Allir stjórnmálamenn eru fulltrúar minnihlutans Indriði Stefánsson skrifar 26. maí 2022 08:01 Kjördagur er jafnan mikil hátíð, þá velja kjósendur þá fulltrúa sem best er treyst til að fara með völdin hvort sem um ræðir sveitarstjórnir eða Alþingi. Að kosningum fagna sumir sigri aðrir ekki. Hinn margræddi vilji kjósenda Mörg framboð telja sig hafa sigrað kosningarnar ýmist á forsendum þess að hafa bætt vel við sig eða vera stærsti flokkurinn og eigi þar með tilkall umfram aðra til áhrifa. Þá getur hafist nokkurs konar störukeppni þar sem sumir flokkar útloka samstarf aðrir kalla eftir samstarfi allt á grundvelli þess að þessi eða hinn flokkurinn hafi verið sigurvegari kosninganna. Hinn eini mælikvarði sem raunverulega ætti að skipta máli er hvort flokkar með málefnalegan samhljóm hafi meirihluta atkvæða og geti innbyrðis gert þær málamiðlanir sem þarf til að mynda meirihluta. En þarf meirihluta atkvæða? En svo er það líka staðreynd að vel er hægt að mynda meirihluta án þess að hafa meirihluta atkvæða. Við úthlutun fulltrúa samkvæmt Íslenskum kosningalögum er nefnilega engin krafa um það að flokkar hafi meirihluta atkvæða til að fá meirihluta fulltrúa. Það er vel þekkt sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu þar sem það er frekar regla en undantekning að flokkarnir sem mynda meirihluta hafi minnihluta atkvæða. Kjörsókn dregst sífellt saman Með breytingum á kosningalögum á síðasta ári var kosningaréttur rýmkaður, sérstaklega til útlendinga. Því miður dróst kjörsókn saman eins og hefur gerst þegar kosningaréttur er aukinn og var nú oft í kringum 60% á höfuðborgarsvæðinu. Að 40% kjósenda sjái ekki tilgang í því að mæta á kjörstað er grafalvarlegt og mikilvægt að framboð og sveitarfélög leiti leiða til að fjölga þeim sem mæta á kjörstað til að taka þátt í lýðræðinu. Kjörsókn yngri kjósenda minnkar sífellt Kjörsókn yngri kjósenda hefur verið að dragast saman en nú bættist við að kjördagur var færður fram um 2 vikur og fyrir vikið mikið af ungu fólki í prófum meðan kosningabaráttan fór fram og jafnvel enn í prófum á kjördag. Því höfðu ungu kjósendurnir oft engin tækifæri til að kynna sér málefni eða yfir höfuð hver var í framboði. Það ætti að vera flestum ljós að þetta gengur engan veginn. Fulltrúar minnihlutans Það er því miður tilfellið að nær sama hvaða sveitarfélag er valið að þó að öll framboðin leggðu til hliðar allann sinn ágreining og mynduðu meirihluta allra fulltrúa þá væri það samt minnihluti íbúa sveitarfélagsins. í Reykjavík til dæmis kusu 61.359 í kosningunum en íbúafjöldinn er 135.688 þannig kusu um 46% Reykvíkinga og þegar búið er að fjarlægja þau framboð sem ekki fengu fulltrúa eru um 43,5% Reykvíkinga sem kusu þau framboð sem eiga fulltrúa í borgarstjórn, í Kópavogi yrði sama hlutfall tæp 40% og í Hafnarfirði yrði það 36,5% Alltof fáir fulltrúar í stóru sveitarfélögunum Þetta mætti vel laga með því að fjölga fulltrúum þannig að minni framboð ættu meiri möguleika á því að ná inn fulltrúum og hafa þannig áhrif. Svo mætti líka vel fara yfir úthlutunaraðferðina sem kemur í dag mikið niður á minni framboðum. Það er of flókið að fara út í smáatriði um virkni kerfisins en í þeim löndum sem við berum okkur saman við hafa gjarnan verið gerðar breytingar á úthlutunaraðferðinni eða fulltrúafjöldi er þannig að það kemur síður að sök. Í Hafnarfirði er útlit fyrir að myndaður verði meirihluti sem innan við fimmtungur íbúa sveitarfélagsins kaus sem er þó skárra en 2018 þegar meirihlutinn var myndaður á grundvelli atkvæða 16,5% íbúa það er einn af hverjum sex íbúum. Þessu verðum við að breyta, það er mikilvægt að stærri sveitarfélögin fjölgi fulltrúum þannig að fleiri sjónarmið komi fram í bæjarstjórn og við verðum að grípa til róttækra aðgerða til að kjósendur skili sér á kjörstað og þá sérstaklega yngri kjósendur. Höfundur er varaþingmaður Pírata og verðandi varabæjarfulltrúi í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Píratar Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Kjördagur er jafnan mikil hátíð, þá velja kjósendur þá fulltrúa sem best er treyst til að fara með völdin hvort sem um ræðir sveitarstjórnir eða Alþingi. Að kosningum fagna sumir sigri aðrir ekki. Hinn margræddi vilji kjósenda Mörg framboð telja sig hafa sigrað kosningarnar ýmist á forsendum þess að hafa bætt vel við sig eða vera stærsti flokkurinn og eigi þar með tilkall umfram aðra til áhrifa. Þá getur hafist nokkurs konar störukeppni þar sem sumir flokkar útloka samstarf aðrir kalla eftir samstarfi allt á grundvelli þess að þessi eða hinn flokkurinn hafi verið sigurvegari kosninganna. Hinn eini mælikvarði sem raunverulega ætti að skipta máli er hvort flokkar með málefnalegan samhljóm hafi meirihluta atkvæða og geti innbyrðis gert þær málamiðlanir sem þarf til að mynda meirihluta. En þarf meirihluta atkvæða? En svo er það líka staðreynd að vel er hægt að mynda meirihluta án þess að hafa meirihluta atkvæða. Við úthlutun fulltrúa samkvæmt Íslenskum kosningalögum er nefnilega engin krafa um það að flokkar hafi meirihluta atkvæða til að fá meirihluta fulltrúa. Það er vel þekkt sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu þar sem það er frekar regla en undantekning að flokkarnir sem mynda meirihluta hafi minnihluta atkvæða. Kjörsókn dregst sífellt saman Með breytingum á kosningalögum á síðasta ári var kosningaréttur rýmkaður, sérstaklega til útlendinga. Því miður dróst kjörsókn saman eins og hefur gerst þegar kosningaréttur er aukinn og var nú oft í kringum 60% á höfuðborgarsvæðinu. Að 40% kjósenda sjái ekki tilgang í því að mæta á kjörstað er grafalvarlegt og mikilvægt að framboð og sveitarfélög leiti leiða til að fjölga þeim sem mæta á kjörstað til að taka þátt í lýðræðinu. Kjörsókn yngri kjósenda minnkar sífellt Kjörsókn yngri kjósenda hefur verið að dragast saman en nú bættist við að kjördagur var færður fram um 2 vikur og fyrir vikið mikið af ungu fólki í prófum meðan kosningabaráttan fór fram og jafnvel enn í prófum á kjördag. Því höfðu ungu kjósendurnir oft engin tækifæri til að kynna sér málefni eða yfir höfuð hver var í framboði. Það ætti að vera flestum ljós að þetta gengur engan veginn. Fulltrúar minnihlutans Það er því miður tilfellið að nær sama hvaða sveitarfélag er valið að þó að öll framboðin leggðu til hliðar allann sinn ágreining og mynduðu meirihluta allra fulltrúa þá væri það samt minnihluti íbúa sveitarfélagsins. í Reykjavík til dæmis kusu 61.359 í kosningunum en íbúafjöldinn er 135.688 þannig kusu um 46% Reykvíkinga og þegar búið er að fjarlægja þau framboð sem ekki fengu fulltrúa eru um 43,5% Reykvíkinga sem kusu þau framboð sem eiga fulltrúa í borgarstjórn, í Kópavogi yrði sama hlutfall tæp 40% og í Hafnarfirði yrði það 36,5% Alltof fáir fulltrúar í stóru sveitarfélögunum Þetta mætti vel laga með því að fjölga fulltrúum þannig að minni framboð ættu meiri möguleika á því að ná inn fulltrúum og hafa þannig áhrif. Svo mætti líka vel fara yfir úthlutunaraðferðina sem kemur í dag mikið niður á minni framboðum. Það er of flókið að fara út í smáatriði um virkni kerfisins en í þeim löndum sem við berum okkur saman við hafa gjarnan verið gerðar breytingar á úthlutunaraðferðinni eða fulltrúafjöldi er þannig að það kemur síður að sök. Í Hafnarfirði er útlit fyrir að myndaður verði meirihluti sem innan við fimmtungur íbúa sveitarfélagsins kaus sem er þó skárra en 2018 þegar meirihlutinn var myndaður á grundvelli atkvæða 16,5% íbúa það er einn af hverjum sex íbúum. Þessu verðum við að breyta, það er mikilvægt að stærri sveitarfélögin fjölgi fulltrúum þannig að fleiri sjónarmið komi fram í bæjarstjórn og við verðum að grípa til róttækra aðgerða til að kjósendur skili sér á kjörstað og þá sérstaklega yngri kjósendur. Höfundur er varaþingmaður Pírata og verðandi varabæjarfulltrúi í Kópavogi.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun