Leikhléin sýna hvernig Erlingur greip í taumana í báðum hálfleikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2022 12:30 Erlingur Birgir Richardsson tókst að stýra ÍBV-liðinu til sigurs á Val án tveggja bestu skyttna liðsins, þeirra Rúnars Kárasonar og Sigtryggs Daða Rúnarssonar, sem sjást hér fyrir aftan hann eftir að þeir meiddust í leik eitt. Vísir/Hulda Margrét Eyjamönnum tókst að jafna metin í úrslitaeinvígi sínu á móti Val í gær og vera um leið fyrsta liðið í þessari úrslitakeppni sem fagnar sigri á móti þessu öfluga Valsliði. Valsmenn höfðu keyrt yfir Eyjamenn í fyrsta leiknum ekki síst í fyrri hálfleik sem liðið vann með þrettán mörkum, 22-9. Í leiknum í gær gerðu Valsmenn sig líklega til að bruna yfir heimamenn í báðum hálfleikjum en skynsamur þjálfari Eyjamanna, Erlingur Birgir Richardsson, tókst að vekja sína menn í bæði skiptin. Erlingur tók tvö leikhlé í fyrsta leiknum, það fyrsta í stöðunni 7-2 fyrir Val og það seinna í stöðunni 17-7 en tókst ekki að snúa við blaðinu fyrr en í hálfleiknum. Eyjamenn bitu aðeins frá sér í seinni hálfleik á fyrsta leiknum en munurinn fór þó bara úr þrettán mörkum niður í tíu mörk. Valsliðið gerði sig þar með líklegt til að bruna yfir Eyjamenn aftur í Eyjum í gær og þurfti Erlingur að taka fyrsta leikhléið sitt eftir rétt rúma átta og hálfa mínútu. Þá voru Valsmenn komnir fjórum mörkum yfir, 7-3, og það stefndi óefni. Erlingi tókst að vekja sína menn sem minnkuðu muninn niður í eitt mark fyrir hlé og fengu líka tækifæri til að jafna metin en klúðruðu víti í síðasta kasti hálfleiksins. Valsmenn hófu seinni hálfleikinn af sama krafti og voru skyndilega komnir fimm mörkum yfir á ný, 20-15. Erlingur tók nú leikhlé þegar rúm fimm og hálf mínúta var liðin af hálfleiknum. Aftur tókst Eyjamönnum að snúa við blaðinu eftir að hafa fengið orð í eyra frá Erlingi. Þeir komu sér aftur inn í leikinn og náðu síðan að landa sigri með frábærum lokamínútum. Þetta þýðir að Valsmenn unnu byrjun beggja hálfleikja með samtals átta marka mun en Eyjamenn skoruðu tíu mörkum meira en gestirnir eftir að hafa fengið þessi góðu ráð frá þjálfara sínum. Eyjamenn verða að reyna að hægja á Valsmönnum og þeirra hröðu miðju til þess að fækka ódýru mörkunum. Það tókst hjá þeim í Eyjum í gær eftir smá basl í byrjun fyrri og seinni en Eyjavörnin fékk því í framhaldinu betri og fleiri tækifæri til að stilla sér upp og sýna mátt sinn. Það er hins vegar ljóst að Eyjamenn hafa ekki efni á því að byrja hálfleikina svona illa. Næsti leikur er á Hlíðarenda á miðvikudaginn kemur. Hvort fyrsti leikurinn hafi verið slys kemur þá fyrst almennilega í ljós. Eyjamenn fyrir leikhlé Erlings Í fyrri hálfleik (eftir 8:35): Valur +4 (7-3) Í seinni hálfleik (eftir 5:40): Valur +4 (5-1) Samtals: Valur +8 (12-4) - Eyjamenn eftir leikhlé Erlings Í fyrri hálfleik (síðustu 21:25): ÍBV +3 (11-8) Í seinni hálfleik (síðustu 24:20): ÍBV +7 (18-11) Samtals: ÍBV +10 (29-19) Olís-deild karla Valur ÍBV Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Sjá meira
Valsmenn höfðu keyrt yfir Eyjamenn í fyrsta leiknum ekki síst í fyrri hálfleik sem liðið vann með þrettán mörkum, 22-9. Í leiknum í gær gerðu Valsmenn sig líklega til að bruna yfir heimamenn í báðum hálfleikjum en skynsamur þjálfari Eyjamanna, Erlingur Birgir Richardsson, tókst að vekja sína menn í bæði skiptin. Erlingur tók tvö leikhlé í fyrsta leiknum, það fyrsta í stöðunni 7-2 fyrir Val og það seinna í stöðunni 17-7 en tókst ekki að snúa við blaðinu fyrr en í hálfleiknum. Eyjamenn bitu aðeins frá sér í seinni hálfleik á fyrsta leiknum en munurinn fór þó bara úr þrettán mörkum niður í tíu mörk. Valsliðið gerði sig þar með líklegt til að bruna yfir Eyjamenn aftur í Eyjum í gær og þurfti Erlingur að taka fyrsta leikhléið sitt eftir rétt rúma átta og hálfa mínútu. Þá voru Valsmenn komnir fjórum mörkum yfir, 7-3, og það stefndi óefni. Erlingi tókst að vekja sína menn sem minnkuðu muninn niður í eitt mark fyrir hlé og fengu líka tækifæri til að jafna metin en klúðruðu víti í síðasta kasti hálfleiksins. Valsmenn hófu seinni hálfleikinn af sama krafti og voru skyndilega komnir fimm mörkum yfir á ný, 20-15. Erlingur tók nú leikhlé þegar rúm fimm og hálf mínúta var liðin af hálfleiknum. Aftur tókst Eyjamönnum að snúa við blaðinu eftir að hafa fengið orð í eyra frá Erlingi. Þeir komu sér aftur inn í leikinn og náðu síðan að landa sigri með frábærum lokamínútum. Þetta þýðir að Valsmenn unnu byrjun beggja hálfleikja með samtals átta marka mun en Eyjamenn skoruðu tíu mörkum meira en gestirnir eftir að hafa fengið þessi góðu ráð frá þjálfara sínum. Eyjamenn verða að reyna að hægja á Valsmönnum og þeirra hröðu miðju til þess að fækka ódýru mörkunum. Það tókst hjá þeim í Eyjum í gær eftir smá basl í byrjun fyrri og seinni en Eyjavörnin fékk því í framhaldinu betri og fleiri tækifæri til að stilla sér upp og sýna mátt sinn. Það er hins vegar ljóst að Eyjamenn hafa ekki efni á því að byrja hálfleikina svona illa. Næsti leikur er á Hlíðarenda á miðvikudaginn kemur. Hvort fyrsti leikurinn hafi verið slys kemur þá fyrst almennilega í ljós. Eyjamenn fyrir leikhlé Erlings Í fyrri hálfleik (eftir 8:35): Valur +4 (7-3) Í seinni hálfleik (eftir 5:40): Valur +4 (5-1) Samtals: Valur +8 (12-4) - Eyjamenn eftir leikhlé Erlings Í fyrri hálfleik (síðustu 21:25): ÍBV +3 (11-8) Í seinni hálfleik (síðustu 24:20): ÍBV +7 (18-11) Samtals: ÍBV +10 (29-19)
Eyjamenn fyrir leikhlé Erlings Í fyrri hálfleik (eftir 8:35): Valur +4 (7-3) Í seinni hálfleik (eftir 5:40): Valur +4 (5-1) Samtals: Valur +8 (12-4) - Eyjamenn eftir leikhlé Erlings Í fyrri hálfleik (síðustu 21:25): ÍBV +3 (11-8) Í seinni hálfleik (síðustu 24:20): ÍBV +7 (18-11) Samtals: ÍBV +10 (29-19)
Olís-deild karla Valur ÍBV Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Sjá meira