Leiðtoginn í höfuðvígi Miðflokksins Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. maí 2022 20:31 Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir er oddviti Miðflokksins í Grindavík. Hún leiddi flokk sinn til stórsigurs í bænum. Vísir/Arnar Grindavík er orðin stærsta vígi Miðflokksins, og jafnframt eitt það síðasta, á sveitarstjórnarstiginu. Oddviti flokksins í bænum átti ekki von á því að flokkurinn ynni slíkan stórsigur - en telur ýmsar ástæður liggja þar að baki. Miðflokkurinn reið ekki sérlega feitum hesti frá nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum á landsvísu, þurrkaðist hreinlega víða út. En því var snaröfugt farið í Grindavík. Flokkurinn náði alls inn sex sveitarstjórnarmönnum; einum á Akureyri, í Norðurþingi og Múlaþingi - og heilum þremur í Grindavík. Þar vann flokkurinn sannkallaðan stórsigur - bætti við sig tveimur mönnum og er stærsti flokkurinn í bæjarstjórn. Og kynnum nú til sögunnar konuna sem leiddi listann til sigurs; Hallfríði Hólmgrímsdóttur, viðskiptafræðing og bæjarfulltrúa. „Við vorum með meðbyr, klárlega, þannig að ég átti alveg von á að við myndum bæta við okkur. En ekki tveimur mönnum,“ segir Hallfríður við fréttastofu fyrir utan bæjarskrifstofurnar í Grindavík. Elska Grindvíkingar Sigmund Davíð? Íbúar vilji greinilega breytingar en Sjálfstæðisflokkur og Framsókn mynduðu meirihluta á kjörtímabilinu sem nú er að klárast. Hallfríður telur ekki að sigurinn skrifist á mikið persónufylgi hennar í bænum - þó að fólk hafi greinilega verið ánægt með störf hennar. „Ég held ég hafi staðið mig gríðarlega vel á kjörtímabilinu. Hópurinn okkar er ofboðslega flottur og málefni eldri borgara voru í hávegum höfð hjá okkur.“ Þannig að þú túlkar þetta ekki sem svo að Grindavík sé endilega eitthvað höfuðvígi Miðflokksins, að hér séu allir svo miklir stuðningsmenn Sigmundar Davíðs [Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins]? „Kannski í og með en að minnsta kosti er það þannig að Grindvíkingar eru búnir að velja sér leiðtoga til að leiða vinnu næstu fjögurra ára,“ segir Hallfríður. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Grindavík Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Miðflokkurinn reið ekki sérlega feitum hesti frá nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum á landsvísu, þurrkaðist hreinlega víða út. En því var snaröfugt farið í Grindavík. Flokkurinn náði alls inn sex sveitarstjórnarmönnum; einum á Akureyri, í Norðurþingi og Múlaþingi - og heilum þremur í Grindavík. Þar vann flokkurinn sannkallaðan stórsigur - bætti við sig tveimur mönnum og er stærsti flokkurinn í bæjarstjórn. Og kynnum nú til sögunnar konuna sem leiddi listann til sigurs; Hallfríði Hólmgrímsdóttur, viðskiptafræðing og bæjarfulltrúa. „Við vorum með meðbyr, klárlega, þannig að ég átti alveg von á að við myndum bæta við okkur. En ekki tveimur mönnum,“ segir Hallfríður við fréttastofu fyrir utan bæjarskrifstofurnar í Grindavík. Elska Grindvíkingar Sigmund Davíð? Íbúar vilji greinilega breytingar en Sjálfstæðisflokkur og Framsókn mynduðu meirihluta á kjörtímabilinu sem nú er að klárast. Hallfríður telur ekki að sigurinn skrifist á mikið persónufylgi hennar í bænum - þó að fólk hafi greinilega verið ánægt með störf hennar. „Ég held ég hafi staðið mig gríðarlega vel á kjörtímabilinu. Hópurinn okkar er ofboðslega flottur og málefni eldri borgara voru í hávegum höfð hjá okkur.“ Þannig að þú túlkar þetta ekki sem svo að Grindavík sé endilega eitthvað höfuðvígi Miðflokksins, að hér séu allir svo miklir stuðningsmenn Sigmundar Davíðs [Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins]? „Kannski í og með en að minnsta kosti er það þannig að Grindvíkingar eru búnir að velja sér leiðtoga til að leiða vinnu næstu fjögurra ára,“ segir Hallfríður.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Grindavík Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira