Forseti UEFA ver reglur um fjárhagslega háttvísi í kjölfar ákvörðunar Mbappé Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. maí 2022 09:30 Aleksander Ceferin, forseti UEFA, vill heyra greinargóð rök fyrir því að PSG sé að brjóta reglur. EPA-EFE/JEAN-CHRISTOPHE BOTT Aleksander Ceferin, forseti knattspyrnusambands Evrópu, hefur varið FFP-reglur sambandsins (reglur um fjárhagslega háttvísi) eftir mikla gagnrýni á þær í kjölfars nýs samnings franska sóknarmannsins Kylian Mbappé við París Saint-Germain. „UEFA lætur ekki segja sér til verka,“ sagði Ceferin en nýr samningur Mbappé í París hefur verið á milli tannanna á fólki, þá sérstaklega á Spáni. La Liga, spænska úrvalsdeildin, ákvað að ganga svo langt að leggja fram formlega kvörtun vegna samningsins þar sem ekki var talið að PSG gæti boðið Mbappé nær því jafn há laun og Real gat sökum FFP-reglan UEFA. „Reglur UEFA um fjárhagslega háttvísi eru mjög strangar. Þau félög sem virða þær reglur fá að leika í keppnum á vegum sambandsins en þau sem gera það ekki fá ekki keppnisrétt,“ sagði forsetinn í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Hvorki Real Madríd né nokkur annar getur sagt UEFA til verka. Þeir sjá hlutina á sinn hátt og eru ósáttir. Eftir minni bestu vitneskju var samningsboð þeirra svipað og PSG.“ Javier Tebas, forseti La Liga, hefur sagt að samningsboð PSG sé „móðgun við fótboltann“ og þá setti hann inn færslu á Twitter-aðgangi sínum þar sem hann fór yfir fjárhagslegt tap PSG á undanförnum misserum. PSG er í eigu QSI (Qatar Sports Investments) sem er í eigu ríkisrekins fjármögnunarsjóðs í Katar. Ceferin, sem hefur verið í starfi síðan 2016, segist þreyttur á kvörtunum yfir því að aðilar eins og QSI eigi íþróttafélög. „Ég hef sagt það margoft og segi það aftur, færið ein rök fyrir því af hverju þeir ættu ekki að fá að vera eigendur fótboltafélags.“ Hann bendir á ensku úrvalsdeildina sem dæmi en eigendur þar koma frá öllum hornum heimsins, oftar en ekki Bandaríkjunum eða Mið-Austurlöndum. „Ég vil vita hver braut reglurnar og ef þú brýtur reglurnar verður þér refsað,“ sagði Ceferin að endingu. Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn UEFA Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Sjá meira
„UEFA lætur ekki segja sér til verka,“ sagði Ceferin en nýr samningur Mbappé í París hefur verið á milli tannanna á fólki, þá sérstaklega á Spáni. La Liga, spænska úrvalsdeildin, ákvað að ganga svo langt að leggja fram formlega kvörtun vegna samningsins þar sem ekki var talið að PSG gæti boðið Mbappé nær því jafn há laun og Real gat sökum FFP-reglan UEFA. „Reglur UEFA um fjárhagslega háttvísi eru mjög strangar. Þau félög sem virða þær reglur fá að leika í keppnum á vegum sambandsins en þau sem gera það ekki fá ekki keppnisrétt,“ sagði forsetinn í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Hvorki Real Madríd né nokkur annar getur sagt UEFA til verka. Þeir sjá hlutina á sinn hátt og eru ósáttir. Eftir minni bestu vitneskju var samningsboð þeirra svipað og PSG.“ Javier Tebas, forseti La Liga, hefur sagt að samningsboð PSG sé „móðgun við fótboltann“ og þá setti hann inn færslu á Twitter-aðgangi sínum þar sem hann fór yfir fjárhagslegt tap PSG á undanförnum misserum. PSG er í eigu QSI (Qatar Sports Investments) sem er í eigu ríkisrekins fjármögnunarsjóðs í Katar. Ceferin, sem hefur verið í starfi síðan 2016, segist þreyttur á kvörtunum yfir því að aðilar eins og QSI eigi íþróttafélög. „Ég hef sagt það margoft og segi það aftur, færið ein rök fyrir því af hverju þeir ættu ekki að fá að vera eigendur fótboltafélags.“ Hann bendir á ensku úrvalsdeildina sem dæmi en eigendur þar koma frá öllum hornum heimsins, oftar en ekki Bandaríkjunum eða Mið-Austurlöndum. „Ég vil vita hver braut reglurnar og ef þú brýtur reglurnar verður þér refsað,“ sagði Ceferin að endingu.
Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn UEFA Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Sjá meira