Spyr hvort LOGOS hafi verið að meta eigin verk Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. maí 2022 14:01 Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði fram fyrirspurn til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, þar sem hann krefur þann síðarnefnda svara um greiðslur til LOGOS. Vísir/Vilhelm - samsett Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um greiðslur ráðuneytisins og Bankasýslunnar til LOGOS lögmannsþjónustu. Lögmannsstofunni var falið að meta hvort sölumeðferð á 22,5% eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka stæðist reglur um jafnræði en LOGOS hafði áður veitt Bankasýslunni ráðgjöf í aðdraganda sölunnar. Niðurstaða LOGOS, í minnisblaði sem send var bankasýslunni, var sú að salan á eignarhlut ríkisins hafi ekki brotið gegn jafnræðisreglu stjórnarskrár. Ákvörðun stofnunarinnar að skerða að fullu tilboð tveggja „kvikra fjárfesta“ – sem bárust frá eigin viðskiptum Landsbankans og Kviku banka – hafi stuðst við málefnaleg sjónarmið. LOGOS hafði áður veitt Bankasýslunni ráðgjöf Nú hefur Jóhann Páll krafist frekari svara af hálfu fjármálaráðherra um greiðslur ráðuneytis hans og Bankasýslunnar til LOGOS. Nánar tiltekið um hvað Bankasýslan greiddi fyrir vinnuna og hvort lögmannsþjónustan hafi verið látin meta hvort salan stæðist reglur um jafnræði, áður en salan fór fram. Þá spyr þingmaðurinn hvers vegna LOGOS, í ljósi þess að stofan hafði áður komið að sölumeðferðinni sem innlendur lögfræðilegur ráðgjafi Bankasýslu ríkisins, hafi verið falið að leggja mat á lögmæti sölumeðferðarinnar, í stað þess að fela það annarri lögmannsstofu sem ekki hafði áður komið að málinu. Að lokum spyr Jóhann út í allar greiðslur Bankasýslunnar og fjármálaráðuneytisins frá árinu 2017, sundurliðað eftir greiðslum og árum. Sterkar vísbendingar um brot á jafnræði Aðdragandi lögfræðiálitsins var hörð gagnrýni stjórnarandstöðunnar á framkvæmd bankasölunnar. Í grein sem birtist á Vísi í byrjun maí, sagði Kristrún Frostadóttir svör Bankasýslunnar og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, á opnum fundum með fjárlaganefnd, hafa bent „sterklega til þess að ekki hafi verið farið að lögum við undirbúning og framkvæmd sölunnar“ Kristrún sagði útilokun almennings ekki hafa staðist skoðun, ekki hafi öllum „hæfum fjárfestum“ verið kleift að taka þátt og tveimur „hæfum fjárfestum“ verið hafnað. Kristrún gaf lítið fyrir lögfræðiálitið sem birtist í kjölfarið: „Ef fólki er alvara með að fara í saumana á málinu þá er það ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar. Hvað var greitt fyrir þetta? Bankasýslan er opinber stofnun.“ sagði Kristrún í færslu á Facebook. Lesa má fyrirspurnir Jóhanns í heild sinni á vef Alþingis en Bjarni hefur, í samræmi við þingskaparlög, um 15 virka daga til að bregðast við fyrirspurn Jóhanns. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Niðurstaða LOGOS, í minnisblaði sem send var bankasýslunni, var sú að salan á eignarhlut ríkisins hafi ekki brotið gegn jafnræðisreglu stjórnarskrár. Ákvörðun stofnunarinnar að skerða að fullu tilboð tveggja „kvikra fjárfesta“ – sem bárust frá eigin viðskiptum Landsbankans og Kviku banka – hafi stuðst við málefnaleg sjónarmið. LOGOS hafði áður veitt Bankasýslunni ráðgjöf Nú hefur Jóhann Páll krafist frekari svara af hálfu fjármálaráðherra um greiðslur ráðuneytis hans og Bankasýslunnar til LOGOS. Nánar tiltekið um hvað Bankasýslan greiddi fyrir vinnuna og hvort lögmannsþjónustan hafi verið látin meta hvort salan stæðist reglur um jafnræði, áður en salan fór fram. Þá spyr þingmaðurinn hvers vegna LOGOS, í ljósi þess að stofan hafði áður komið að sölumeðferðinni sem innlendur lögfræðilegur ráðgjafi Bankasýslu ríkisins, hafi verið falið að leggja mat á lögmæti sölumeðferðarinnar, í stað þess að fela það annarri lögmannsstofu sem ekki hafði áður komið að málinu. Að lokum spyr Jóhann út í allar greiðslur Bankasýslunnar og fjármálaráðuneytisins frá árinu 2017, sundurliðað eftir greiðslum og árum. Sterkar vísbendingar um brot á jafnræði Aðdragandi lögfræðiálitsins var hörð gagnrýni stjórnarandstöðunnar á framkvæmd bankasölunnar. Í grein sem birtist á Vísi í byrjun maí, sagði Kristrún Frostadóttir svör Bankasýslunnar og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, á opnum fundum með fjárlaganefnd, hafa bent „sterklega til þess að ekki hafi verið farið að lögum við undirbúning og framkvæmd sölunnar“ Kristrún sagði útilokun almennings ekki hafa staðist skoðun, ekki hafi öllum „hæfum fjárfestum“ verið kleift að taka þátt og tveimur „hæfum fjárfestum“ verið hafnað. Kristrún gaf lítið fyrir lögfræðiálitið sem birtist í kjölfarið: „Ef fólki er alvara með að fara í saumana á málinu þá er það ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar. Hvað var greitt fyrir þetta? Bankasýslan er opinber stofnun.“ sagði Kristrún í færslu á Facebook. Lesa má fyrirspurnir Jóhanns í heild sinni á vef Alþingis en Bjarni hefur, í samræmi við þingskaparlög, um 15 virka daga til að bregðast við fyrirspurn Jóhanns.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda