Njarðvík vann nágrannaslaginn í Keflavík | FH ekki í vandræðum með Kára Atli Arason skrifar 25. maí 2022 22:00 Magnús Þórir Matthíasson, leikmaður Njarðvíkur, skoraði tvö mörk gegn sínum fyrri liðsfélögum í Keflavík í kvöld. Njarðvík Toppliðið í 2. deildinni, Njarðvík, gerði sér lítið fyrir og sló út nágranna sína og Bestu-deildar lið Keflavíkur í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins með 1-4 útisigri í Keflavík. Steven Lennon, leikmaður FH, skoraði tvö mörk og lagði upp annað gegn Kára í 3-0 sigri Hafnfirðinga á sama tíma. Kenneth Hogg, leikmaður Njarðvíkur, kom gestunum yfir strax á þriðju mínútu leiksins fyrir framan nánast fulla stúku í Keflavík þar sem 1.220 manns mættu á þennan nágrannaslag en leikurinn í kvöld var aðeins sá þriðji sem liðin leika gegn hvort öðru í bikarkeppni. Nágranna slagur í dag. @fcnjardvik vs @FcKeflavik. Legg til að slagurinn verði héðan í frá nefndur „Sá stutti" enda ekki nema 806 m frá miðju Keflavíkurvallar til miðju Njarðvíkurvallar í beinni loftlínu. Örugglega stysta vegalengd á milli knattspyrnuvalla á Íslandi #fotboltinet pic.twitter.com/LynukGCVg0— Árni Jóhannsson (@arnijo) May 23, 2019 Heimamenn bættu í sóknarleik sinn eftir mark Njarðvíkur sem varð til þess þeir grænklæddu náðu skyndisókn á 38. mínútu og fyrrum leikmaður Keflavíkur, Magnús Þórir Matthíasson, tvöfaldaði forskot Njarðvíkur með skoti við enda vítateigs. Fimm mínútum eftir mark Magnúsar fá Keflvíkingar dæmda vítaspyrnu eftir að Marc McAusland, annar fyrrum leikmaður Keflavíkur, brýtur á Patrik Johannesen innan vítateigs. Patrik skorar af öryggi úr vítaspyrnunni og hálfleikstölur voru 1-2. Á 63. mínútu skoraði Magnús sitt annað mark fyrir Njarðvík í leiknum og kemur gestunum aftur tveimur mörkum yfir. Njarðvíkingar fullkomna svo niðurlæginguna á nágrönnum sínum þegar markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu, Oumar Diouck, skoraði fjórða mark Njarðvíkinga á 94. mínútu leiksins og Njarðvík fer áfram í 16-liða úrslit. Steven Lennon lagði upp eitt og skoraði tvö gegn Kára.Vísir/Hulda Margrét FH-ingar áttu ekki í miklum vandræðum með Kára frá Akranesi. FH lá í sókn nánast allan fyrri hálfleikinn en þó án þess að skora. Steven Lennon bætir þó úr því á 56. mínútu með mark eftir stoðsendingu Baldurs Loga Guðlaugssonar. Sóknarþungi FH hélt áfram en Kára menn sáu aldrei til sólar í þessum leik. Björn Daníel Sverrisson gerði annað mark FH eftir undirbúning frá Steven Lennon. Skotinn knái klárar svo leikinn á 93. mínútu og aftur eftir afar óeigingjarnan undirbúning Baldurs Loga. 3-0 sigur FH varð því staðreynd og Hafnfirðingar verða með Njarðvíkingum í pottinum fyrir 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Mjólkurbikar karla FH UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
Kenneth Hogg, leikmaður Njarðvíkur, kom gestunum yfir strax á þriðju mínútu leiksins fyrir framan nánast fulla stúku í Keflavík þar sem 1.220 manns mættu á þennan nágrannaslag en leikurinn í kvöld var aðeins sá þriðji sem liðin leika gegn hvort öðru í bikarkeppni. Nágranna slagur í dag. @fcnjardvik vs @FcKeflavik. Legg til að slagurinn verði héðan í frá nefndur „Sá stutti" enda ekki nema 806 m frá miðju Keflavíkurvallar til miðju Njarðvíkurvallar í beinni loftlínu. Örugglega stysta vegalengd á milli knattspyrnuvalla á Íslandi #fotboltinet pic.twitter.com/LynukGCVg0— Árni Jóhannsson (@arnijo) May 23, 2019 Heimamenn bættu í sóknarleik sinn eftir mark Njarðvíkur sem varð til þess þeir grænklæddu náðu skyndisókn á 38. mínútu og fyrrum leikmaður Keflavíkur, Magnús Þórir Matthíasson, tvöfaldaði forskot Njarðvíkur með skoti við enda vítateigs. Fimm mínútum eftir mark Magnúsar fá Keflvíkingar dæmda vítaspyrnu eftir að Marc McAusland, annar fyrrum leikmaður Keflavíkur, brýtur á Patrik Johannesen innan vítateigs. Patrik skorar af öryggi úr vítaspyrnunni og hálfleikstölur voru 1-2. Á 63. mínútu skoraði Magnús sitt annað mark fyrir Njarðvík í leiknum og kemur gestunum aftur tveimur mörkum yfir. Njarðvíkingar fullkomna svo niðurlæginguna á nágrönnum sínum þegar markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu, Oumar Diouck, skoraði fjórða mark Njarðvíkinga á 94. mínútu leiksins og Njarðvík fer áfram í 16-liða úrslit. Steven Lennon lagði upp eitt og skoraði tvö gegn Kára.Vísir/Hulda Margrét FH-ingar áttu ekki í miklum vandræðum með Kára frá Akranesi. FH lá í sókn nánast allan fyrri hálfleikinn en þó án þess að skora. Steven Lennon bætir þó úr því á 56. mínútu með mark eftir stoðsendingu Baldurs Loga Guðlaugssonar. Sóknarþungi FH hélt áfram en Kára menn sáu aldrei til sólar í þessum leik. Björn Daníel Sverrisson gerði annað mark FH eftir undirbúning frá Steven Lennon. Skotinn knái klárar svo leikinn á 93. mínútu og aftur eftir afar óeigingjarnan undirbúning Baldurs Loga. 3-0 sigur FH varð því staðreynd og Hafnfirðingar verða með Njarðvíkingum í pottinum fyrir 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins.
Mjólkurbikar karla FH UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn