Ein mest krefjandi en skemmtilegsta veiði sem þú finnur Karl Lúðvíksson skrifar 26. maí 2022 07:28 Flottur urriði úr Minnivallalæk Minnivallalækur er að svo mörgu leiti alveg einstakt veiðisvæði og það er óhætt að segja að þarna sést hverjir kunna að veiða og hverjir ekki. Vissilega eins og alltaf í veiði er heppni ákveðinn partur af þessu en það má ekki afskrifa reynslu. Veiðin í Minnivallalæk getur verið mjög fín og það fékk holl að reyna sem var við veiðar síðustu helgi en þá var 13 vænum urriðum landað í ánni. Algeng stærð er 60-70 sm en það sjást bæði minni og stærri fiskar. Þetta er glertær á með fallegum veiðistöðum og lygnum breiðum inn á milli og það má alveg segja að þetta sé krefjandi veiði því styggur er hann blessaður urriðinn. Þarna þarftu að koma að ánni hljóðlega, passa skugga og veiða eins og þú sért að reyna vera ósýnilegur. Er þetta skemmtilegt að veiða svona? Ó já! Þegar þú kemur að veiðistað þarna þegar veðrið er stillt, áin lygn og fluga að klekjast, skalltu ekki byrja að kasta strax heldur setjast niður og sjá hvort það sé uppítaka. Ef þú sérð uppítökur settu undir þurrflugu, svart í stærð #16-18, jafnvel #20. Taumurinn má ekki vera meira en 6 pund og það af fíngerðustu gerð. Ef það er ekki uppítaka settu litla púpu, smá þyngda en ekki alltaf nauðsyn, kastaðu andstreymis og veiddi allar litlar straumrennur sem þú sérð. Þó svo að þú kannski lendir ekki oft í neinni mokveiði þarna þá er það sannarlega skilgreining á góðum veiðimanni að koma að hyl í Minnivallalæk, lesa hann rétt og ná vænum urriða úr honum. Ef þú styggir fiskinn í hylnum fer það ekkert framhjá þér því boðaföllin sjást um allt. Ef þú ert að veiða á björtum degi sérðu urriðann vel í ánni og marga af þessum 80-90 sm fiskum sem þarna er að finna. Stangveiði Mest lesið Gott framboð af veiðileyfum fyrir sumarið Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Flott veiði og stórir fiskar í Baugstaðaós Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði "Markaðurinn gæti hrunið til grunna" Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði Breytt fyrirkomulag í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Ytri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði
Vissilega eins og alltaf í veiði er heppni ákveðinn partur af þessu en það má ekki afskrifa reynslu. Veiðin í Minnivallalæk getur verið mjög fín og það fékk holl að reyna sem var við veiðar síðustu helgi en þá var 13 vænum urriðum landað í ánni. Algeng stærð er 60-70 sm en það sjást bæði minni og stærri fiskar. Þetta er glertær á með fallegum veiðistöðum og lygnum breiðum inn á milli og það má alveg segja að þetta sé krefjandi veiði því styggur er hann blessaður urriðinn. Þarna þarftu að koma að ánni hljóðlega, passa skugga og veiða eins og þú sért að reyna vera ósýnilegur. Er þetta skemmtilegt að veiða svona? Ó já! Þegar þú kemur að veiðistað þarna þegar veðrið er stillt, áin lygn og fluga að klekjast, skalltu ekki byrja að kasta strax heldur setjast niður og sjá hvort það sé uppítaka. Ef þú sérð uppítökur settu undir þurrflugu, svart í stærð #16-18, jafnvel #20. Taumurinn má ekki vera meira en 6 pund og það af fíngerðustu gerð. Ef það er ekki uppítaka settu litla púpu, smá þyngda en ekki alltaf nauðsyn, kastaðu andstreymis og veiddi allar litlar straumrennur sem þú sérð. Þó svo að þú kannski lendir ekki oft í neinni mokveiði þarna þá er það sannarlega skilgreining á góðum veiðimanni að koma að hyl í Minnivallalæk, lesa hann rétt og ná vænum urriða úr honum. Ef þú styggir fiskinn í hylnum fer það ekkert framhjá þér því boðaföllin sjást um allt. Ef þú ert að veiða á björtum degi sérðu urriðann vel í ánni og marga af þessum 80-90 sm fiskum sem þarna er að finna.
Stangveiði Mest lesið Gott framboð af veiðileyfum fyrir sumarið Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Flott veiði og stórir fiskar í Baugstaðaós Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði "Markaðurinn gæti hrunið til grunna" Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði Breytt fyrirkomulag í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Ytri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði