Kristján og félagar hafa nú þegar tryggt sér Evrópusæti í deildinni, en eru enn í harðri baráttu við Nantes um hvort liðið endar í öðru sæti á eftir PSG sem hefur tryggt sér titilinn.
Gestirnir í Aix byrjuðu betur og voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik. Liðið fór með tveggja marka forskot inn í hléið í stöðunni 11-13.
Heimamenn mættu hins vegar grimmir til leiks í síðari hálfleik og skoruðu 17 mörk gegn 12 mörkum Aix. Fór það því svo að lokum að Cesson Rennes-Metropole fór með þriggja marka sigur af hólmi, 28-25.
Kristján og félagar sitja því enn í þriðja sæti deildarinnar með 40 stig þegar þrjár umferðir eru eftir, einu stigi á eftir Nantes sem situr í öðru sæti og á leik til góða.