„Stækkandi fjölskyldan okkar verður fjögurra manna fjölskylda í haust,“
sagði hann í tilkynningunni. Hann nýtti einnig vettvanginn til þess að tala um skotárásina sem átti sér stað í skólanum í Uvalde Texas, réttindi kvenna og réttindi trans fólks. Hjónin standa fyrir óhagnaðardrifnum góðgerðasamtökum sem standa fyrir jafnrétti og styrkja málstaðina. Hann sagði meðal annars:
„Eins og meirihluti fólks í þessu landi núna, erum við niðurbrotnir yfir árásunum um allt land. Allt frá tilgangslausu byssuofbeldi til ríkisárása á trans fjölskylduna okkar og árásir á ákvörðunarrétt um frjósemi kvenna.“
„Við erum svo spenntir að fá litla manneskju til liðs við stækkandi fjölskylduna okkar og svo stoltir af því að styðja valið um að gera það.“