„Manni finnst bara að í eins stóru félagi og KR eigi þessir hlutir að vera í lagi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. maí 2022 11:00 Jóhannes Karl Sigursteinsson gat ekki teflt erlendum leikmönnum KR fram fyrr en í 4. umferð. vísir/vilhelm Eins og greint var frá í gær er Jóhannes Karl Sigursteinsson hættur sem þjálfari kvennaliðs KR í fótbolta. Hann stýrði liðinu í þremur leikjum eftir að hann sagði upp. Ein stærsta ástæðan fyrir ákvörðun hans var að ekki fékkst leikheimild fyrir erlenda leikmenn liðsins fyrr en seint og um síðir. KR situr á botni Bestu deildar kvenna, án stiga eftir fimm umferðir og með markatöluna 2-24. KR mætir Aftureldingu í gríðarlega mikilvægum nýliðaslag í kvöld og þar verða þeir Gunnar Einarsson og Arnar Páll Garðarsson við stjórnvölinn. Jóhannes Karl sagði starfi sínu lausu 5. maí, degi eftir að KR-ingar töpuðu 5-1 fyrir Stjörnukonum í 2. umferð Bestu deildarinnar. Venjan er að þjálfarar hætti strax þegar þeir segja upp en Jóhannes Karl stýrði KR í þremur leikjum eftir uppsögnina. „Í þessu tilfelli bað stjórnin um það að ég myndi sinna mínum störfum áfram þangað til þeir væru búnir að finna út úr þjálfaramálunum,“ sagði Jóhannes Karl í samtali við Vísi í dag. Hann varð við ósk stjórnar KR. „Staðan var bara þannig að mér þótti eðlilegast upp á leikmannahópinn að gera og annað að þetta yrði unnið faglega og vel.“ En hver var helsta ástæða þess að Jóhannes Karl ákvað að segja upp störfum? „Það voru uppi mál sem flestir þekkja. Við vorum til að mynda ekki með leikheimild fyrir erlendu leikmennina okkar þegar mótið fór í gang. Og hún var heldur ekki komin fyrir leik númer þrjú. Mér fannst staðan bara þannig að það væri kominn tími til að hrista eitthvað upp í hlutunum og fá nýjan mann inn,“ sagði Jóhannes Karl. Hann segir að það hafi gengið brösuglega að púsla leikmannahópi KR saman, meðal annars vegna seinagangs við að útvega leikheimild fyrir erlenda leikmenn liðsins. „Leikmannamál hafa gengið erfiðlega og það þarf að vinna í þeim. Þar sem margir leikmenn eru erlendis í námi og fara aftur þangað í júlí þarf að fara að huga að seinni hlutanum á mótinu. Ég mat stöðuna þannig að til að eiga raunhæfa möguleika í deildinni þurfti allt að ganga upp, meðal annars að vera komin með leikheimild fyrir erlendu leikmennina okkar áður en mótið byrjaði,“ sagði Jóhannes Karl. KR-ingar hafa farið illa af stað í endurkomu sinni í Bestu deildina.vísir/vilhelm „Það er ekki nóg að það detti inn fyrir leik þrjú og það gerðist ekki. Þær voru ekki komnar með leikheimild þegar ég ákvað að segja upp. Þetta var bara einn af mörgum hlutum sem urðu þess valdandi að ég taldi best að stíga til hliðar og sjá hvort nýr maður með nýjan kraft gæti rifið fólk í Vesturbænum með sér í gera betri hluti kvennamegin.“ Í Bestu mörkunum gagnrýndu Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar KR fyrir slaka umgjörð á leiknum gegn Breiðabliki í 4. umferð. Engin vallarþulur var á leiknum og þá virkaði vallarklukkan ekki heldur. Aðspurður hvort umgjörðinni hjá kvennaliði KR væri ábótavant sagði Jóhannes Karl: „Ég held að það sé alveg augljóst að það er ekki ásættanlegt að vera ekki með leikmannahópinn fullkláran og vera að bíða eftir því. Auðvitað eru margir þættir sem spila inn í, útlendingaeftirlitið, vinnumálastofnun og annað, en það var engu að síður samið við þessa leikmenn í febrúar, mars. Manni finnst bara að í eins stóru félagi og KR eigi þessir hlutir að vera í lagi.“ Leikur KR og Aftureldingar hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Bestu deild Sport 2. Besta deild kvenna KR Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
KR situr á botni Bestu deildar kvenna, án stiga eftir fimm umferðir og með markatöluna 2-24. KR mætir Aftureldingu í gríðarlega mikilvægum nýliðaslag í kvöld og þar verða þeir Gunnar Einarsson og Arnar Páll Garðarsson við stjórnvölinn. Jóhannes Karl sagði starfi sínu lausu 5. maí, degi eftir að KR-ingar töpuðu 5-1 fyrir Stjörnukonum í 2. umferð Bestu deildarinnar. Venjan er að þjálfarar hætti strax þegar þeir segja upp en Jóhannes Karl stýrði KR í þremur leikjum eftir uppsögnina. „Í þessu tilfelli bað stjórnin um það að ég myndi sinna mínum störfum áfram þangað til þeir væru búnir að finna út úr þjálfaramálunum,“ sagði Jóhannes Karl í samtali við Vísi í dag. Hann varð við ósk stjórnar KR. „Staðan var bara þannig að mér þótti eðlilegast upp á leikmannahópinn að gera og annað að þetta yrði unnið faglega og vel.“ En hver var helsta ástæða þess að Jóhannes Karl ákvað að segja upp störfum? „Það voru uppi mál sem flestir þekkja. Við vorum til að mynda ekki með leikheimild fyrir erlendu leikmennina okkar þegar mótið fór í gang. Og hún var heldur ekki komin fyrir leik númer þrjú. Mér fannst staðan bara þannig að það væri kominn tími til að hrista eitthvað upp í hlutunum og fá nýjan mann inn,“ sagði Jóhannes Karl. Hann segir að það hafi gengið brösuglega að púsla leikmannahópi KR saman, meðal annars vegna seinagangs við að útvega leikheimild fyrir erlenda leikmenn liðsins. „Leikmannamál hafa gengið erfiðlega og það þarf að vinna í þeim. Þar sem margir leikmenn eru erlendis í námi og fara aftur þangað í júlí þarf að fara að huga að seinni hlutanum á mótinu. Ég mat stöðuna þannig að til að eiga raunhæfa möguleika í deildinni þurfti allt að ganga upp, meðal annars að vera komin með leikheimild fyrir erlendu leikmennina okkar áður en mótið byrjaði,“ sagði Jóhannes Karl. KR-ingar hafa farið illa af stað í endurkomu sinni í Bestu deildina.vísir/vilhelm „Það er ekki nóg að það detti inn fyrir leik þrjú og það gerðist ekki. Þær voru ekki komnar með leikheimild þegar ég ákvað að segja upp. Þetta var bara einn af mörgum hlutum sem urðu þess valdandi að ég taldi best að stíga til hliðar og sjá hvort nýr maður með nýjan kraft gæti rifið fólk í Vesturbænum með sér í gera betri hluti kvennamegin.“ Í Bestu mörkunum gagnrýndu Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar KR fyrir slaka umgjörð á leiknum gegn Breiðabliki í 4. umferð. Engin vallarþulur var á leiknum og þá virkaði vallarklukkan ekki heldur. Aðspurður hvort umgjörðinni hjá kvennaliði KR væri ábótavant sagði Jóhannes Karl: „Ég held að það sé alveg augljóst að það er ekki ásættanlegt að vera ekki með leikmannahópinn fullkláran og vera að bíða eftir því. Auðvitað eru margir þættir sem spila inn í, útlendingaeftirlitið, vinnumálastofnun og annað, en það var engu að síður samið við þessa leikmenn í febrúar, mars. Manni finnst bara að í eins stóru félagi og KR eigi þessir hlutir að vera í lagi.“ Leikur KR og Aftureldingar hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Bestu deild Sport 2.
Besta deild kvenna KR Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira