„Við verðum áfram ástfangnir, er það ekki?“ Valur Páll Eiríksson skrifar 30. maí 2022 23:30 Þeir félagar hafa litlar áhyggjur af því að sambandið súrni. Clive Mason/Getty Images Liðsfélagarnir Max Verstappen og Sergio Pérez í liði Red Bull í Formúlu 1 gefa lítið fyrir það að möguleg barátta um heimsmeistaratitilinn ógni vináttu þeirra. Pérez vann frækinn sigur í Mónakó um helgina. Pérez vann aðeins sinn þriðja sigur á ferlinum í Mónakó og sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Pérez hóf keppnina þriðji á ráslínu en góð keppnisáætlun Red Bull, auk mistaka í röðum Ferrari, hleyptu honum framúr Ferrari-mönnunum Charles Leclerc og Carlos Sainz, sem hófu keppnina fyrir framan hann. Pérez lét forystu sína aldrei af hendi og fékk mikilvæg 25 stig í keppni ökuþóra á meðan félagi hans, heimsmeistarinn Max Verstappen, varð þriðji. Sigur Pérez hleypti honum óvænt inn í keppni um heimsmeistaratitilinn þar sem hann er með 110 stig í þriðja sæti, aðeins sex stigum á eftir Leclerc og 15 stigum á eftir Verstappen sem leiðir með 125 stig. Liðsfélagarnir voru spurðir eftir kappaksturinn hvort möguleg keppni þeirra um titilinn myndi hafa súr áhrif á þeirra samband. „Ég held ekki að neitt breytist,“ sagði Verstappen áður en Pérez, glottandi við, greip orðið: „Við verðum áfram ástfangnir, er það ekki?“ „Já, algjörlega. Af hverju ætti það að breytast?“ sagði Verstappen þá. Það yrði engin nýbreytni að rígur myndi skapast milli tveggja liðsfélaga sem berjast á toppnum í Formúlu 1. Bæði Fernando Alonso og Nico Rosberg gáfust upp á því að finnast þeir varaskeifur fyrir Lewis Hamilton og þá má taka dæmi af Þjóðverjanum Sebastian Vettel og Mark Webber í liði Red Bull. Vettel vann fjóra heimsmeistaratitla í röð með Red Bull árin 2010 til 2013 en Webber fannst hann aldrei fá sömu tækifæri til að sanna sig innan liðsins, líkt og sá þýski fékk. Formúla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Pérez vann aðeins sinn þriðja sigur á ferlinum í Mónakó og sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Pérez hóf keppnina þriðji á ráslínu en góð keppnisáætlun Red Bull, auk mistaka í röðum Ferrari, hleyptu honum framúr Ferrari-mönnunum Charles Leclerc og Carlos Sainz, sem hófu keppnina fyrir framan hann. Pérez lét forystu sína aldrei af hendi og fékk mikilvæg 25 stig í keppni ökuþóra á meðan félagi hans, heimsmeistarinn Max Verstappen, varð þriðji. Sigur Pérez hleypti honum óvænt inn í keppni um heimsmeistaratitilinn þar sem hann er með 110 stig í þriðja sæti, aðeins sex stigum á eftir Leclerc og 15 stigum á eftir Verstappen sem leiðir með 125 stig. Liðsfélagarnir voru spurðir eftir kappaksturinn hvort möguleg keppni þeirra um titilinn myndi hafa súr áhrif á þeirra samband. „Ég held ekki að neitt breytist,“ sagði Verstappen áður en Pérez, glottandi við, greip orðið: „Við verðum áfram ástfangnir, er það ekki?“ „Já, algjörlega. Af hverju ætti það að breytast?“ sagði Verstappen þá. Það yrði engin nýbreytni að rígur myndi skapast milli tveggja liðsfélaga sem berjast á toppnum í Formúlu 1. Bæði Fernando Alonso og Nico Rosberg gáfust upp á því að finnast þeir varaskeifur fyrir Lewis Hamilton og þá má taka dæmi af Þjóðverjanum Sebastian Vettel og Mark Webber í liði Red Bull. Vettel vann fjóra heimsmeistaratitla í röð með Red Bull árin 2010 til 2013 en Webber fannst hann aldrei fá sömu tækifæri til að sanna sig innan liðsins, líkt og sá þýski fékk.
Formúla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira