
UMF Njarðvík

Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga
Eftir að hafa verið ósigraðir í fyrstu sautján leikjum sínum í Lengjudeild karla tapaði Njarðvík fyrir Þrótti, 2-3, á heimavelli í dag.

Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum
Dominik Radic skoraði sigurmark Njarðvíkur gegn Fjölni, 1-2, þegar liðin mættust í 17. umferð Lengjudeildar karla í kvöld. ÍR, sem hefur verið á toppi deildarinnar ásamt Njarðvík nær allt tímabilið, tapaði hins vegar fyrir Þrótti, 3-1.

Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda
Það virðist sem KR sé nú þegar búið að finna arftaka Jóhannes Kristins Bjarnasonar á miðsvæðinu. Sá heitir Orri Hrafn Kjartansson og hefur verið í litlu hlutverki hjá Val, toppliði Bestu deildar karla í knattspyrnu, á leiktíðinni.

Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum
ÍR og Njarðvík gerðu 2-2 jafntefli í kvöld í uppgjöri tveggja efstu liða Lengjudeildar karla í fótbolta en spilað var í Mjóddinni.

Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR
Amin Cosic skoraði eina mark Njarðvíkur í 1-0 útsigri á Fylki í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Cosic kveður því með stæl en hann er að ganga til liðs við KR sem leikur í Bestu deild karla.

Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt
Allsherjar- og menntamálanefnd leggur til að fjöldi íþróttamanna fái íslenskan ríkisborgararétt og margir körfuboltamenn sem spilað hafa lengi hér á landi eru nú væntanlega að fá íslenskt vegabréf.

Njarðvík slapp með stig frá Húsavík
Njarðvík mistókst að komast á topp Lengjudeildarinnar í dag. Liðið gerði þá 1-1 jafntefli gegn Völsungi á Húsavík.

Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka
Körfuboltakonan Inga Lea Ingadóttir hefur ákveðið að yfirgefa Íslandsmeistara Hauka og semja í staðinn við silfurlið Njarðvíkur fyrir komandi tímabil í Bónus deild kvenna í körfubolta.

Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota
Það eru ekki aðeins erlendir fótboltamenn sem hafa minnst Liverpool mannsins Digoo Jota inn á vellinum á síðustu dögum. Ungur Njarðvíkingur vildi gera það líka.

Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli
Eyjakonur vígðu nýtt gervigras á Hásteinsvelli í kvöld með 5-1 stórsigri á sameiginlegu liði Grindavíkur og Njarðvíkur í Lengjudeild kvenna.

Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík
Njarðvíkingar eru á toppnum í Lengjudeild karla í fótbolta eftir stórsigur á Grindavík í kvöld. Þetta var gott kvöld fyrir Reykjanesbæ því Keflvíkingar unnu líka sinn leik og þar var langþráður sigur á ferðinni.

Njarðvíkingar með montréttinn í Reykjanesbæ og toppsæti deildarinnar
Njarðvík komst í kvöld upp í efsta sæti Lengjudeildar karla í fótbolta eftir 3-1 sigur á nágrönnum sínum i Keflavík.

Njarðvík með öflugan endurkomusigur gegn Þór
Njarðvík vann 3-1 endurkomusigur eftir að hafa lent undir gegn Þór Akureyri í Lengjudeild karla í fótbolta. Sigurinn fleytir Njarðvík upp í annað sæti deildarinnar.

Harma ljót orð í Dalnum og lofa bættri gæslu
Knattspyrnudeildir Þróttar og Njarðvíkur hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna þeirra orðaskipta sem urðu á milli áhorfenda Þróttar og leikmanna Njarðvíkur í fyrrakvöld, eftir 2-2 jafntefli liðanna í Lengjudeild karla.

Snýr aftur til Íslands betri en nokkru sinni áður
Ríkjandi bikarmeistarar kvenna í körfubolta, Njarðvík, ætla sér stóra hluti á næsta tímabili. Liðið hefur nælt í íslensku landsliðskonuna Danielle úr atvinnumennsku og eftir að hafa verið með betri leikmönnum efstu deildar á árum áður segist hún snúa aftur heim til Íslands sem mun betri leikmaður.

Leiknir byrjar vel undir stjórn Gústa Gylfa og ÍR-ingar á toppinn
ÍR-ingar eru komnir á toppinn í Lengjudeild karla í fótbolta eftir sigur á Þrótturum í Breiðholtinu í kvöld. Leiknismenn komust upp úr botnsætinu í fyrsta leiknum undir stjórn Ágústs Gylfasonar.

„Þakklát fyrir að vera á leið aftur inn í jafn frábært umhverfi“
Njarðvíkingar misstu Emilie Hesseldal til Grindavíkur í síðustu viku en liðið hefur aftur á móti tryggt sér áfram þjónustu sænska miðherjans Pauline Hersler.

Njarðvík og ÍR upp í efstu sætin í Lengjudeildinni
Njarðvík og ÍR komust í kvöld upp í tvö efstu sæti Lengjudeildar karla í fótbolta eftir góða útisigra.

KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur
KR hefur fest kaup á hinum nítján ára gamla Amin Cosic, leikmanni Njarðvíkur sem hefur skorað þrjú mörk í fyrstu fjórum umferð Lengjudeildarinnar. Hann gengur til liðs við KR fljótlega eftir að félagaskiptaglugginn opnar í júlí.

Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík
Bikarmeistarar Njarðvíkur eru heldur betur búnir að styrkja sig fyrir næsta tímabil því nú rétt í þessu var tilkynnt að Dani Rodriguez hefði samið við félagið til næstu tveggja ára.

Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik
Haukar eru Íslandsmeistarar kvenna í körfubolta árið 2025 eftir magnaðan framlengdan oddaleik við Njarðvík í Ólafssal í Hafnarfirði. Myndaveislu úr leiknum má sjá neðar í fréttinni.

Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025
Haukar eru Íslandsmeistarar í Bónus-deild kvenna 2025 ótrúlegan sigur á Njarðvík í framlengdum leik í Ólafssal, lokatölur 92-91.

Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn
Haukar og Njarðvík eigast við í oddaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta í Ólafssal í Hafnarfirði í kvöld.

„Mætum óttalaus“
Haukar taka á móti Njarðvík í Ólafssal í Hafnarfirði í kvöld en um er að ræða hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Bónus deild kvenna.

„Við ætluðum bara ekki að tapa“
Hulda María Agnarsdóttir var Just Wingin´ It-leikmaður leiksins þegar Njarðvík tryggði sér oddaleik í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta með sigri á Haukum. Eftir að lenda 0-2 undir hefur Njarðvík sýnt fádæma seiglu. Hulda María mætti í settið hjá Körfuboltakvöldi að leik loknum.

„Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“
Njarðvíkingar eru búnir að jafna úrslitaeinvígið gegn Haukum í Bónus-deild kvenna eftir góðan 94-78 sigur í kvöld og eru á leið í oddaleik.

Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni
Njarðvíkingar tryggðu sér í kvöld oddaleik þegar liðið lagði Hauka 94-78 í Njarðvík. Frábær frammistaða heimakvenna í seinni hálfleik tryggði þeim að lokum öruggan sigur.

Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar
Hin danska Emilie Hesseldal var Just wingin' it og Play maður leiksins þegar Njarðvík kreisti fram frábæran sigur gegn Haukum og minnkaði muninn í 2-1, í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Hún segir ísböð lykilinn að magnaðri frammistöðu sinni í gær.

Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur
Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga, mátti vera ánægður með liðið sitt í kvöld. Þær náðu að knýja fram leik númer fjögur í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinni í körfubolta með því að vinna Hauka í æsispennandi leik 93-95.

Krista Gló: Ætluðum að vinna
Krista Gló Magnúsdóttir var hetja Njarðvíkinga í kvöld þegar Njarðvíkinga náðu sér í einn leik í það minnsta í viðbót í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Krista negldi niður þrist til að koma Njarðvík í 93-95 sem urðu lokatölu leiksins ásamt því að stela boltanum þegar skammt var eftir.