Sauðburði víða lokið eða er senn að ljúka Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. maí 2022 21:32 Ær á Álftavatni með lömbin sín tvö í fallegu grænu grasi við bæinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sauðburði er nú að ljúka hjá sauðfjárbændum landsins og á sumum stöðum er hann alveg búin. Á bænum Álftavatni í Snæfellsbæ hefur sauðburður aldrei gengið eins vel og í vor. Ragnhildur Sigurðardóttir og Gísli Örn Bjarkarson eru sauðfjárbændur á bænum. Þau eiga þrjú börn, sem eru mjög dugleg að hjálpa til við í sauðburði. Um 500 fjár eru á bænum. „Og það dýrmætasta er náttúrulega þessu dásamlegu börn, sem koma og hjálpa til. Þetta er mjög fjölskylduvænt að hafa eitthvað svona, sem skiptir okkur máli og vinna saman í. Svo fær maður náttúrulega góðan mat og það er gaman og gefandi að vera innan um dýr,“ segir Ragnhildur. Og það hefur gengið vel sauðburður í vor eða? „Já, sjö, níu, þrettán, já, náttúrulega grænt gras á túnunum og við höfum ekki þurft að fara með eina einustu kind til dýralæknis, ekki í keisaraskurð eða neitt þannig og þetta er að verða búið. Það eru svona 52 eftir og einn gemlingur.“ Ragnhildur og Björk dóttir hennar í fjárhúsinu á Álftavatni í Snæfellsbæ þar sem sauðburði er senn að ljúka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Björk dóttir hjónanna tók sitt sumarfrí í leikskóla í Reykjavík og í Þjóðleikhúsinu til að koma heim í sauðburð. Hún er einstaklega góð að taka á móti lömbum. Forystuærin Flekka var að bera tveimur lömbum, sem Björk aðstoðaði við. „Þetta eru tvær gimbrar. Það þarf stundum að hjálpa, það kemur oft fyrir að það sé bara annar fóturinn og þá þarf að sækja hinn og svo getur verið að það komi aftur á bak eða eitthvað annað vesen,“ segir Björk og bætir við að sauðburður og réttir, séu skemmtilegasti tíminn í sveitinni. Björk tók sér sumarfrí í vinnunum sínum í Reykjavík til að fara heim í sauðburð með foreldrum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Snæfellsbær Landbúnaður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira
Ragnhildur Sigurðardóttir og Gísli Örn Bjarkarson eru sauðfjárbændur á bænum. Þau eiga þrjú börn, sem eru mjög dugleg að hjálpa til við í sauðburði. Um 500 fjár eru á bænum. „Og það dýrmætasta er náttúrulega þessu dásamlegu börn, sem koma og hjálpa til. Þetta er mjög fjölskylduvænt að hafa eitthvað svona, sem skiptir okkur máli og vinna saman í. Svo fær maður náttúrulega góðan mat og það er gaman og gefandi að vera innan um dýr,“ segir Ragnhildur. Og það hefur gengið vel sauðburður í vor eða? „Já, sjö, níu, þrettán, já, náttúrulega grænt gras á túnunum og við höfum ekki þurft að fara með eina einustu kind til dýralæknis, ekki í keisaraskurð eða neitt þannig og þetta er að verða búið. Það eru svona 52 eftir og einn gemlingur.“ Ragnhildur og Björk dóttir hennar í fjárhúsinu á Álftavatni í Snæfellsbæ þar sem sauðburði er senn að ljúka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Björk dóttir hjónanna tók sitt sumarfrí í leikskóla í Reykjavík og í Þjóðleikhúsinu til að koma heim í sauðburð. Hún er einstaklega góð að taka á móti lömbum. Forystuærin Flekka var að bera tveimur lömbum, sem Björk aðstoðaði við. „Þetta eru tvær gimbrar. Það þarf stundum að hjálpa, það kemur oft fyrir að það sé bara annar fóturinn og þá þarf að sækja hinn og svo getur verið að það komi aftur á bak eða eitthvað annað vesen,“ segir Björk og bætir við að sauðburður og réttir, séu skemmtilegasti tíminn í sveitinni. Björk tók sér sumarfrí í vinnunum sínum í Reykjavík til að fara heim í sauðburð með foreldrum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Snæfellsbær Landbúnaður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira