Polestar fjárfestir í StoreDot Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. maí 2022 07:00 Polestar 2 Brimborg Rafbílaframleiðandinn Polestar hefur tilkynnt að félagið hafi fjárfest í StoreDot, frumkvöðlafyrirtæki frá Ísrael sem sérhæfir sig í ofurhraðhleðslu rafhlöðum. Með því að verða hluthafi í StoreDot hefur Polestar líklega tryggt sér aðgang að tækni sem StoreDot kynnti nýlega. Sú tækni getur skaffað 160 km drægni á um fimm mínútum. Hleðsluhraði mun þó ráðast af stærð rafhlöðunnar og meðal eyðslu bílsins sem hlaða skal. Fjárfesting Polestar í StoreDot kemur ekki á óvart en í apríl tilkynnti Volvo, einn af eigendum Polestar um svipaða fjárfestingu. Polestar vonar að tæknin komi til notkunar á árinu 2026. „Sem hluti af stefnumarkandi samningi er Polestar að vinna með StoreDot í því að kanna og aðlaga þeirra tækni að hugmyndabíl sem smíðaður yrði af Polestar. Prófanir hafa þegar hafist og kannanir á þróun sem þarf að eiga sér stað til að koma tækninni í Polestar bíla, til að gera hleðslu hraðari,“ segir í yfirlýsingu frá Polestar. Thomas Ingenlath með Polestar 2 og gyllta stýrinu. „Polestar getur hjálpað til við að móta þróun nýrra rafhlöðutækni fyrir bílaiðnaðinn og veita ómetanlega innsýn í heim vörumerkis sem stendur fyrir frammistöðu og sjálfbærni,“ sagði Thomas Ingenlath, framkvæmdastjóri Polestar. Vistvænir bílar Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent
Með því að verða hluthafi í StoreDot hefur Polestar líklega tryggt sér aðgang að tækni sem StoreDot kynnti nýlega. Sú tækni getur skaffað 160 km drægni á um fimm mínútum. Hleðsluhraði mun þó ráðast af stærð rafhlöðunnar og meðal eyðslu bílsins sem hlaða skal. Fjárfesting Polestar í StoreDot kemur ekki á óvart en í apríl tilkynnti Volvo, einn af eigendum Polestar um svipaða fjárfestingu. Polestar vonar að tæknin komi til notkunar á árinu 2026. „Sem hluti af stefnumarkandi samningi er Polestar að vinna með StoreDot í því að kanna og aðlaga þeirra tækni að hugmyndabíl sem smíðaður yrði af Polestar. Prófanir hafa þegar hafist og kannanir á þróun sem þarf að eiga sér stað til að koma tækninni í Polestar bíla, til að gera hleðslu hraðari,“ segir í yfirlýsingu frá Polestar. Thomas Ingenlath með Polestar 2 og gyllta stýrinu. „Polestar getur hjálpað til við að móta þróun nýrra rafhlöðutækni fyrir bílaiðnaðinn og veita ómetanlega innsýn í heim vörumerkis sem stendur fyrir frammistöðu og sjálfbærni,“ sagði Thomas Ingenlath, framkvæmdastjóri Polestar.
Vistvænir bílar Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent