Trúleysingjar æfir yfir styrk ráðherra til Þjóðkirkjunnar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. maí 2022 17:04 Matthías Ásgeirsson, til vinstri, er formaður Vantrúar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, til hægri, er félags- og vinnumálaráðherra. samsett Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, veitti nýverið Þjóðkirkjunni styrk að upphæð 10 milljónir króna til þess að geta boðið aðstandendum fanga upp á þjónustu, stuðning og ráðgjöf. Styrkveitingin féll í grýttan jarðveg hjá samtökum trúleysingja. Fram kemur á síðu stjórnarráðsins að styrknum sé ætlað að veita aðstandendum stuðning og ráðgjöf í kjölfar þess áfalls að sjá nákominn aðila handtekinn og takast á við langa fjarveru viðkomandi. Biskupsstofa muni hafa umsjón með tilraunaverkefninu til eins árs. Helvítis kjaftæði Vantrú, samtök trúleysingja, gagnrýna styrkveitinguna harðlega og telja að hið opinbera skuli styðja fólk, óháð trúarskoðunum og trúfélagsaðild. Ekki var skafað af því í færslu Vantrú á Facebook: „Afsakið orðbragðið en hvaða helvítis kjaftæði er þetta eiginlega?“ „Nógu miklu fé er veitt til ríkiskirkjunnar, þó svona bætist ekki við.“ segir jafnframt í færslu félagsins. Kristilegar forsendur Inga Auðbjörg K. Straumland, athafnastjóri Siðmennt, tekur í sama streng á Twitter, og bendir á könnun frá árinu 2020 þar sem 37% aðspurðra segjast ekki hafa áhuga á því að þiggja kristna sálgæslu. Umrædd styrkveiting muni því ekki nýtast stærri hópi en það. „Þannig að ekki reyna að spila einhverju spili um að þetta sé í boði, óháð trúfélagsaðild. Forsendurnar eru kristilegar.“ segir í tvíti Ingu. Leggur hún til að fagfólk sjái um sálrænan stuðning og spyr hvort þau sem eru í hinum lífsskoðunarfélögum megi ekki búast við sambærilegum 10 milljóna króna styrk. Hæ, @gu_brandsson, ég lagaði fyrirsögnina fyrir þig. pic.twitter.com/FEZqMlMs2W— Inga Auðbjörg K. Straumland (@ingaausa) May 23, 2022 Haft er eftir Guðmundi Inga á síðu stjórnarráðsins að það sé mikið ánægjuefni að hafa undirritað samning við Þjóðkirkjuna um þetta þarfa verkefni. „Það getur verið gríðarlegt áfall þegar einstaklingur er handtekinn, jafnvel inni á heimili sínu, að viðstöddum fjölskyldumeðlimum. Hinn grunaði er fjarlægður og eftir sitja aðstandendur og vita oft ekki hvernig þeir geta unnið úr áfallinu. Ég ber miklar væntingar til þessa tilraunaverkefnis og hlakka til að fylgjast með því.“ sagði Guðmundur Ingi. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Trúmál Þjóðkirkjan Fangelsismál Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Fram kemur á síðu stjórnarráðsins að styrknum sé ætlað að veita aðstandendum stuðning og ráðgjöf í kjölfar þess áfalls að sjá nákominn aðila handtekinn og takast á við langa fjarveru viðkomandi. Biskupsstofa muni hafa umsjón með tilraunaverkefninu til eins árs. Helvítis kjaftæði Vantrú, samtök trúleysingja, gagnrýna styrkveitinguna harðlega og telja að hið opinbera skuli styðja fólk, óháð trúarskoðunum og trúfélagsaðild. Ekki var skafað af því í færslu Vantrú á Facebook: „Afsakið orðbragðið en hvaða helvítis kjaftæði er þetta eiginlega?“ „Nógu miklu fé er veitt til ríkiskirkjunnar, þó svona bætist ekki við.“ segir jafnframt í færslu félagsins. Kristilegar forsendur Inga Auðbjörg K. Straumland, athafnastjóri Siðmennt, tekur í sama streng á Twitter, og bendir á könnun frá árinu 2020 þar sem 37% aðspurðra segjast ekki hafa áhuga á því að þiggja kristna sálgæslu. Umrædd styrkveiting muni því ekki nýtast stærri hópi en það. „Þannig að ekki reyna að spila einhverju spili um að þetta sé í boði, óháð trúfélagsaðild. Forsendurnar eru kristilegar.“ segir í tvíti Ingu. Leggur hún til að fagfólk sjái um sálrænan stuðning og spyr hvort þau sem eru í hinum lífsskoðunarfélögum megi ekki búast við sambærilegum 10 milljóna króna styrk. Hæ, @gu_brandsson, ég lagaði fyrirsögnina fyrir þig. pic.twitter.com/FEZqMlMs2W— Inga Auðbjörg K. Straumland (@ingaausa) May 23, 2022 Haft er eftir Guðmundi Inga á síðu stjórnarráðsins að það sé mikið ánægjuefni að hafa undirritað samning við Þjóðkirkjuna um þetta þarfa verkefni. „Það getur verið gríðarlegt áfall þegar einstaklingur er handtekinn, jafnvel inni á heimili sínu, að viðstöddum fjölskyldumeðlimum. Hinn grunaði er fjarlægður og eftir sitja aðstandendur og vita oft ekki hvernig þeir geta unnið úr áfallinu. Ég ber miklar væntingar til þessa tilraunaverkefnis og hlakka til að fylgjast með því.“ sagði Guðmundur Ingi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Trúmál Þjóðkirkjan Fangelsismál Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent