Sjáðu öll mörkin í Bestu: Sowe bjargaði Blikum, glæsimark á Dalvík og dýrkeypt mistök Beitis Sindri Sverrisson skrifar 23. maí 2022 12:02 Helgi Guðjónsson og Logi Tómasson skoruðu báðir fyrir Víkinga gegn Val í gærkvöld. vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Víkings unnu dýrmætan 3-1 sigur gegn Val í stórleik helgarinnar í Bestu deild karla. Mörg mörk voru skoruð um helgina og þau má öll sjá hér á Vísi. Flest mörkin voru skoruð á Kópavogsvelli eða sjö talsins, þar sem Breiðablik hélt sínu striki og vann sjöunda leik sinn í röð. Liðið er núna með fimm stiga forskot á toppi Bestu deildarinnar. FH er aðeins með sjö stig í 7. sæti eftir óvænt tap í Keflavík en ÍBV og Leiknir eru einu liðin enn án sigurs og sitja í fallsætunum, þrátt fyrir að hafa bæði náð í stig um helgina. Víkingur vann Val 3-1 þar sem öll mörkin voru skoruð í seinni hálfleik. Nicolaj Hansen skoraði fyrsta markið úr víti og þeir Logi Tómasson og Helgi Guðjónsson skoruðu svo framhjá Sveini Sigurði Jóhannessyni sem kom í mark Vals fyrir meiddan Guy Smit. Arnór Smárason klóraði í bakkann með marki úr víti í uppbótartíma. Klippa: Valur 1-3 Víkingur Breiðablik vann Fram 4-3 í bráðfjörugum leik. Kristinn Steindórsson skoraði tvö fyrstu mörk Blika en Guðmundur Magnússon minnkaði muninn á 27. mínútu. Fred jafnaði svo metin fyrir Fram á 58. mínútu en Höskuldur Gunnlaugsson kom Blikum aftur yfir strax í kjölfarið. Framarar jöfnuðu metin í 3-3 þegar Tiago skoraði á 68. mínútu en Omar Sowe, sem er að láni hjá Blikum frá MLS-liði New York Red Bulls, reyndist hetja Breiðabliks þegar hann skoraði sitt fyrsta mark í sumar skömmu fyrir leikslok. Klippa: Breiðablik 4-3 Fram Keflavík vann sterkan 2-1 sigur gegn FH þar sem mörkin komu öll á korters kafla í fyrri hálfleik. Patrik Johannesen kom Keflavík yfir en Matthías Vilhjálmsson jafnaði metin. Dani Hatakka skoraði svo sigurmarkið með skalla eftir hornspyrnu, einn og óvaldaður í teignum. Klippa: Keflavík 2-1 FH Stjarnan vann 2-0 sigur gegn KA á Dalvíkurvelli. Ísak Andri Sigurgeirsson kom Stjörnunni yfir með frábæru skoti í slá og inn, og Emil Atlason skoraði sitt sjöunda mark á tímabilinu þegar hann innsiglaði sigurinn. Klippa: KA 0-2 Stjarnan KR og Leiknir gerðu 1-1 jafntefli. KR-ingar komust yfir á 10. mínútu þegar Hallur Hansson skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf Arons Kristófers Lárussonar. Leiknir jafnaði hins vegar metin eftir slæm mistök Beitis Ólafssonar sem missti boltann til Mikkels Dahl sem þar með skoraði sitt fyrsta mark í sumar eftir að hafa skorað 27 mörk í Færeyjum í fyrra. Klippa: KR 1-1 Leiknir Í Vestmannaeyjum voru engin mörk skoruð í leik ÍA og ÍBV en Eyjamenn fengu þó gullið tækifæri til að tryggja sér sigur í lokin þegar þeir fengu vítaspyrnu sem Andri Rúnar Bjarnason náði ekki að nýta. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Sjá meira
Flest mörkin voru skoruð á Kópavogsvelli eða sjö talsins, þar sem Breiðablik hélt sínu striki og vann sjöunda leik sinn í röð. Liðið er núna með fimm stiga forskot á toppi Bestu deildarinnar. FH er aðeins með sjö stig í 7. sæti eftir óvænt tap í Keflavík en ÍBV og Leiknir eru einu liðin enn án sigurs og sitja í fallsætunum, þrátt fyrir að hafa bæði náð í stig um helgina. Víkingur vann Val 3-1 þar sem öll mörkin voru skoruð í seinni hálfleik. Nicolaj Hansen skoraði fyrsta markið úr víti og þeir Logi Tómasson og Helgi Guðjónsson skoruðu svo framhjá Sveini Sigurði Jóhannessyni sem kom í mark Vals fyrir meiddan Guy Smit. Arnór Smárason klóraði í bakkann með marki úr víti í uppbótartíma. Klippa: Valur 1-3 Víkingur Breiðablik vann Fram 4-3 í bráðfjörugum leik. Kristinn Steindórsson skoraði tvö fyrstu mörk Blika en Guðmundur Magnússon minnkaði muninn á 27. mínútu. Fred jafnaði svo metin fyrir Fram á 58. mínútu en Höskuldur Gunnlaugsson kom Blikum aftur yfir strax í kjölfarið. Framarar jöfnuðu metin í 3-3 þegar Tiago skoraði á 68. mínútu en Omar Sowe, sem er að láni hjá Blikum frá MLS-liði New York Red Bulls, reyndist hetja Breiðabliks þegar hann skoraði sitt fyrsta mark í sumar skömmu fyrir leikslok. Klippa: Breiðablik 4-3 Fram Keflavík vann sterkan 2-1 sigur gegn FH þar sem mörkin komu öll á korters kafla í fyrri hálfleik. Patrik Johannesen kom Keflavík yfir en Matthías Vilhjálmsson jafnaði metin. Dani Hatakka skoraði svo sigurmarkið með skalla eftir hornspyrnu, einn og óvaldaður í teignum. Klippa: Keflavík 2-1 FH Stjarnan vann 2-0 sigur gegn KA á Dalvíkurvelli. Ísak Andri Sigurgeirsson kom Stjörnunni yfir með frábæru skoti í slá og inn, og Emil Atlason skoraði sitt sjöunda mark á tímabilinu þegar hann innsiglaði sigurinn. Klippa: KA 0-2 Stjarnan KR og Leiknir gerðu 1-1 jafntefli. KR-ingar komust yfir á 10. mínútu þegar Hallur Hansson skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf Arons Kristófers Lárussonar. Leiknir jafnaði hins vegar metin eftir slæm mistök Beitis Ólafssonar sem missti boltann til Mikkels Dahl sem þar með skoraði sitt fyrsta mark í sumar eftir að hafa skorað 27 mörk í Færeyjum í fyrra. Klippa: KR 1-1 Leiknir Í Vestmannaeyjum voru engin mörk skoruð í leik ÍA og ÍBV en Eyjamenn fengu þó gullið tækifæri til að tryggja sér sigur í lokin þegar þeir fengu vítaspyrnu sem Andri Rúnar Bjarnason náði ekki að nýta. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Sjá meira