Woods sagði þetta gott eftir að hann var kominn níu höggum yfir par 79, sem er versta frammistaða hans í þeim 22 PGA mótum sem hann hefur tekið þátt í.
Kylfingurinn knái átti erfitt með göngulag á vellinum en hann virtist bæði haltur og stífur þegar hann gekk um grasið.
Sílemaðurinn Mito Pereira er í forystu eftir gærdaginn níu höggum undir pari. Hann er þremur höggum á undan þeim Matt Fitzpatrick og Will Zalatoris. Pereira er ekki þekkt stærð í golfinu en hann er í 100. sæti heimslistans.
PGA mótaröðin fer aftur af stað klukkan 16 í dag.
Tiger has withdrawn after playing three rounds in the PGA Championship. pic.twitter.com/vy3QME3CyJ
— Bleacher Report (@BleacherReport) May 21, 2022