Anníe Mist og félagar tóku „gulldansinn“ eftir fullkomna helgi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2022 11:31 Anníe Mist Þórisdóttir, Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo fagna sigri með skemmtilegum hætti í gær. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir og liðsfélagar hennar í CrossFit Reykjavik liðinu tryggðu sér sæti á heimsleikunum um helgina og það eins sannfærandi og hægt er. Þetta gerðu þau á undanúrslitamótinu CrossFit Lowlands Throwdown í Amsterdam. Björgvin Karl Guðmundsson varð síðan fyrstur Íslendinga í einstaklingskeppni til að tryggja sér sæti á heimsleikunum í CrossFit í haust. Sara Sigmundsdóttir var aftur á móti einu sæti frá því að tryggja sig á heimsleikana. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Það voru 600 stig í boði í liðakeppninni og það komu 600 stig í hús hjá Anníe Mist Þórisdóttur, Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo. Ekki nóg með að þau unnu allar sex greinarnar heldur unnu þau þær flestar með miklum yfirburðum. CrossFit Reykjavik fékk 95 stigum meira en næsta lið var CrossFit Zarautz frá Spáni. Hin þrjú liðin sem komust áfram voru CrossFit Portti frá Finnlandi, CrossFit Oslo Purple Red frá Noregi og CrossFit 2150 Team Norce frá Danmörku. Björgvin Karl Guðmundsson endaði í öðru sæti í karlakeppninni, 32 stigum á eftir Lazar Dukic frá Serbíu. Uldis Upenieks frá Lettlandi, Moritz Fiebig frá Þýskalandi og Enrico Zenoni frá Ítalíu tryggðu sér líka farseðil á heimsleikana. Haraldur Holgersson stóð sig vel en varð að sætta sig við tíunda sætið. Björgvin Karl var mjög öflugur í seinni hluta keppninnar en í síðustu þremur greinunum var hann tvisvar í öðru sæti og einu sinni í því þriðja. Sara Sigmundsdóttir endaði í sjötta sæti hjá konunum og vantaði 56 stig til að ná fimmta og síðasta sætinu sem gaf sæti á heimsleikanna. Laura Horvath frá Ungverjalandi, Karin Freyová frá Slóvakíu, Gabriela Migala frá Póllandi. Matilde Garnes frá Noregi, Lucy Campbell frá Bretlandi eru komnar á heimsleikana. Sara gaf sér smá von með því að vinna fimmtu og næstsíðustu greinina en endaði síðan tólfta í þeirri síðustu og sat því eftir. Oddrún Eik Gylfadottir var líka með og endaði í 22. sætinu. Lið helgarinnar fögnuðu sigri með því að taka gulldansinn í blíðunni í Amsterdam í gær og má sjá hann hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Fleiri fréttir „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Sjá meira
Björgvin Karl Guðmundsson varð síðan fyrstur Íslendinga í einstaklingskeppni til að tryggja sér sæti á heimsleikunum í CrossFit í haust. Sara Sigmundsdóttir var aftur á móti einu sæti frá því að tryggja sig á heimsleikana. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Það voru 600 stig í boði í liðakeppninni og það komu 600 stig í hús hjá Anníe Mist Þórisdóttur, Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo. Ekki nóg með að þau unnu allar sex greinarnar heldur unnu þau þær flestar með miklum yfirburðum. CrossFit Reykjavik fékk 95 stigum meira en næsta lið var CrossFit Zarautz frá Spáni. Hin þrjú liðin sem komust áfram voru CrossFit Portti frá Finnlandi, CrossFit Oslo Purple Red frá Noregi og CrossFit 2150 Team Norce frá Danmörku. Björgvin Karl Guðmundsson endaði í öðru sæti í karlakeppninni, 32 stigum á eftir Lazar Dukic frá Serbíu. Uldis Upenieks frá Lettlandi, Moritz Fiebig frá Þýskalandi og Enrico Zenoni frá Ítalíu tryggðu sér líka farseðil á heimsleikana. Haraldur Holgersson stóð sig vel en varð að sætta sig við tíunda sætið. Björgvin Karl var mjög öflugur í seinni hluta keppninnar en í síðustu þremur greinunum var hann tvisvar í öðru sæti og einu sinni í því þriðja. Sara Sigmundsdóttir endaði í sjötta sæti hjá konunum og vantaði 56 stig til að ná fimmta og síðasta sætinu sem gaf sæti á heimsleikanna. Laura Horvath frá Ungverjalandi, Karin Freyová frá Slóvakíu, Gabriela Migala frá Póllandi. Matilde Garnes frá Noregi, Lucy Campbell frá Bretlandi eru komnar á heimsleikana. Sara gaf sér smá von með því að vinna fimmtu og næstsíðustu greinina en endaði síðan tólfta í þeirri síðustu og sat því eftir. Oddrún Eik Gylfadottir var líka með og endaði í 22. sætinu. Lið helgarinnar fögnuðu sigri með því að taka gulldansinn í blíðunni í Amsterdam í gær og má sjá hann hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Fleiri fréttir „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Sjá meira