Byggja þarf um 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. maí 2022 15:59 Anna Guðmunda Ingvarsdóttir aðstoðarforstjóri HMS og formaður starfshóps stjórnvalda um húsnæðismál kynnti niðurstöður skýrslunnar í dag. HMS Starfshópur stjórnvalda um húsnæðismál kynnti í dag skýrslu um úrbætur á húsnæðismarkaði til að auka framboð og stuðla að stöðugleika, bæði til skamms og langs tíma. Hjá starfshópnum er mikil samstaða um mikilvægi þess að tryggja aukið framboð íbúða til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði. Nánast fordæmalaus hækkun húsnæðisverðs undanfarið ár umfram tengda þætti er að mati hópsins til þess fallin að skapa áhættu og óstöðugleika í húsnæðismálum og nauðsynlegt er að bregðast við til að verja efnahag heimilanna og húsnæðisöryggi landsmanna, einkum þeirra tekjulægri. Til þess að örva framboðið þarf meðal annars að efla langtímaáætlanagerð í húsnæðismálum, samþætta skipulags- og byggingarferla, endurskoða tengda löggjöf, tryggja uppbyggingu samgönguinnviða samhliða fjölgun íbúða, auka húsnæðisöryggi leigjenda og lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu sem starfshópurinn kynnti í Þjóðhagsráði í morgun en hópurinn skilaði af sér 28 tillögum í sjö flokkum og voru tillögurnar og skýrslan kynnt fyrir meðlimum Þjóðhagsráðs og í kjölfarið voru þær birtar almenningi á blaðamannafundi með formönnum starfshópsins nú í hádeginu. Um raunverulega byltingu sé að ræða Sigurður Ingi Jóhannsson, fagnar skýrslu starfshópsins í færslu sem hann birti á Facebook í dag: „Við erum að sjá að í ár og á næsta ári er verið að byggja tæplega 3000 íbúðir, í raun þá ætti að vera að byggja um 4000 íbúðir á ári. Fram til þessa hafa spár um mannfjölda ekki skilað sér inn í áætlanir um fjölda húsnæðis. En nú verður breyting á, við ætlum að fylgja áætlunum eftir með aðgerðum byggðar á rauntímaupplýsingum í samstarfi við sveitarfélög í landinu.“ Byggja þurfi 3.500-4000 íbúðir árlega Í skýrslunni segir að samkvæmt hagdeild Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þurfi að byggja 3.500-4.000 íbúðir árlega á næstu fimm til tíu árum til að mæta uppsafnaðri þörf og spá um fólksfjölgun í landinu, en það gerir að minnsta kosti 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum. Er þar ekki tekið tillit til vaxandi straums flóttafólks til landsins, m.a. vegna átaka í Úkraínu. Aftur á móti sé gert ráð fyrir að aðeins tæplega 2.800 nýjar íbúðir komi á markaðinn á þessu ári og rétt rúmlega 3.0000 íbúðir á því næsta. Því sé ljóst að ekki sé verið að byggja í takt við þörf og því líklegt að uppsöfnuð íbúðaþörf muni aukast sem geti leitt til áframhaldandi óstöðugleika á húsnæðismarkaði. Þá kemur fram í skýrslunni að það skorti samræmda aðgerðaráætlun og sameiginleg markmið ríkis og sveitarfélaga til að ná jafnvægi milli framboðs íbúðarhúsnæðis og undirliggjandi íbúðaþarfar til lengri tíma litið. Starfshópurinn leggur því til að ríki og sveitarfélög geri með sér samkomulag um heildstæða húsnæðisáætlun fyrir landið allt, sem væri skuldbindandi fyrir báða aðila næstu fimm árin og stefnumarkandi til næstu 10-15 ára. Þetta verði útfært í sérstökum rammasamningum milli ríkis og sveitarfélaganna sem taki mið af greindri þörf fyrir uppbyggingu íbúða og að á fyrstu fimm árum samningsins verði byggðar 4.000 íbúðir á ári að jafnaði og þar af verði 35% eða um 1.400 íbúðir byggðar með opinberum stuðningi þannig að þær verði á viðráðanlegu verði. Reugluverk um húsaleigu endurskoðað Starfshópurinn leggur jafnframt til að almenna íbúðakerfið verði eflt enn frekar og áframhaldandi þróun og uppbygging þess verði tryggð. Taka þurfi lög um almennar íbúðir til endurskoðunar, t.d. varðandi tekju- og eignaviðmið, auka fjölbreytni tegunda íbúða og einfalda umsóknarferlið. Að auki þyki ljóst að taka þurfi opinberan húsnæðisstuðning til heildstæðrar endurskoðunar og tryggja að hann nýtist fyrst og fremst þeim sem á þurfa að halda. Það samræmist nýlegu áliti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem benti m.a. á nauðsyn þess að endurhanna opinberan húsnæðisstuðning hér á landi og beina honum með markvissari hætti að leigjendum og í fjárfestingu í félagslegu húsnæði, til að stuðla að hagkvæmara leiguverði og lægri byrði húsnæðiskostnaðar. Þá segir í skýrslunni að u.þ.b. 34.000 heimili séu á leigumarkaði í dag eða um 22% allra heimila í landinu. Opinber gögn sýna að staða leigjenda sé lakari en staða þeirra sem búa í eigin húsnæði, almennt telja leigjendur sig búa við minna húsnæðisöryggi og hafa þyngri byrði húsnæðiskostnaðar en fólk í eigin húsnæði. Leggur starfshópurinn því til að ákvæði húsaleigulaga verði að nýju tekin til endurskoðunar til að tryggja jafnræði samningsaðila og aukið húsnæðisöryggi leigjenda. Þá eigi stjórnvöld að beita sér fyrir því að skráningarskylda leigusamninga og leiguverðs í húsnæðisgrunn HMS verði lögfest sem fyrst. Óskilvirk stjórnsýsla í skipulagsmálum Þegar kemur að skipulags- og byggingarmálum bendir starfshópurinn á að í dag eigi sveitarfélögin samskipti við ríkið í skipulags- og húsnæðismálum í gegnum fjölmörg ólík kerfi og þrjár stofnanir. Afleiðing þess geti verið óskilvirk og dýr stjórnsýsla, skortur á yfirsýn sem svo leiði til „flöskuhálsa“ sem hafi neikvæð áhrif á framboð á húsnæðismarkaði. Starfshópurinn leggur því til að ráðist verði í heildstæða endurskoðun á skipulagslögum. Þá verði ákveðin ákvæði byggingarreglugerðar endurskoðuð og gjaldskrár sveitarfélaga samræmdar, svo fátt eitt sé nefnt. Öruggar samgöngur forsenda hagkvæmrar búsetu Í síðasti kafla skýrslunnar er fjallað um samgöngur og bent á að greiðar og öruggar samgöngur séu stór forsenda hagkvæmrar búsetu og gæða búsetuskilyrða. Lagt er til að áætlanir um framkvæmdir í samgöngumálum og áætlanir sveitarfélaga um framboð lóða og íbúða á vaxtasvæðum séu samþættar, gjaldsvæði almenningssamgangna á vaxtarsvæðum samræmt og einfaldað og greiður framgangur framkvæmda við Borgarlínu og skipulagsvinnu verði tryggður þannig að uppbygging íbúða á Keldnalandi og Blikastaðalandi geti sem fyrst komist til framkvæmda. Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Leigumarkaður Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Setur útlendingum sem sækja nám strangari skilyrði Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira
Nánast fordæmalaus hækkun húsnæðisverðs undanfarið ár umfram tengda þætti er að mati hópsins til þess fallin að skapa áhættu og óstöðugleika í húsnæðismálum og nauðsynlegt er að bregðast við til að verja efnahag heimilanna og húsnæðisöryggi landsmanna, einkum þeirra tekjulægri. Til þess að örva framboðið þarf meðal annars að efla langtímaáætlanagerð í húsnæðismálum, samþætta skipulags- og byggingarferla, endurskoða tengda löggjöf, tryggja uppbyggingu samgönguinnviða samhliða fjölgun íbúða, auka húsnæðisöryggi leigjenda og lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu sem starfshópurinn kynnti í Þjóðhagsráði í morgun en hópurinn skilaði af sér 28 tillögum í sjö flokkum og voru tillögurnar og skýrslan kynnt fyrir meðlimum Þjóðhagsráðs og í kjölfarið voru þær birtar almenningi á blaðamannafundi með formönnum starfshópsins nú í hádeginu. Um raunverulega byltingu sé að ræða Sigurður Ingi Jóhannsson, fagnar skýrslu starfshópsins í færslu sem hann birti á Facebook í dag: „Við erum að sjá að í ár og á næsta ári er verið að byggja tæplega 3000 íbúðir, í raun þá ætti að vera að byggja um 4000 íbúðir á ári. Fram til þessa hafa spár um mannfjölda ekki skilað sér inn í áætlanir um fjölda húsnæðis. En nú verður breyting á, við ætlum að fylgja áætlunum eftir með aðgerðum byggðar á rauntímaupplýsingum í samstarfi við sveitarfélög í landinu.“ Byggja þurfi 3.500-4000 íbúðir árlega Í skýrslunni segir að samkvæmt hagdeild Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þurfi að byggja 3.500-4.000 íbúðir árlega á næstu fimm til tíu árum til að mæta uppsafnaðri þörf og spá um fólksfjölgun í landinu, en það gerir að minnsta kosti 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum. Er þar ekki tekið tillit til vaxandi straums flóttafólks til landsins, m.a. vegna átaka í Úkraínu. Aftur á móti sé gert ráð fyrir að aðeins tæplega 2.800 nýjar íbúðir komi á markaðinn á þessu ári og rétt rúmlega 3.0000 íbúðir á því næsta. Því sé ljóst að ekki sé verið að byggja í takt við þörf og því líklegt að uppsöfnuð íbúðaþörf muni aukast sem geti leitt til áframhaldandi óstöðugleika á húsnæðismarkaði. Þá kemur fram í skýrslunni að það skorti samræmda aðgerðaráætlun og sameiginleg markmið ríkis og sveitarfélaga til að ná jafnvægi milli framboðs íbúðarhúsnæðis og undirliggjandi íbúðaþarfar til lengri tíma litið. Starfshópurinn leggur því til að ríki og sveitarfélög geri með sér samkomulag um heildstæða húsnæðisáætlun fyrir landið allt, sem væri skuldbindandi fyrir báða aðila næstu fimm árin og stefnumarkandi til næstu 10-15 ára. Þetta verði útfært í sérstökum rammasamningum milli ríkis og sveitarfélaganna sem taki mið af greindri þörf fyrir uppbyggingu íbúða og að á fyrstu fimm árum samningsins verði byggðar 4.000 íbúðir á ári að jafnaði og þar af verði 35% eða um 1.400 íbúðir byggðar með opinberum stuðningi þannig að þær verði á viðráðanlegu verði. Reugluverk um húsaleigu endurskoðað Starfshópurinn leggur jafnframt til að almenna íbúðakerfið verði eflt enn frekar og áframhaldandi þróun og uppbygging þess verði tryggð. Taka þurfi lög um almennar íbúðir til endurskoðunar, t.d. varðandi tekju- og eignaviðmið, auka fjölbreytni tegunda íbúða og einfalda umsóknarferlið. Að auki þyki ljóst að taka þurfi opinberan húsnæðisstuðning til heildstæðrar endurskoðunar og tryggja að hann nýtist fyrst og fremst þeim sem á þurfa að halda. Það samræmist nýlegu áliti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem benti m.a. á nauðsyn þess að endurhanna opinberan húsnæðisstuðning hér á landi og beina honum með markvissari hætti að leigjendum og í fjárfestingu í félagslegu húsnæði, til að stuðla að hagkvæmara leiguverði og lægri byrði húsnæðiskostnaðar. Þá segir í skýrslunni að u.þ.b. 34.000 heimili séu á leigumarkaði í dag eða um 22% allra heimila í landinu. Opinber gögn sýna að staða leigjenda sé lakari en staða þeirra sem búa í eigin húsnæði, almennt telja leigjendur sig búa við minna húsnæðisöryggi og hafa þyngri byrði húsnæðiskostnaðar en fólk í eigin húsnæði. Leggur starfshópurinn því til að ákvæði húsaleigulaga verði að nýju tekin til endurskoðunar til að tryggja jafnræði samningsaðila og aukið húsnæðisöryggi leigjenda. Þá eigi stjórnvöld að beita sér fyrir því að skráningarskylda leigusamninga og leiguverðs í húsnæðisgrunn HMS verði lögfest sem fyrst. Óskilvirk stjórnsýsla í skipulagsmálum Þegar kemur að skipulags- og byggingarmálum bendir starfshópurinn á að í dag eigi sveitarfélögin samskipti við ríkið í skipulags- og húsnæðismálum í gegnum fjölmörg ólík kerfi og þrjár stofnanir. Afleiðing þess geti verið óskilvirk og dýr stjórnsýsla, skortur á yfirsýn sem svo leiði til „flöskuhálsa“ sem hafi neikvæð áhrif á framboð á húsnæðismarkaði. Starfshópurinn leggur því til að ráðist verði í heildstæða endurskoðun á skipulagslögum. Þá verði ákveðin ákvæði byggingarreglugerðar endurskoðuð og gjaldskrár sveitarfélaga samræmdar, svo fátt eitt sé nefnt. Öruggar samgöngur forsenda hagkvæmrar búsetu Í síðasti kafla skýrslunnar er fjallað um samgöngur og bent á að greiðar og öruggar samgöngur séu stór forsenda hagkvæmrar búsetu og gæða búsetuskilyrða. Lagt er til að áætlanir um framkvæmdir í samgöngumálum og áætlanir sveitarfélaga um framboð lóða og íbúða á vaxtasvæðum séu samþættar, gjaldsvæði almenningssamgangna á vaxtarsvæðum samræmt og einfaldað og greiður framgangur framkvæmda við Borgarlínu og skipulagsvinnu verði tryggður þannig að uppbygging íbúða á Keldnalandi og Blikastaðalandi geti sem fyrst komist til framkvæmda.
Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Leigumarkaður Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Setur útlendingum sem sækja nám strangari skilyrði Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira