosengård til Bayern stórt? „Já og nei. Fótboltinn í Þýskalandi er öðruvísi en í Svíþjóð. Að því leitinu var þetta stórt stökk. Mér fannst ég vera í frábæru umhverfi í Rosengård en í Þýskalandi eru meiri einstaklingsgæði,“ sagði Glódís. Meiri einstaklingshugsun „Þar ertu með miklu fleiri betri einstaklinga. Upp á það að gera er þetta meiri áskorun. Þar er þetta meira einstaklingsmiðað á meðan það er meira hugsað um liðið og heildina í Svíþjóð. Í Þýskalandi er meiri einstaklingshugsun sem hefur reynt ótrúlega mikið á mig sem varnarmann. Ég fæ mikið út úr því að spila gegn frábærum leikmönnum sem eru góðir einn á einn, sem ég fékk ekki endilega í Svíþjóð.“ Glódís og stöllur hennar í Bayern enduðu í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í vetur, komust í undanúrslit bikarkeppninnar og átta liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Þýski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann Sjá meira