Segir heiminn á vendipunkti Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2022 11:09 Vólódímír Selenskí er hann ávarpaði samkomuna í Davos í morgun. AP/Markus Schreiber) Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að það hvort hægt væri að stjórna heiminum með valdbeitingu myndi velta á niðurstöðu stríðsins í Úkraínu. Heimurinn stæði á vendipunkti. Hann kallaði eftir hertari refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna innrásarinnar og sagði að Rússar hefðu aldrei gert þessa nýjustu innrás ef þeim hefði verið refsað almennilega fyrir innlimun Krímskaga 2014. Þetta sagði forsetinn í ávarpi sínu til stjórnmála- og viðskiptaleiðtoga á World Economic Forum í Davos í Sviss í morgun. „Þetta er stundin þar sem ákveðið er hvort heiminum sé stjórnað með valdi,“ sagði Selenskí. Hann sagði að ef Rússar myndu vinna, væri engin þörf fyrir samkomur eins og þá í Davos. Forsetinn sagði að Úkraínumenn hefðu þegar sýnt sögulega frammistöðu í vörnum þeirra gegn Rússum. „Við hlustuðum ekki á þá sem sögðu okkur að við gætum ekki varist í meira en tvo dag. Við höfum stöðvað rússneska herinn, sem var kallaður sá annar stærsti í heiminum,“ sagði Selenskí. Refsa átti Rússum 2014 Varðandi refsiaðgerðir gegn Rússlandi sagðist Selenskí þakklátur fyrir þann stuðning sem Úkraínumenn hefðu fengið frá því innrásin hófst þann 24. febrúar. Hann hefði þó komið of seint. Hann velti upp þeirri spurningu hvort Rússar hefðu gert aðra innrás ef heimurinn hefði sýnt sama stuðning og sömu samstöðu strax árið 2014. „Ég er viss um að svarið sé nei.“ Meðal þess sem hann kallaði eftir, samkvæmt Guardian, er að ríki heims hætti alfarið að kaupa olíu af Rússum og allir rússneskir bankar verði einangraðir frá alþjóðabankakerfinu. Hann kallaði einnig eftir því að viðskiptum við Rússland yrði hætt yfir höfuð og sagði að öll fyrirtæki sem hættu viðskiptum þar væru velkomin í Úkraínu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða óbreyttan borgara Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði í dag stjórnmála- og viðskiptaleiðtoga sem hafa safnast saman í Davos. Hinn fjögurra daga World Economic Forum hófst í morgun en þar má gera ráð fyrir að innrás Rússa í Úkraínu verði aðal málið á dagskrá. 23. maí 2022 06:53 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Hann kallaði eftir hertari refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna innrásarinnar og sagði að Rússar hefðu aldrei gert þessa nýjustu innrás ef þeim hefði verið refsað almennilega fyrir innlimun Krímskaga 2014. Þetta sagði forsetinn í ávarpi sínu til stjórnmála- og viðskiptaleiðtoga á World Economic Forum í Davos í Sviss í morgun. „Þetta er stundin þar sem ákveðið er hvort heiminum sé stjórnað með valdi,“ sagði Selenskí. Hann sagði að ef Rússar myndu vinna, væri engin þörf fyrir samkomur eins og þá í Davos. Forsetinn sagði að Úkraínumenn hefðu þegar sýnt sögulega frammistöðu í vörnum þeirra gegn Rússum. „Við hlustuðum ekki á þá sem sögðu okkur að við gætum ekki varist í meira en tvo dag. Við höfum stöðvað rússneska herinn, sem var kallaður sá annar stærsti í heiminum,“ sagði Selenskí. Refsa átti Rússum 2014 Varðandi refsiaðgerðir gegn Rússlandi sagðist Selenskí þakklátur fyrir þann stuðning sem Úkraínumenn hefðu fengið frá því innrásin hófst þann 24. febrúar. Hann hefði þó komið of seint. Hann velti upp þeirri spurningu hvort Rússar hefðu gert aðra innrás ef heimurinn hefði sýnt sama stuðning og sömu samstöðu strax árið 2014. „Ég er viss um að svarið sé nei.“ Meðal þess sem hann kallaði eftir, samkvæmt Guardian, er að ríki heims hætti alfarið að kaupa olíu af Rússum og allir rússneskir bankar verði einangraðir frá alþjóðabankakerfinu. Hann kallaði einnig eftir því að viðskiptum við Rússland yrði hætt yfir höfuð og sagði að öll fyrirtæki sem hættu viðskiptum þar væru velkomin í Úkraínu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða óbreyttan borgara Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði í dag stjórnmála- og viðskiptaleiðtoga sem hafa safnast saman í Davos. Hinn fjögurra daga World Economic Forum hófst í morgun en þar má gera ráð fyrir að innrás Rússa í Úkraínu verði aðal málið á dagskrá. 23. maí 2022 06:53 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Vaktin: Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða óbreyttan borgara Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði í dag stjórnmála- og viðskiptaleiðtoga sem hafa safnast saman í Davos. Hinn fjögurra daga World Economic Forum hófst í morgun en þar má gera ráð fyrir að innrás Rússa í Úkraínu verði aðal málið á dagskrá. 23. maí 2022 06:53