Framleiðendur segja tímasetningu ákæra óheppilega Árni Sæberg skrifar 27. maí 2022 23:26 Þessi mynd var tekin af Spacey í dómsal í Bandaríkjunum þegar hann kom fyrst fyrir dóm vegna meints kynferðisofbeldis. Nicole Harnishfeger-Pool/Getty Images Framleiðendur kvikmyndar sem Kevin Spacey leikur í segja tímasetningu fjögurra ákæra, sem gefnar voru út á hendur leikaranum í gær, vera óheppilega. Framleiðendur kvikmyndarinnar Peter five eight reyna nú að selja dreifingaraðilum sýningarétt að henni á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi. Það væri ekki í frásögur færandi ef aðalleikarinn, Kevin Spacey, hefði ekki verið ákærður fyrir fjögur kynferðisbrot í gær. Leikarinn hefur lítið sem ekkert leikið síðan fjölmargir karlmenn stigu fram og sökuðu hann um kynferðisofbeldi árið 2017 þegar #MeToo byltingin stóð sem hæst. Árið 2018 var hann ákærður fyrir eitt brot í Bandaríkjunum en sú ákæra var látin niður falla. Framleiðendur Peter five eight ákváðu samt sem áður að ráða hann til að leika aðalhlutverk myndarinnar og þeir virðast ekki telja nokkuð athugavert við þá ákvörðun. Fleiri vilji sjá Spacey á skjánum en ekki „Það er óheppilegt að aukin neikvæð umfjöllun verði á sama tíma og Kevin byrjar að vinna á ný, en það mátti svo sem búast við henni. Það er til fólk sem vill ekki að hann leiki en mun fleiri aðdáendur hans um allan heim hafa beðið eftir endurkomu leikara, sem þeir hafa dáð í áratugi, á stóra tjaldið,“ segir í tilkynningu frá framleiðendunum. Peter five eight er ekki eina myndin sem Spacey hefur leikið í undanfarið en á eftir að gefa út. Hann fer einnig með aðalhlutverk í kvikmynd um fyrsta forseta Króatíu og kvikmynd Michaels Hoffmans um Gore Vidal. Þá fer hann með hlutverk lögreglumanns í kvikmynd Francos Nero, The man who drew god, sem fjallar um blindan mann sem er sakaður um kynferðisbrot gegn barni. Bíó og sjónvarp Mál Kevin Spacey Tengdar fréttir Spacey ákærður fyrir kynferðisbrot á ný Saksóknari í Bretlandi hefur gefið út fjórar ákærur á hendur leikaranum Kevin Spacey. Í kjölfar #MeToo byltingarinnar steig mikill fjöldi karlmanna fram og sakaði leikarann um að hafa brotið á sér kynferðislega. 26. maí 2022 15:07 Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Sjá meira
Framleiðendur kvikmyndarinnar Peter five eight reyna nú að selja dreifingaraðilum sýningarétt að henni á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi. Það væri ekki í frásögur færandi ef aðalleikarinn, Kevin Spacey, hefði ekki verið ákærður fyrir fjögur kynferðisbrot í gær. Leikarinn hefur lítið sem ekkert leikið síðan fjölmargir karlmenn stigu fram og sökuðu hann um kynferðisofbeldi árið 2017 þegar #MeToo byltingin stóð sem hæst. Árið 2018 var hann ákærður fyrir eitt brot í Bandaríkjunum en sú ákæra var látin niður falla. Framleiðendur Peter five eight ákváðu samt sem áður að ráða hann til að leika aðalhlutverk myndarinnar og þeir virðast ekki telja nokkuð athugavert við þá ákvörðun. Fleiri vilji sjá Spacey á skjánum en ekki „Það er óheppilegt að aukin neikvæð umfjöllun verði á sama tíma og Kevin byrjar að vinna á ný, en það mátti svo sem búast við henni. Það er til fólk sem vill ekki að hann leiki en mun fleiri aðdáendur hans um allan heim hafa beðið eftir endurkomu leikara, sem þeir hafa dáð í áratugi, á stóra tjaldið,“ segir í tilkynningu frá framleiðendunum. Peter five eight er ekki eina myndin sem Spacey hefur leikið í undanfarið en á eftir að gefa út. Hann fer einnig með aðalhlutverk í kvikmynd um fyrsta forseta Króatíu og kvikmynd Michaels Hoffmans um Gore Vidal. Þá fer hann með hlutverk lögreglumanns í kvikmynd Francos Nero, The man who drew god, sem fjallar um blindan mann sem er sakaður um kynferðisbrot gegn barni.
Bíó og sjónvarp Mál Kevin Spacey Tengdar fréttir Spacey ákærður fyrir kynferðisbrot á ný Saksóknari í Bretlandi hefur gefið út fjórar ákærur á hendur leikaranum Kevin Spacey. Í kjölfar #MeToo byltingarinnar steig mikill fjöldi karlmanna fram og sakaði leikarann um að hafa brotið á sér kynferðislega. 26. maí 2022 15:07 Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Sjá meira
Spacey ákærður fyrir kynferðisbrot á ný Saksóknari í Bretlandi hefur gefið út fjórar ákærur á hendur leikaranum Kevin Spacey. Í kjölfar #MeToo byltingarinnar steig mikill fjöldi karlmanna fram og sakaði leikarann um að hafa brotið á sér kynferðislega. 26. maí 2022 15:07