Nota húmor til að vekja athygli á litla Íslandi: „Við verðum að segja sögurnar öðruvísi“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 20. maí 2022 20:00 Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu, segir að um frekar nýstárlega hugmynd hafi verið að ræða. Vísir/Samsett Íslenskir hestar eru í heldur óvenjulegu hlutverki í nýrri auglýsingu sem ætlað er að markaðsetja Ísland sem áfangastað. Fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu segir það hafa reynst þeim vel að nota húmor í auknum mæli til að færa fólk saman. „Við verðum að segja sögurnar öðruvísi“ Hugmyndin að herferðinni kviknaði nú þegar hömlulaust ferðasumar er framundan eftir faraldurinn en á sama tíma eru skilin milli vinnu og einkalífs að verða óskýrari, til að mynda leiddi könnun Íslandsstofu í ljós að margir skoða vinnupóstinn sinn daglega meðan þeir eru í fríi. „Við hugsuðum, hérna er vandamál, hvernig getum við leyst það? Þannig að augljóslega þá bjuggum við til risastórt lyklaborð, sérhannað fyrir hófa, og fengum þrjá íslenska hesta til þess að til skrifa skilaboð sem eru nú aðgengileg á síðunni outhorseyouremail.com,“ segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu. Já, það er ekki flóknara en það. Hægt er að velja Litlu Stjörnu frá Hvítarholti, Hrímni frá Hvammi, eða Heklu frá Þorkellshóli, en það eina sem þú þarft er að fylla út þínar upplýsingar og út færðu sérhönnuð skilaboð fyrir fríið. Skilaboðin eru vissulega eins og hestur hafi skrifað þau. Síðasta herferð Íslandsstofu sló sömuleiðis í gegn en þar var gert létt grín að stofnanda Facebook með hinu svokallaða Icelandverse. Þrátt fyrir að markmið auglýsinganna sé að sjálfsögðu alltaf að vekja athygli á Íslandi sem áfangastað hefur húmor reynst þeim vel. „Það sem við reynum svolítið að gera með okkar herferðum, við erum með minna fjármagn heldur en þeir áfangastaðir sem við erum að keppa við þannig að við verðum að segja sögurnar öðruvísi og við höfum fundið að húmor er mjög sterkt tæki til að koma skilaboðum á framfæri,“ segir Sigríður. Herferðin er hluti af markaðsverkefninu Ísland saman í sókn fyrir áfangastaðinn Ísland en herferðin er unnin í samstarfi við auglýsingastofurnar SS+K sem er hluti af M&C Saatchi keðjunni og íslensku auglýsingastofuna Peel. Leikstjórn var í höndum Reynis Lyngdals, Veigar Margeirsson samdi tónlist og Ólafur Darri Ólafsson sá um lestur. Bjart fram undan fyrir Íslendinga Ferðaþjónustan er nú aftur að fara á fullt eftir faraldurinn og keppast lönd við að markaðssetja sig sem eftirsóknarverðan áfangastað. „Ísland er mjög áberandi í okkar herferðum og við erum að reyna að sýna myndir, hvað þú getur gert á Íslandi, hvernig lítur Ísland út og það er svona grundvöllurinn í okkar skilaboðum það er að reyna að hvetja fólk til að hugsa um Ísland sem næsta áfangastað,“ segir Sigríður. Því er spáð að 1,5 milljónir ferðamanna komi til Íslands í ár og tvær milljónir árið þar á eftir. Sigríður segir að Íslendingar geti verið mjög ánægðir með þann árangur sem þegar hefur náðst þrátt fyrir óvissu og erfiða tíma. „Við getum verið mjög ánægð með það hvernig þetta er að þróast núna eftir heimsfaraldur. Það er ekkert sjálfgefið í þessu en með samhentu átaki og aðgerðum stjórnvalda og seiglu greinarinnar, þá er bjart fram undan,“ segir Sigríður. Ferðamennska á Íslandi Hestar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Náðu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Cecilie tekur við af Auði Menning Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Fleiri fréttir Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Sjá meira
„Við verðum að segja sögurnar öðruvísi“ Hugmyndin að herferðinni kviknaði nú þegar hömlulaust ferðasumar er framundan eftir faraldurinn en á sama tíma eru skilin milli vinnu og einkalífs að verða óskýrari, til að mynda leiddi könnun Íslandsstofu í ljós að margir skoða vinnupóstinn sinn daglega meðan þeir eru í fríi. „Við hugsuðum, hérna er vandamál, hvernig getum við leyst það? Þannig að augljóslega þá bjuggum við til risastórt lyklaborð, sérhannað fyrir hófa, og fengum þrjá íslenska hesta til þess að til skrifa skilaboð sem eru nú aðgengileg á síðunni outhorseyouremail.com,“ segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu. Já, það er ekki flóknara en það. Hægt er að velja Litlu Stjörnu frá Hvítarholti, Hrímni frá Hvammi, eða Heklu frá Þorkellshóli, en það eina sem þú þarft er að fylla út þínar upplýsingar og út færðu sérhönnuð skilaboð fyrir fríið. Skilaboðin eru vissulega eins og hestur hafi skrifað þau. Síðasta herferð Íslandsstofu sló sömuleiðis í gegn en þar var gert létt grín að stofnanda Facebook með hinu svokallaða Icelandverse. Þrátt fyrir að markmið auglýsinganna sé að sjálfsögðu alltaf að vekja athygli á Íslandi sem áfangastað hefur húmor reynst þeim vel. „Það sem við reynum svolítið að gera með okkar herferðum, við erum með minna fjármagn heldur en þeir áfangastaðir sem við erum að keppa við þannig að við verðum að segja sögurnar öðruvísi og við höfum fundið að húmor er mjög sterkt tæki til að koma skilaboðum á framfæri,“ segir Sigríður. Herferðin er hluti af markaðsverkefninu Ísland saman í sókn fyrir áfangastaðinn Ísland en herferðin er unnin í samstarfi við auglýsingastofurnar SS+K sem er hluti af M&C Saatchi keðjunni og íslensku auglýsingastofuna Peel. Leikstjórn var í höndum Reynis Lyngdals, Veigar Margeirsson samdi tónlist og Ólafur Darri Ólafsson sá um lestur. Bjart fram undan fyrir Íslendinga Ferðaþjónustan er nú aftur að fara á fullt eftir faraldurinn og keppast lönd við að markaðssetja sig sem eftirsóknarverðan áfangastað. „Ísland er mjög áberandi í okkar herferðum og við erum að reyna að sýna myndir, hvað þú getur gert á Íslandi, hvernig lítur Ísland út og það er svona grundvöllurinn í okkar skilaboðum það er að reyna að hvetja fólk til að hugsa um Ísland sem næsta áfangastað,“ segir Sigríður. Því er spáð að 1,5 milljónir ferðamanna komi til Íslands í ár og tvær milljónir árið þar á eftir. Sigríður segir að Íslendingar geti verið mjög ánægðir með þann árangur sem þegar hefur náðst þrátt fyrir óvissu og erfiða tíma. „Við getum verið mjög ánægð með það hvernig þetta er að þróast núna eftir heimsfaraldur. Það er ekkert sjálfgefið í þessu en með samhentu átaki og aðgerðum stjórnvalda og seiglu greinarinnar, þá er bjart fram undan,“ segir Sigríður.
Ferðamennska á Íslandi Hestar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Náðu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Cecilie tekur við af Auði Menning Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Fleiri fréttir Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Sjá meira