Líst ekki á leiguþak og óttast að of ströng skilyrði geti skaðað framboð Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. maí 2022 12:05 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Egill Fjármála- og efnahagsráðherra líst ekki á hugmyndir um leiguþak hér á landi líkt og aðrir ráðherrar hafa talað fyrir. Hann óttast að of ströng skilyrði geti orðið til þess að skaða framboð á leigumarkaði. Nauðsynlegt sé þó að bæta stöðu leigjenda og gera umbætur á húsnæðismarkaði, þar sem ofboðslegur vandi blasir við. Leiguverð hefur hækkað talsvert á síðustu misserum og virðist ekkert lát vera á hækkunum. Verkalýðshreyfingin hefur varað alvarlega við þróuninni og hvatt stjórnvöld til að grípa í taumana. Viðskiptaráðherra sagði á dögunum að skoða þyrfti það alvarlega að setja hömlur á hækkun leiguverðs. Forsætisráðherra sagðist þá tilbúin til að skoða leiguþak en innviðaráðherra sagði þau skorta betri upplýsingar til að geta tekið ákvörðun í þeim málum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að fara þurfi varlega þegar kemur að aðgerðum á borð við leiguþak. „Ég hef haft áhyggjur af því að með því að setja of ströng skilyrði á leigumarkað þá geti menn einfaldlega verið að skaða framboðið og það er akkúrat öfugt við það sem við viljum vera að gera,“ segir Bjarni. Hann segir þó mikilvægt að huga að stöðu leigjenda og stuðla að frekara jafnvægi milli leigjenda og leigusala. „Ég held að við getum gert umbætur á leigumarkaði sem að skipta máli, en við þurfum að gæta okkar að fara ekki að fikta í hlutum sem að geta á endanum leitt til þess að minna verður af framboðnu leiguhúsnæði,“ segir hann. Þarf að bregðast hratt við húsnæðisvandanum Starfshópur á vegum þjóðhagsráðs skilaði inn tillögum að umbætum á húsnæðismarkaði í vikunni, þar á meðal á leigumarkaði, en í grunninn er ljóst að það þurfi að auka framboð verulega. Starfshópurinn leggur til að 35 þúsund íbúðir verði byggðar á næstu tíu árum. Ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga munu nú hefja viðræður um byggingu 4.000 íbúða á landsvísu á ári næstu fimm árin og 3.500 árlega næstu fimm ár þar á eftir. „Þetta er góð byrjun en útfærslan er að verulegu leiti eftir og við þurfum að ná þessum rammasamningumvið sveitarfélögin. Við þurfum líka að sjá til þess að það sé einfaldlega framkvæmdageta í landinu en við erum búin að kortleggja það sem þarf að gera og erum þess vegna komin vel af stað,“ segir Bjarni. Ýmsar áskoranir eru þó til staðar, til að mynda hvernig mannfjöldinn er að þróast innanlands auk þess sem mikið innflutt vinnuafl er hér á landi. „Það er ofboðslegur húsnæðisvandi í augnablikinu sem að verður að bregðast hratt við,“ segir hann. Er raunhæft að þetta gerist á næstu tíu árum? „Já, ég held að þetta sé alveg raunhæft en þetta gerist ekki af sjálfu sér,“ segir Bjarni. Húsnæðismál Leigumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Endurnýjaðir leigusamningar Ölmu ekki hækkaðir umfram verðbólgu Stjórn Ölmu íbúðafélags hefur ákveðið að út þetta ár verði endurnýjaðir leigusamningar félagsins ekki hækkaðir umfram hækkun vísitölu neysluverðs en hún mælist núna 7,2 prósent. 19. maí 2022 18:24 Segir Sigurð Inga blessa okrið á leigumarkaði Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins mælti fyrir frumvarpi í gær sem miðar að því að bæta húsnæðisöryggi og réttarstöðu leigjanda. Gunnar Smári Egilsson, einn helsti foringi Sósíalista gefur lítið fyrir frumvarpið. 18. maí 2022 15:38 Minni verðbólga með „byggja til að leigja“ stefnunni Hagfræðingur segir að stjórnvöld og lífeyrissjóðir verði að byggja meira til að auka framboð á fasteignamarkaði og ekki síst undir merkjum „byggja til að leigja“ stefnunnar. Gott framboð af leiguhúsnæði hafi til að mynda haldið aftur af verðbólgu í þýskumælandi löndum Evrópu. 3. maí 2022 13:22 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Leiguverð hefur hækkað talsvert á síðustu misserum og virðist ekkert lát vera á hækkunum. Verkalýðshreyfingin hefur varað alvarlega við þróuninni og hvatt stjórnvöld til að grípa í taumana. Viðskiptaráðherra sagði á dögunum að skoða þyrfti það alvarlega að setja hömlur á hækkun leiguverðs. Forsætisráðherra sagðist þá tilbúin til að skoða leiguþak en innviðaráðherra sagði þau skorta betri upplýsingar til að geta tekið ákvörðun í þeim málum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að fara þurfi varlega þegar kemur að aðgerðum á borð við leiguþak. „Ég hef haft áhyggjur af því að með því að setja of ströng skilyrði á leigumarkað þá geti menn einfaldlega verið að skaða framboðið og það er akkúrat öfugt við það sem við viljum vera að gera,“ segir Bjarni. Hann segir þó mikilvægt að huga að stöðu leigjenda og stuðla að frekara jafnvægi milli leigjenda og leigusala. „Ég held að við getum gert umbætur á leigumarkaði sem að skipta máli, en við þurfum að gæta okkar að fara ekki að fikta í hlutum sem að geta á endanum leitt til þess að minna verður af framboðnu leiguhúsnæði,“ segir hann. Þarf að bregðast hratt við húsnæðisvandanum Starfshópur á vegum þjóðhagsráðs skilaði inn tillögum að umbætum á húsnæðismarkaði í vikunni, þar á meðal á leigumarkaði, en í grunninn er ljóst að það þurfi að auka framboð verulega. Starfshópurinn leggur til að 35 þúsund íbúðir verði byggðar á næstu tíu árum. Ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga munu nú hefja viðræður um byggingu 4.000 íbúða á landsvísu á ári næstu fimm árin og 3.500 árlega næstu fimm ár þar á eftir. „Þetta er góð byrjun en útfærslan er að verulegu leiti eftir og við þurfum að ná þessum rammasamningumvið sveitarfélögin. Við þurfum líka að sjá til þess að það sé einfaldlega framkvæmdageta í landinu en við erum búin að kortleggja það sem þarf að gera og erum þess vegna komin vel af stað,“ segir Bjarni. Ýmsar áskoranir eru þó til staðar, til að mynda hvernig mannfjöldinn er að þróast innanlands auk þess sem mikið innflutt vinnuafl er hér á landi. „Það er ofboðslegur húsnæðisvandi í augnablikinu sem að verður að bregðast hratt við,“ segir hann. Er raunhæft að þetta gerist á næstu tíu árum? „Já, ég held að þetta sé alveg raunhæft en þetta gerist ekki af sjálfu sér,“ segir Bjarni.
Húsnæðismál Leigumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Endurnýjaðir leigusamningar Ölmu ekki hækkaðir umfram verðbólgu Stjórn Ölmu íbúðafélags hefur ákveðið að út þetta ár verði endurnýjaðir leigusamningar félagsins ekki hækkaðir umfram hækkun vísitölu neysluverðs en hún mælist núna 7,2 prósent. 19. maí 2022 18:24 Segir Sigurð Inga blessa okrið á leigumarkaði Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins mælti fyrir frumvarpi í gær sem miðar að því að bæta húsnæðisöryggi og réttarstöðu leigjanda. Gunnar Smári Egilsson, einn helsti foringi Sósíalista gefur lítið fyrir frumvarpið. 18. maí 2022 15:38 Minni verðbólga með „byggja til að leigja“ stefnunni Hagfræðingur segir að stjórnvöld og lífeyrissjóðir verði að byggja meira til að auka framboð á fasteignamarkaði og ekki síst undir merkjum „byggja til að leigja“ stefnunnar. Gott framboð af leiguhúsnæði hafi til að mynda haldið aftur af verðbólgu í þýskumælandi löndum Evrópu. 3. maí 2022 13:22 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Endurnýjaðir leigusamningar Ölmu ekki hækkaðir umfram verðbólgu Stjórn Ölmu íbúðafélags hefur ákveðið að út þetta ár verði endurnýjaðir leigusamningar félagsins ekki hækkaðir umfram hækkun vísitölu neysluverðs en hún mælist núna 7,2 prósent. 19. maí 2022 18:24
Segir Sigurð Inga blessa okrið á leigumarkaði Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins mælti fyrir frumvarpi í gær sem miðar að því að bæta húsnæðisöryggi og réttarstöðu leigjanda. Gunnar Smári Egilsson, einn helsti foringi Sósíalista gefur lítið fyrir frumvarpið. 18. maí 2022 15:38
Minni verðbólga með „byggja til að leigja“ stefnunni Hagfræðingur segir að stjórnvöld og lífeyrissjóðir verði að byggja meira til að auka framboð á fasteignamarkaði og ekki síst undir merkjum „byggja til að leigja“ stefnunnar. Gott framboð af leiguhúsnæði hafi til að mynda haldið aftur af verðbólgu í þýskumælandi löndum Evrópu. 3. maí 2022 13:22
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent