Frumsýning á tónlistarmyndbandi Reykjavíkurdætra Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 27. maí 2022 12:00 Reykjavíkurdætur frumsýna nýja útgáfu af tónlistarmyndbandi við lagið Turn This Around hér á Vísi. Aðsend Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á nýju tónlistarmyndbandi frá hljómsveitinni Reykjavíkurdætrum. Um er að ræða nýja og lengri útgáfu af laginu Turn This Around sem Reykjavíkurdætur fluttu í Söngvakeppninni í ár. Þær lentu eftirminnilega í öðru sæti eftir spennandi einvígi við Systur. Hljómsveitin hélt nýverið þrenna tónleika í Iðnó en Reykjavíkurdætur höfðu ekki haldið eigin tónleika í Reykjavík í rúmlega þrjú ár. „Það var bara ólýsanleg stemmning og geggjað að halda okkar tónleika hérna heima eftir allan þennan tíma. Við vorum með tvo fjölskyldutónleika sem voru alveg magnaðir og svo eina loka partý tónleika um kvöldið,“ segir Þura Stína Reykjavíkurdóttir. „Þegar við sömdum Turn This Around þá gerðum við strax útgáfu af laginu án þess að vera að takmarka okkur við sex raddir, þar sem við erum átta í hljómsveitinni. Þegar það kom að því að skjóta tónlistarmyndbandið tókum við þessi tvö auka vers því upp sem voru upphaflega skrifuð inn í handritið af myndbandinu. Þetta var hins vegar á Covid tímum og ég beið öll jól og áramót eftir að missa fólk úr teymi og hljómsveit í smit en allt kom fyrir ekki, fyrir utan eina manneskju úr öllu þessu stóra teymi sem var okkar eigin Karítas. Ég skrifaði hana því inn í sjónvarp og við tókum hana upp í green screen í okkar sjónræna heimi, sem María Guðjohnsen býr svo listilega til fyrir okkur seinna meir. Við erum því glaðar að gefa lagið og myndbandið loksins út í sinni fullu mynd og getum ekki beðið eftir öllum tónleikum sumarsins þar sem við munum að sjálfsögðu taka lagið okkar aftur og aftur í fullri lengd, “segir Þura. Hér má sjá nýja tónlistarmyndbandið: Klippa: Reykjavíkurdætur - Turn This Around (lengri útgáfa) ,Lagið andar bara betur. Auka erindin gera það að verkum að það er lengra í brúna og þá verður droppið yfir í viðlagið enn betra. Ég held að fólk muni kunna að meta þessa útgáfu, við erum búnar að prófa þetta nokkrum sinnum á tónleikum og fólk er að missa sig,“ bætir Blær Reykjavíkurdóttir við. Það er margt spennandi á döfinni hjá Reykjavíkurdætrum. „Við erum að fara inn í stappað sumar af tónleikum bæði á tónlistarhátíðum í Evrópu sem og á Íslandi og hlökkum mikið til,“ segir Þura að lokum. Tónlist Tengdar fréttir Reykjavíkurdætur frumsýna nýtt tónlistarmyndband á Lífinu á Vísi á morgun Lífið á Vísi mun frumsýna nýtt tónlistarmyndband frá hljómsveitinni Reykjavíkurdætrum á morgun, 27. maí, klukkan 12:00. 26. maí 2022 20:01 Reykjavíkurdætur halda sína fyrstu tónleika á Íslandi í þrjú ár Vinsældir Reykjavíkurdætra hér á landi hafa sennilega aldrei verið meiri en núna. Hljómsveitin er strax byrjuð að bóka tónleika erlendis eftir að vekja mikla athygli fyrir þátttökuna í Söngvakeppninni. 29. mars 2022 11:49 Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Fleiri fréttir Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Um er að ræða nýja og lengri útgáfu af laginu Turn This Around sem Reykjavíkurdætur fluttu í Söngvakeppninni í ár. Þær lentu eftirminnilega í öðru sæti eftir spennandi einvígi við Systur. Hljómsveitin hélt nýverið þrenna tónleika í Iðnó en Reykjavíkurdætur höfðu ekki haldið eigin tónleika í Reykjavík í rúmlega þrjú ár. „Það var bara ólýsanleg stemmning og geggjað að halda okkar tónleika hérna heima eftir allan þennan tíma. Við vorum með tvo fjölskyldutónleika sem voru alveg magnaðir og svo eina loka partý tónleika um kvöldið,“ segir Þura Stína Reykjavíkurdóttir. „Þegar við sömdum Turn This Around þá gerðum við strax útgáfu af laginu án þess að vera að takmarka okkur við sex raddir, þar sem við erum átta í hljómsveitinni. Þegar það kom að því að skjóta tónlistarmyndbandið tókum við þessi tvö auka vers því upp sem voru upphaflega skrifuð inn í handritið af myndbandinu. Þetta var hins vegar á Covid tímum og ég beið öll jól og áramót eftir að missa fólk úr teymi og hljómsveit í smit en allt kom fyrir ekki, fyrir utan eina manneskju úr öllu þessu stóra teymi sem var okkar eigin Karítas. Ég skrifaði hana því inn í sjónvarp og við tókum hana upp í green screen í okkar sjónræna heimi, sem María Guðjohnsen býr svo listilega til fyrir okkur seinna meir. Við erum því glaðar að gefa lagið og myndbandið loksins út í sinni fullu mynd og getum ekki beðið eftir öllum tónleikum sumarsins þar sem við munum að sjálfsögðu taka lagið okkar aftur og aftur í fullri lengd, “segir Þura. Hér má sjá nýja tónlistarmyndbandið: Klippa: Reykjavíkurdætur - Turn This Around (lengri útgáfa) ,Lagið andar bara betur. Auka erindin gera það að verkum að það er lengra í brúna og þá verður droppið yfir í viðlagið enn betra. Ég held að fólk muni kunna að meta þessa útgáfu, við erum búnar að prófa þetta nokkrum sinnum á tónleikum og fólk er að missa sig,“ bætir Blær Reykjavíkurdóttir við. Það er margt spennandi á döfinni hjá Reykjavíkurdætrum. „Við erum að fara inn í stappað sumar af tónleikum bæði á tónlistarhátíðum í Evrópu sem og á Íslandi og hlökkum mikið til,“ segir Þura að lokum.
Tónlist Tengdar fréttir Reykjavíkurdætur frumsýna nýtt tónlistarmyndband á Lífinu á Vísi á morgun Lífið á Vísi mun frumsýna nýtt tónlistarmyndband frá hljómsveitinni Reykjavíkurdætrum á morgun, 27. maí, klukkan 12:00. 26. maí 2022 20:01 Reykjavíkurdætur halda sína fyrstu tónleika á Íslandi í þrjú ár Vinsældir Reykjavíkurdætra hér á landi hafa sennilega aldrei verið meiri en núna. Hljómsveitin er strax byrjuð að bóka tónleika erlendis eftir að vekja mikla athygli fyrir þátttökuna í Söngvakeppninni. 29. mars 2022 11:49 Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Fleiri fréttir Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Reykjavíkurdætur frumsýna nýtt tónlistarmyndband á Lífinu á Vísi á morgun Lífið á Vísi mun frumsýna nýtt tónlistarmyndband frá hljómsveitinni Reykjavíkurdætrum á morgun, 27. maí, klukkan 12:00. 26. maí 2022 20:01
Reykjavíkurdætur halda sína fyrstu tónleika á Íslandi í þrjú ár Vinsældir Reykjavíkurdætra hér á landi hafa sennilega aldrei verið meiri en núna. Hljómsveitin er strax byrjuð að bóka tónleika erlendis eftir að vekja mikla athygli fyrir þátttökuna í Söngvakeppninni. 29. mars 2022 11:49